Hægris­innaður po­púl­ista­flokk­ur

Þegar ég sé blaðamenn kalla einhverja hægrisinnaða popúlista þá staldra ég aðeins við. Þetta er einhvers konar skammaryrði sem á að búa til hugrenningatengsl hjá fólki. Mögulega að mynda einhvers konar neikvæða tengingu við Donald Trump í Bandaríkjunum eða Geert Wilders í Hollandi. Einhvers konar fýlusprengja. 

Hægris­innaður po­púl­ista­flokk­ur, oj bara!

En þessi aðferðafræði - að reyna mynda neikvæð hugrenningatengsl við meinta popúlista - virkar ekki lengur. Geert Wilders er sennilega valdamesti þingmaður Hollands. Donald Trump er sigurstranglegastur í forsetakosningum Bandaríkjanna í nóvember. Kjósendur eru að breyta um stefnu. Þeir eru að hafna óheftu flæði innflytjenda, glórulausri sóun á fé til að breyta veðrinu og orkuskorti. Evrópusambandið á ekki framtíðina fyrir sér, NATO hefur verið afhjúpað sem árásarbandalag, Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin eru tæki í höndum stjórnlyndra milljarðamæringa, og við ætlum ekki að borða pöddurnar.

Kallaðu þetta hægri popúlisma eða hvað sem er. Að mínu mati er þetta viðspyrna. Kannski hittir hún ekki í mark að öllu leyti, og getur auðvitað sveiflast of langt til baka, en merki um að stjórnmálastéttin hefur aftengst venjulegu fólki, og í lýðræði þýðir það að valkostir myndist við meginstefið.

Tungutak blaðamanna er ekki saklaust val á vel skilgreindum orðum. Nei, því er ætlað að hafa áhrif á okkur, og vera skoðanamyndandi. Þetta gekk vel lengi vel, en ekki lengur.


mbl.is Nigel Farage gefur kost á sér og leiðir flokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Populismi er náttúrlgea bara sú stefna að veita fólkinu það se það biður um, það sem það vill.

Maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna menn sem þykjast vera svona lýðræðissinnaður setja sig upp á móti þvi.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.6.2024 kl. 19:30

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Lýðhyggja er góð íslensk þýðing á enska orðinu populism, en það virðist ekki vera mikið notað. Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson sagði í viðtali á RÚV árið 2020 að "margir teldu að lýðhyggja eða popúlismi væri uppnefni en fyrir stjórnmálafræðinga væri það merkimiði, eins og til dæmis sósíalismi og kapítalismi."

Það gleymist stundum að stjórnmálamenn á vinstri vægnum geta líka verið lýðhyggjusinnar.

Wilhelm Emilsson, 3.6.2024 kl. 21:58

3 identicon

"NATO verið afhjúpað sem árásarbandalag" Ekki veit ég hvað þú hefur verið að reykja, en það hefur augljóslega rænt þig því litla viti sem þú hafðir.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.6.2024 kl. 05:59

4 identicon

Bjarni,

Líbýa, Írak, Afghanistan, Sýrland; óþarfa árásar og eyðingarstríð Nato.

Úkrainia er útþensla vestrænna fjármagnseigenda til austurs. Ukraina er í raun nýlenda þeirra. Já, Nató hefur breyst í árásarbandalag. 

Bragi (IP-tala skráð) 4.6.2024 kl. 12:20

5 identicon

Bragi, ekkert af þessu tengist NATO.  Það eru  bara 2 stríð sem NATO hefur átt formleg aðild að. Afganistan og svo ein loftárá á Serbíu.  Allt upp talið.

Hafðu þínar staðreyndir á hreinu áður en þú byrjar að gjamma.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.6.2024 kl. 12:37

6 Smámynd: Geir Ágústsson

NATO talar reyndar ekki um árásir (attacks) eða innrásir (invasion) heldur "aðgerðir" (operations) og "inngrip" (interventions).

NATO's Victory in Libya: The Right Way to Run an Intervention - Atlantic Council

En þetta er bara leikur að orðum eins og "sérstakar hernaðaraðgerðir" Pútíns, sem við köllum innrás.

Geir Ágústsson, 4.6.2024 kl. 12:45

7 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Donald Trump er í framboði fyrir sjálfan sig og hefur að mestu leyti steingelt Repúblikanaflokkinn svo þar er lítið eftir annað en hálfvitar.  Þingflokkurinn er skíthræddur við Trump, vill ekkert með hann hafa, en samt verður hann forsetaframbjóðandi án keppinauta innan flokksis og ræður öllu innan flokksins á þingi.  Svokallaðir mótframbjóðendur hafa allir lufsast til að draga sig til baka, sem betur fer kannski því sumir amk voru enn tæpari en hann og þá mikið sagt!  Trump gæti alveg eins hafa boðið sig fram fyrir Demokrata 2016 því hann hefur alltaf verið pólitískt viðundur og verði hann kosinn forseti verður hann, að því er ég best veit, fyrsti dæmdi glæpamaðurinn sem kemst í æðsta embætti hér vestan hafs.  Bandaríska þingið er í aljörri upplausn og kemur litlu, sem engu í verk vegna hreðjataks Trumps á örfáum einstaklingum í þinginu, sem hóta uppreisn og að bola burt þingforsetum ef þeir gera nokkuð að gagni.  Ef Trump verður forseti, má segja að hann ráði öllum þáttum Bandarísks stjórnarfars, forseta, þingi og hæstarétti og þá erum við komin með elliæran hálfvita sem einræðisherra.  Þá verður gaman að lifa!  Það má eiginlega segja að hvernig sem hlutirnir fara á næstu árum, þá leið þessi "mikla tilraun" í lýðræði hér í Bandaríkjunum undir lok um miðjan síðasta áratug og nú verður þetta bara útibú frá nýja Sovéti Pútíns og gömlu kommanna í Kreml, sem fólk yst á hægrivængnum hefur verið alveg ólmt að komast í undanfarin ár, sem sýnir grunnhyggnina í allri sinni dýrð.  

Arnór Baldvinsson, 4.6.2024 kl. 15:19

8 identicon

Ekki hreðjartak Arnór.  Það er "grap them by the pussy" svo vitnað sé beint í alheimleiðtoga heilalausu hálfvitanna.

Merkilegt að þjóð með 350 milljónir íbúa skuli ekki getað valið sér frambærilegri kandidata en tvo elliæra fauska.

Bjarni (IP-tala skráð) 4.6.2024 kl. 17:03

9 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Lýðsæld.

Eitthvað annað en múgsefjun (subliminal mass suggestion) sem Íslenskur sósíalismi lifir á.

Reiknið smá tölfræði og snúið henni við og takið með þá sem sniðganga og þér finnið út að á bilinu 70 til 80 prósent kjósenda hafa ekki viljað neinn þeirra forseta sem vinstri elítan hefur kokkað upp síðan 1968.

Guðjón E. Hreinberg, 4.6.2024 kl. 17:43

10 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Byrjið á að þýða Lýðsæld (Populism) og bera það með stolti. En það þora ekki "nútíma íhaldsmenn" ...

Guðjón E. Hreinberg, 4.6.2024 kl. 17:44

11 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

það->því - afsakið -vantar leiðréttinga hnappinn.

Guðjón E. Hreinberg, 4.6.2024 kl. 17:44

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Arnór,

Þú ert eitthvað að ýkja þarna. Maðurinn var forseti í 4 ár og það eina sem breyttist var að Bandaríkin hófu engin ný stríð.

Geir Ágústsson, 4.6.2024 kl. 18:41

13 identicon

Bjarni, ég held að þú sért aðal gjammarinn. Mörg ríki Evrópu tóku þátt í loftárásum á Líbýu; meðal annars Danski flugherinn. Loftárásir á Serbiu vor fjölmargar.  Í Afghanistan voru flestöll ríki Evrópu í stríðsaðgerðum. Segðu mér hvernig það tengist vörnum Evrópu? Það sama á við um Írak: segðu mér hvernig árásarstríð USA og "coalition of the willing" á Írak tengist vörnum Evrópu. Segðu mér hvers vegna nauðsynlegt er að þenja þetta bandalag endalaust út alveg up að landamærum Rússlands og víðar. Hvað hefur Georgia að gera með varnir Evrópu? Af hverju var svona lífsnauðsynlegt að fá Ukrainiu í Nató? 

Bragi (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 11:01

14 identicon

Bragi, hvað svosem gerist í hinum stóra heimi þá hafa bara tvær aðgerðir verið gerðar í nafni NATO.  Innrásin í Afganistan í kjölfar hryðjuverkaárásana á BNA 2000 og svo loftárásana á Serbíu í kjölfar fjöldamorða á 8.000 karlmönnum og drengjum í Sebrenica 1994.

Hvaða skoðun sem þú hefur á fjöldamorðum þá þá þykir mér vænt um til sé veldi sem reynir að stöðva hamslausa morðhunda.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 14:11

15 identicon

Svo við höldum þessu þrasi áfram þá er ekki spurnigin hvers vegna NATO þrengir að Rússlandi heldur af hverju öll ríki í nálægð við Rússland sækjast eftir aðild að NATO. Svarið er einfalt, þau leita eftir vernd frá rússneska djöflinum.  Saga þessara landa hefur verið slík að þau vita að ógnin kemur frá rússaruslinu.    Þess vegna er NATO sætasta stelpan á gólfinu, ekki Troddíana "hendi þér útum gluggan ef þú ert með kjaft" Ivanova.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 14:37

16 identicon

Ég held að þú ættir að skoða út á hvað Rússahatur þitt gengu. Rússar hafa átt ríkan þátt í Evrópskri menningu og eru ekki vont fólk. Pútin hefur verið gerður að djöfli vegna þess að hann þjóðnýtti eignirnar sem stórfyritæki á vesturlöndum höfðu sölsað undir síg á Yeltsin tímanum. Hann kom í veg fyrir að Rússland væri gert að hjálendu multi-corporations (að allur auður rynni úr landi). 

Rússar hafa viljað eiga í góðu sambandi við Evrópu og Bandaríkin, en það hefur ekki gengið eftir vegna þess að stríðshaukar USA þurfa óvin og markmið þeirra er heimsyfiráð og til þess verða þeir að EIGA Rússland. Ut á það gengur stríðið í Ukrainu.

Það þýðir ekki að segja að árásin á Líbýu hafi ekki verið í nafni Nató - það voru mörg Nató lönd sem unnu þann verknað, og loftáráirnar voru vel yfir hundrað.

Mörg austur evrópulönd sem gengu í Nató eru ekki sátt hvernig bandalagið starfar í dag og hafa til dæmis Ungverjar sagst ekki munu taka þátt í hernaði gegn Rússum (það þýðir ekki að segja að Orban sé fasisti eða annað fábjána-komment).

Þú gefur í skyn að BNA (og Nató kjölfarið) hafi ráðist á Afghanistan vegna tvíburaturnanna. Það er nú bara bjánaskýring sem kemur væntanlega frá bandarískri "frétta"stöð. Þú ættir að kynna þer málin betur - og kannski leita þér meðferðar við þennan leiðindahatur sem þú berð á borð. 

Bragi (IP-tala skráð) 5.6.2024 kl. 23:07

17 identicon

Rússar vilja góð samskipti við Evrópu og því var, í kjölfar þessara vinaþels við Evrópu kjörið að gera innrás í Úkraínu. Vá hvað þú ert heimskur.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.6.2024 kl. 00:51

18 Smámynd: Guðni Björgólfsson

Sæll Geir.

Fátt er heppilegra en að líkja pólitískum andstæðingi við tækifærissinna sem ekkert er mark takandi á;svikahrapp sem lýgur jafnt að sjálfum sér sem öðrum, elsta trixið í bókinni!

Þakka þér fyrir ágæta grein um þetta efni.

Guðni Björgólfsson, 6.6.2024 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband