Var Guðni góður forseti?

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er frekar óumdeildur. Hann fær að yfirgefa embætti forseta án gagnrýni og taka alla skrýtnu sokkana með frá Bessastöðum án athugasemda.

En hann var lélegur forseti. Mögulega eins lélegur og þeir gerast.

Hann tók fullan þátt í aðförum yfirvalda að réttindum fólks á veirutímum. Ekki stakt varnaðarorð, að því er ég veit, til framkvæmdavaldsins um að fara varlega með valdheimildir - löglegar og aðrar - og ekki stakt orð til varnar ungum börnum sem voru meðhöndluð eins og holdsveikissjúklingar. Auðvitað voru fjarlægðarmörk lítill vandi fyrir Bessastaði, vel utan við tveggja metra fjarlægðina frá mannlegu samfélagi, en forseti hefði átt að sjá stærri mynd en það.

Hann sagði ekki orð þegar íslenskir skattgreiðendur fengu það verkefni að fjármagna stríð Bandaríkjamanna við Rússa í gegnum strengjabrúðustríðið í Úkraínu. Hann hefur raunar ekki haft neina skoðun á neinum stórum málum.

Hann er sennilega frægustur fyrir sokkaval sitt. Á legsteininn mætti skrifa: Guðni sokkaforseti. Allir myndu skilja það. Það var ekkert annað.

Ég skil vel að hlédrægur fræðimaður hafi átt erfitt með sviðsljósið sem hann bauð sig þó fram í, af einhverjum ástæðum. En þótt enginn hafi búist við miklu þá fengu þeir enn minna en það.

Vonandi er nýr forseti af allt öðru tagi: Opinskár, drífandi og með áhuga á að töluð orð hans fái meiri athygli en val á sokkum.

Það er gott að Guðni ákvað að láta sig hverfa. Það er gott að í staðinn hafi valist andstæða hans.


mbl.is „Þú verður góður forseti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hann lét heldur ekki sjá sig þegar íslenska karla landsliðið í fótbolta lék opnunarleik á HM í Rússlandi á móti Argentínu og Hannes varði víti frá Messí. Var aldrei spurður af hverju???

Sigurður I B Guðmundsson, 2.6.2024 kl. 20:00

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Er ekki bara málið að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi

eins og er í frakklandi?

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2908/

Dominus Sanctus., 2.6.2024 kl. 20:04

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Guðni forseti undirritaði 3. orkupakka ESB án þess að hika. Það var fallega gert gagnvart ríkisstjórninni en svik við fullveldið og íslensku þjóðina.

Júlíus Valsson, 2.6.2024 kl. 20:40

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Guðni forseti vildi láta útskúfa mig frá samfélaginu.

Andksotinn hirði hann.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2024 kl. 20:42

5 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég kaus hann ekki vegna þjónkunar hans við samkynhneigð sjónarmið: 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/08/06/vonast_eftir_homma_i_landslidid/

Dominus Sanctus., 3.6.2024 kl. 10:44

6 identicon

Guðni var litlaus og óminnistæður, farið hefur fé betra.  Eingöngu minnistæður fyrir sokkana.  Sú nýja á eftir að vera enn verri.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.6.2024 kl. 11:06

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Just Being there.

Birgir Loftsson, 3.6.2024 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband