Svarthvíti ráðherrann og það sem er rétt

Utanríkisráðherra skrifaði grein sem birtist í dag þar sem segir meðal annars:

Í flókn­um heimi eru fá mál­efni al­gjör­lega svart­hvít; en land­vinn­inga­stríð Rúss­lands í Úkraínu er eitt af þeim. Rúss­land hef­ur al­gjör­lega á röngu að standa með inn­rás sinni. 

Af þessu leiðir að íslenskir skattgreiðendur þurfa að moka hergögnum í átök Rússa og Úkraínu.

En varla er þetta eina stríðið í heiminum þar sem málið er alveg svarthvítt, er það? Utanríkisráðherra hlýtur að upplýsa okkar hvaða önnur átök eru svarthvít og hvaða átök hafa að baki sér flókinn aðdraganda yfir mörg ár.

Hver er til dæmis skúrkurinn í skylmingum Asera og Armena? Er það kannski eitthvað flóknara mál? Svo flókið að Íslendingar eru ekki látnir taka sér svarthvíta afstöðu og opna veskið í kjölfarið?

Telur forsætisráðherra að aðfarir Ísraela í Gasa þessa mánuðina vera aðra hlið í svarthvítu máli, sem verðskuldar fjárútlát úr vösum íslenskra skattgreiðenda, eða flókið mál þar sem báðir aðilar hafa ýtt við hinum í ár og áratugi og núna gengu hlutir bara of langt? Og þar með ekki hæft til að njóta stuðnings íslenskra launamanna?

En hvað með yfirgang Sádi-Arabíu á Jemen og slátrun á afrískum flóttamönnum? Er það flókið mál sem má alveg færa rök fyrir að sé svolítið báðum aðilum að kenna og því ekki tekið í mál að senda peninga Íslendinga til annars hvors þeirra? Það hlýtur að vera því ekki hefur utanríkisráðherra lýst yfir svarthvítum átökum þar sem þurfi að fóðra með byssukúlum.

Úkraína er ekki í NATO og ætti ekki að vera það og Íslendingar eiga ekki að fjármagna átök þeirra og Rússa - gefa ungum mönnum byssukúlur svo þeir geti látið stráfella sig á vígvellinum (enda eru Rússar með fimm stórskotabyssur á móti hverri einni í höndum Úkraínumanna, að sögn úkraínskra hermanna).

Innganga Úkraínu í NATO er að öllu leyti sambærileg við að Kanada eða Mexíkó gengi í rússneska sambandsríkið og hæfi að setja upp rússnesk flugskeyti við landamæri Bandaríkjanna. Er erfitt að ímynda sér að slíkt geti valdið togstreitu? Auðvitað ekki. Nú fyrir utan aðgerðir til skautunar í samfélaginu, stolnum kosningum og sviknum friðarsamningum

Svarthvíta stríð utanríkisráðherra er það ekki. Íslendingar eru einfaldlega að framfylgja utanríkisstefnu Bandaríkjanna, sem er síður en svo fagur ferill, sama hvað þeir telja sér í trú um annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Innganga Úkraínu í NATO að öllu leyti sambærileg við að Kanada eða Mexíkó gengi í rússneska sambandsríkiæ"

Nú hefur þér tekist að sannfæra mig um að þú ert glórulaus vitleysingur.  Fyrir það fyrsta þá er NATO varnarbandalag sjálfstæðra ríkja.  Þau geta hvenær sem er sagt skilið við sambandið.  Heimskuþvæla um að ríki NATO séu i einhverju sambandi sem er æðri sjálfstæði hverrar þjóðar er botnlaus þvæla.

Gyrtu þig í brók og hresstu upp á dómgreindina ef þú vilt vera tekinn alvarlega.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2024 kl. 19:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Takk fyrir þetta sýnidæmi á orðaforða þínum.

Hvaða kosti og ókosti sérðu við að "varnar"bandalag "Atlantshafsríkja" taki inn ríki sem voru laus við innrás þar til tal um að gera þau að meðlim hófust af krafti?

Geir Ágústsson, 6.6.2024 kl. 20:04

3 identicon

Elsku vinur,þjóðir sem eiga landamæri að Rússlandi sækja í vernd hjá NATO af því þau treysta því ekki að Rússland muni virða sjálfstæði þeirra.  Úkraína er einmitt að upplifa það núna.  Rússland virðir ekki sjálfstæði þjóðarinnar og myrðir þegna þjóðarinnar í hundruði þúsunda tali.  Sjálfsagt átt þú ekki í vandræðum með að finn réttlætingu fyrir því Sjálfsagt hefði eitthva rant um útþenslu NATO en ekki búast við að ég verði sammála þér

Ef þú ekki fattar hver er ófriðarvaldurinn er þá ertu einfaldlega glórulaus vitleysingur.

Njóttu næturinnar.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2024 kl. 20:31

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Það eru til mörg ríki/svæði sem reyna að ríghalda í landamæri sín og tala um sögulegar rætur og minnihlutahópa af þeirra tagi. Eina "svarthvíta" dæmið virðist svo vera rússneskumælandi minnihlutinn í Úkraínu. Það eins sem fær okkur til að hafa skoðun og opna veskið. 

Kannski grímuskylda gæti leysta vandamál Úkraínu, eða að taka bóluefni. Svona "one size fits all" nálgun, sem er svo vinsæl.

Geir Ágústsson, 6.6.2024 kl. 20:52

5 identicon

Geir, það eru stórir hópar rússneskumælandi íbúa í Eistlandi, Léttlandi og Litháen.  Það eru líka stór hópur pólskumælandi íbúa á Íslandi.  Hver er  þín tillaga að leysa vandamálið sem var aldrei vandamál fyrr en það var gert að vandamáli af einhverjum sem höfðu annarlegar hvatir.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2024 kl. 21:11

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þegar menn ganga með gleraugu sem skipta heiminum í svart og hvítt, og engin grá svæði, þá eru engin vandamál. Þá þarf bara að opna CNN og sjá hverjir eru vondu kallarnir í dag. 

En þetta er ekki gagnlegt, og að hafa utanríkisráðherra með slík gleraugu er raunar hættulegt.

Geir Ágústsson, 7.6.2024 kl. 06:12

7 identicon

Ætli Vagn og Bjarni deila sömu IP tölu? Nei líklega ekki en kannski þeir eru bræður, andskotinn allavega hljóta þeir að vera skyldir. Innlegg Bjarna er á við kartöflu stöppu sem brann við í pottinum en samt vill hann borða hana. Það er erfitt að vekja tröllin.. Það var erfitt í covid ég reyndi eins og ég gat en lukkaðist engan nema fjölskylduna mína. Suma er ekki hægt að vekja og þvi er best að leyfa þeim að sofa.

Trausti (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 07:22

8 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það hefur greinilega farið algjörlega fram hjá utanríkisráðherra að Rússar voru búnir í átta ár að gera allt sem þeir gátu til að komast hjá því að fara inn í Úkraínu. Þessi herskái utanríkisráðherra hræðir mig með ótrúlegu þekkingarleysi og árásagirni.

Kristinn Bjarnason, 7.6.2024 kl. 08:01

9 identicon

Ó kræst!! Nú voru rússar búnir að gera allt sem þeir gátu í heil 8 ár til að komast hjá því að ráðast inn í fullvalda ríki sem vildi ráða sér sjálft. En rússar gátu ekki liðið það lengur að hafa sjálfstæðs nágranna. Og svo gengur þessi sértæka hernaðaraðgerð þeirra líka þetta vel. Átti að taka 3 daga en þeim hefur með frábærri herkænsku tegist að treyna sér þetta í á þriðja ár.

Geir, þegar fíflunum í kringum þig fjölgar, hvað ertu þá?

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 08:29

10 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þetta er bara mjög góð skilgreining hja þér Geir.

Dominus Sanctus., 7.6.2024 kl. 09:02

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Oftar en ekki er það strigakjafturinn sem hefur verstan málstað. Mér sýnist það eiga ágætlega við.

En ég er sammála því að það hefði mátt koma í veg fyrir þessa innrás Rússa, og að það sé tiltölulega auðvelt að stöðva hana með orðum. Kannski eru skilmálar Minsk II ennþá á borðinu (aukið sjálfstæði Austur-Úkraínu) en kannski eru menn búnir að klúðra því. En allt er breytt, svo mikið er víst.

Geir Ágústsson, 7.6.2024 kl. 09:31

12 identicon

Hver hefur góðan málstað?  Eru það þeir sem eru sammála flestum íbúum lýðræðisríkja, eða þeir sem gerast taglhnýtingar ofbeldishrotta og einræðisherra.

Hef fulla trú á því að þú eigir eftir að ná áttum og verðir stuðningsmaður frelsis en ekki helsis.

Var þetta nógu kurteislega orðað?

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 09:54

13 Smámynd: booboo

Þetta er það sem gerist þegar 17 ára menntaskólastúlka er sett í stól utanríkisráðherra.

booboo , 7.6.2024 kl. 11:30

14 Smámynd: booboo

Er þessi Bjarni ekki bara gervigreind/computer-bot með það markmið að bulla í fólki og eyða tíma þess?

booboo , 7.6.2024 kl. 11:34

15 identicon

Það er sem ég segi Geir, þegar fíflunum fjölgar ......

Bjarni (IP-tala skráð) 7.6.2024 kl. 14:26

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Þetta með að "allir segir eitthvað" nema auðvitað "aðrir" [uppnefni fylgja] er ekki lengur sannfærandi, og hefur ekki verið lengi, og er ekkert viðmið hjá mér. 

Raunar andstæðan: Ef það tekst að móta flesta í sama form þá er eitthvað að, langoftast. 

Geir Ágústsson, 7.6.2024 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband