Neyðarsjóðir og kampavín

Mikil óvissa ríkir um byggð í Grindavík og sú óvissa er ekki á leiðinni neitt. Viðbúið er að svæðið þar og í kring verði að jarðumbrotasvæði í mörg ár og jafnvel áratugi.

En menn vona það besta.

Á eldfjallaeyju er þetta ekki endilega ófyrirsjáanlegt ástand. Sem betur fer er Ísland frekar stór eyja miðað við fjölda íbúa. Fólk getur fært sig. Orkuver má reisa á öðrum svæðum. Ferðamenn geta baðað sig annars staðar.

Enda gilda lög á Íslandi til að búa sig undir svona hamfarir. Neyðarsjóðir og annað slíkt. Þá má opna til að leysa úr vandræðum fólks og fyrirtækja hratt og vel.

Til að halda slíkum sjóðum fullum þarf að halda uppi hárri skattheimtu og draga mikið fé í ríkisreksturinn. Það er allt í lagi, enda oft hyggilegt að spara við sig neyslu og auka við sig sparnað til að eiga varasjóði ef áföll skella á.

Nema fyrir eitt vandamál.

Neyðasjóðirnir eru tómir! Þeir fóru í að halda ráðstefnur og hækka laun opinberra starfsmanna. Þeir urðu að skúffufé ráðherra og nýttir til að kaupa handa þeim atkvæði. 

Ekki verða skattar hækkaðir mikið meira og þá er bara eitt í stöðunni: Að taka lán. 

Eftir meira en áratug af góðæri.

Einu sinni var hægt að nota rekstur á Reykjavíkurborg sem andstæðu við rekstur ríkisvaldsins. Borgin hélt sköttum í hámarki samhliða hallarekstri, ríkið greiddi niður skuldir og fór sér hægar í skattahækkanir.

Núna er erfitt að greina á milli, því miður. 

En þetta völdu kjósendur og gera sýnilega enn. Lýðræði hefur þann stóra kost að ef meirihlutinn ákveður að bora göt í skipsskrokkinn þá sökkva allir á sömu forsendum, og skála í skuldsettu kampavíni á leið á hafsbotninn.

En það er ekki of seint fyrir kjósendur að skipta um skoðun. Gera þeir það?


mbl.is Taka lán í varúðarskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ruglar saman almennum rekstrarsjóðum og úthlutunum á fjárlögum og kallar það allt neyðarsjóði og segir þá tóma. Og það þó sá eini sem er einskonar neyðarsjóður sé langt frá því að vera tómur. Þannig er það ansi oft hjá þér þegar þú finnur þig knúinn til að gagnrýna en finnur ekkert raunverulega gagnrýnivert. Betra er að veifa röngu tré en öngu, virðist vera þitt lífsmottó.

Vagn (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 20:52

2 identicon

Þetta reddast

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 21:25

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvaða sjóðir sem eru með innistæðu á Íslandi mætti opna í dag?

Geir Ágústsson, 7.6.2024 kl. 23:01

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Geir, þú kemur með hverja ábendinguna á fætur annarri um vinnubrögð valdhafa sem eru sérstaklega vel til þess fallin að laska almenning sem mest, en ég er nokkuð viss um að það dugi ekki til að þetta fólk verði ekki kosið aftur. Svo skrítið sem það er þá held ég að það sé ekki hægt að losna við þetta fólk.

Kristinn Bjarnason, 8.6.2024 kl. 11:26

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta lán er ríflega það sem við ætlum að senda til Úkraínu, en kannski menn hafi hugsað sér að senda þeim líka nokkrar eldflaugar sem uppbót. 

Ragnhildur Kolka, 8.6.2024 kl. 11:31

6 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það væri kannski öruggara að taka líka lán fyrir flóttamannakostnaðinum.

Kristinn Bjarnason, 8.6.2024 kl. 12:10

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Ég er sjálfur hissa á því hvað er hægt að benda á mörg dæmi um algjöra óvirðingu fyrir launafé landsmanna og hvað er hægt að sóa því í mörg ræsi, önnur en þjónustu við landsmenn og innviði. Nánast mannfjandsamlegur eltingaleikur við að kaupa sér völd og daðra við markmið alþjóðlegra og nánast andlitslausra stofnana. 

Enda kvarta núna fjölmiðlar mikið yfir atkvæðavali almennings í Evrópu, til "fjarhægris", "popúlista" og "öfgahægrimanna". Ekki að allir þar á meðal séu englar, en viðspyrnan er hafin. Um leið liggur mikið á að draga úr vægi kosninga við val á valdhöfum. Kannski er séns ennþá.

Geir Ágústsson, 8.6.2024 kl. 15:25

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Eitthvað mælir þú að viti fyrst að félagi Vagn mætir á svæðið, kannski er rót þeirrar mætingar þessi orð þín.

"En þetta völdu kjósendur og gera sýnilega enn. Lýðræði hefur þann stóra kost að ef meirihlutinn ákveður að bora göt í skipsskrokkinn þá sökkva allir á sömu forsendum, og skála í skuldsettu kampavíni á leið á hafsbotninn.".

Mér fannst þau allavega góð.

Reyndar mjög gáfuleg.

Og reyndar mjög lýsandi.

Jafnvel hagmælt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2024 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband