Úthlutanir eru eftirlætið

Ég fæ það á tilfinninguna að fátt veiti stjórnmálamönnum meiri ánægju og jafnvel nautn en að „úthluta“ fé skattgreiðenda í hin og þessi mál, og fá í staðinn mikla fjölmiðlaumfjöllun. Um leið fá þeir tækifæri til að hnykkja á algjörlega glórulausum „markmiðum“ sínum í stjórnmálum, eða svo ég vitni í orð matvælaráðherra Vinstri-grænna:

Hún seg­ir það gleðiefni að út­hlut­an­ir dreif­ist nokkuð jafnt á milli kynja og að skipt­ing milli höfuðborg­ar­svæðis og lands­byggðar sé í jafn­vægi.

Það skiptir sem sagt máli að góð hugmynd komi úr legi en ekki typpi, og frá fámennri sveit frekar en þéttbýli.

Af hverju er ríkið að veita styrki?

Jú, af því það kæfir allar góðar hugmyndir í fæðingu með skattlagningu og skrifræði. Styrkir eru hreinlega forsenda þess að komast í gegnum kerfið. Kerfið þarf því að veita styrki.

Skattgreiðendur: Takk fyrir að fjármagna kosningabaráttu einhvers ráðherra.

Styrkumsækjendur sem fengu ekkert: Megið þið éta það sem úti frýs.

Styrkumsækjendur sem fengu eitthvað: Gangi ykkur vel að eyða tíma ykkar í skýrslur til hins opinbera frekar en lausnir á vandamálum.


mbl.is Úthlutar 491 milljón úr Matvælasjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski ástæða þess að VG fá bara 3% í könnunum.

Fólk er ekki að skynja að Samfó er eins.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2024 kl. 21:11

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kommúnismi í sinni tærustu mynd.

Fyrst er skattlagt og síðan úthlutað.

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2024 kl. 00:06

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur:

Samfó+VG er það ekki alltaf frekar svipuð summa?

Gunnar:

Hjartanlega sammála. Fyrst er öllum troðið undir hælinn og svo geta nefndir og stjórnmálamenn ákveðið hverjir fái að ná andanum.

Geir Ágústsson, 6.6.2024 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband