Tókst loksins að losna við Katrínu Jakobsdóttur

Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins Íslands. Kjósendur náðu á seinasta augnabliki að forða Íslendingum frá því að Katrín Jakobsdóttir yrði kjörin. Stuðningsfólk annarra frambjóðenda sem höfðu mælst háir í könnunum völdu í kjörklefanum að styðja frekar við Höllu til að koma loksins Katrínu Jakobsdóttur af sviðinu. Það tókst sem betur fer.

Ekki að Katrín hefði endilega þýtt einhverjar hörmungar fyrir Íslendinga. Völd forseta felast aðallega í því að hleypa kjósendum stöku sinnum að ákvarðanatöku þingsins. Kannski of oft, kannski of sjaldan. Sem talsmaður Íslendinga erlendis myndi fátt breytast frá því sem nú er: Talað um að skipta frá olíu í rafmagn en í framkvæmd að láta hið gagnstæða gerast. 

Núna er leitin hafin að einhverju feitu starfi fyrir Katrínu í útlöndum, á kostnað skattgreiðenda, en skattfrjálst. Kannski Sameinuðu þjóðirnar geti tekið við henni, eða Evrópusambandið ef því er að skipta. Kannski NATO, til að fullkomna kaldhæðnina. 

Ég held að Halla Tómasdóttir muni ekki halda kjafti í embættinu, sem er gott. Hún ætlar að vísu ekki að vera öryggisventill en hún segist munu tjá sig um umdeild mál þegar þannig liggur á henni og er opin fyrir því að hleypa landsmönnum að ákvarðanatöku þingsins. Þetta verður engin skelfing. Henni óska ég til hamingju með kjörið.


mbl.is Halla Tómasdóttir kjörin forseti Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Halla T virkar á mig dálítið eins og Vigdís Finnboga. Bara án skógræktar. 

Ragnhildur Kolka, 2.6.2024 kl. 11:34

2 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Kæmi mér ekki að óvart,ef þeir opni ekki sendira í Úkraínu fyrir Katrínu. Hún og Bjarni Ben kunna svo vel við Forsetam þar. Henn getur þá reglulega heimsótt sendiráðið þar og náð í tekkann sinn fyri vopnakaupum.

Haraldur G Borgfjörð, 2.6.2024 kl. 13:36

3 identicon

Bjartsýnn. Nei við erum ekki laus við hana. Ríkisstjórnin eða Bjarni Ben. á eftir að finna gott embætti fyrir hana svo hún komist á ríkisspenann fyrir lífstóð. Dólgur í henni að þiggja biðlaun eftir uppsögn á starfi. Misnotkun á biðlaunaréttinum, venjulegur launamaður fær ekki slíkt. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2024 kl. 15:07

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Betur fór en á horfðist.

Nú þarf bara að senda Kötu til Kharkiv, og allt er gott.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.6.2024 kl. 18:13

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þakka athugasemdirnar.

Auðvitað erum við ekki laus við Katrínu. Hún er ennþá ung og orkumikil, heillandi og geislandi, klár og mælir vel. Hún verður í andlitinu á okkur næstu áratugi, jafnvel þótt hún fái Ingibjörg Sólrún meðferðina og er send í fjarlæg heimshorn til að angra okkur minna. 

En á meðan hún fær sínar 2-4 milljónir á ári fyrir að gera eitthvað, eða ekkert, en fær þær án aðskomu að rekstri íslensks samfélags, þá er það kannski bara bónus. Eða eins og eitt frægt lögmál, The Peter Principle, segir: Fólk er hækkað í tign þar til það verður óhæft til að sinna stöðu sinni.

Peter principle - Wikipedia

Það lækkar ekki í tign í kjölfarið, né hækkar frekar, heldur fær að halda sínum stalli.

Hver endar stallur Katrínar á að vera?

Geir Ágústsson, 2.6.2024 kl. 18:15

6 identicon

Eins og fyrri daginn erum við ósammála.  Útrásardrottingin er nú orðin forseti Íslands.  Sá frambjóðandi sem ég hafði mest óþol fyrir. En svona er lýðræðið.  Eitt er gefið að þessi útrásartík verður aldrei minn forseti

Bjarni (IP-tala skráð) 2.6.2024 kl. 18:16

7 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þetta er ósigur fyrir þjóðina að Davos genginu hafi tekist að klófesta forsetaembættið. Ég get ekki betur séð en að við sauðsvartur almúginn séum algerlega varnarlaus gagnvart alþingi Íslands. Það þrengist stöðugt hagur almennings sem er þegar orðinn óbærilegur fyrir stóran hluta þjóðarinnar. Það stefnir hraðbyri í að helmingur þjóðarinnar verði leiguþý sem er hagur fyrir einhverja aðra en fólkið. Á meðan helmingur þjóðarinnar nær ekki endum saman þá kaupum við vopn til að drepa fleiri eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta eru stórar upphæðir en blikna þó í samanburði við loftslagshítina og flóttamannahjálpina. Fólk sem sér ekki hvernig þessi valdaklíka vinnur stöðugt geng okkar hagsmunum hljóta að vera staurblindir eða í einhverskonar dáleiðslu.

Kristinn Bjarnason, 3.6.2024 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband