Bókun 35 og ásælnin í Ísland

Ég fylgist með öðru auganu með undanfara forsetakosninga á Íslandi. Ég segi með öðru auganu því þegar ég ætlaði að athuga hvort ég gæti ekki skráð mig sem kjósanda þá kemur í ljós að umsóknarfrestur fyrir slíkt, fyrir mig sem hef búið erlendis lengi og ekkert kosið í 25 ár, rann út í desember, löngu áður en forsetakosningar voru svo mikið sem á dagskrá. En hvað um það.

Eitt af því sem þessir frambjóðendur tala lítið um, nema Arnar Þór Jónsson (sem ég hefði kosið ef ég gæti), er svokölluð bókun 35. Um hana hefur eitthvað verið rætt en voðalega lítið í raun, miðað við þýðingu hennar. Það er athyglisvert. Hún er svohljóðandi:

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Eða eins og lögfróðari maður en ég hefur sagt: Ekki verður lengur um það að ræða að ný lög gangi framar eldri lögum, gefið að eldri lög innleiði tilskipun ESB, í gegnum EES-samninginn.

Eða með öðrum orðum: Alþingi er hérna að leyfa sér að framselja vald til útlanda, þvert á fyrirmæli stjórnarskrár.

En um þetta tala fáir og segja jafnvel að þetta sé ekki rétt túlkun. En lestu nú bara orðin. Þarna gæti alveg eins staðið:

Ef þú flytur inn í íbúð sem er með gula veggi, og þig langar að mála þá hvíta, þá skulu þeir áfram vera gulir, af því að þú ræður ekki. Ef þeir eru hvítir, en það stendur á einhverjum miða að þeir eigi að vera gulir, þá mætir málarinn og málar þá gula.

Eða þannig skil ég það.

Enginn forsetaframbjóðandi, nema Arnar Þór Jónsson, hefur spáð í þennan leik Alþingis. Þar á bæ eru menn á fullu að hita okkur upp fyrir frekari völd og áhrif ÉSB, NATO og annarra samtaka, með lymskulagi tali um samþættingu. Það er jú stríð í Úkraínu, verðbólga, veira og samkeppni frá Bandaríkjunum! 

Það má svo sem deila um ágæti þess að forseti neiti að skrifa undir lög og velji að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslu, þótt mér finnist það vera hið besta mál og tel söguna hafa kennt okkur það. Þetta er nú ekki verra en svo að lögin taka gildi þar til þjóðaratkvæðagreiðslan er gengin yfir, og standa þá eða falla. Gott ef Svisslendingar eru ekki með svipað kerfi og halda fast í.

Oftast sinnir forseti fyrst og fremst því hlutverki að klippa á borða og mæta á íþróttamót krakka. En stundum þarf forseti að dusta rykið af stjórnarskránni og beita sér. Það er mögulega bara 1% af tíma hans, eða minna, en sé hlutfallið 0% þá eru Íslendingar í vondum málum, og íslenska hlaðborðið opnast fyrir útlendinga í leit að auðlindum og mögulega - með tíð og tíma - fersku blóði á vígvellina.

Sérstaklega skoðað í ljósi þess að Íslendingar eru að innleiða reglur Evrópusambandsins með mun veigameiri hætti en ríki Evrópusambandsins. 

Er þá ekki bara ágætt að setja þessa bókun 35 í tætarann með hjálp forseta?

Forseta sem skilur þann leik sem verið er að leika, sem um leið er hættuspil.

Það finnst mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Ég er í sömu stöðu og þú,Geir. Ég get ekki kosið Arnar Þór af sömu ástæðu og þú. Það er alveg furðulegt að íslenskir ríkisborgarar geta ekki kosið, þó svo við búum erlendis.Hvaða rugl og þvæla er þetta.þott við búum erlendis, þá er það ekki að því að okkur þykir ekki vænt um okkar land. Í mörgum tilfellum eigum við stór fjölskyldur heima Íslandi sem ökkur er annt um og auðvita viljum við allt það besta fyrir okkar fjölskyldur og reyndar alla þjóðina. Nei það á að útskrifa Íslenska ríkisborgara sem búa erlendis. Katrín og hennar ríkisstjórn ákvað að fella niður persónuafsláttinn um næstu áramót, svo það sé meiri peningur fyrir þessi palitinu snykjudyr, loftlags vitleysuna, vopnakaup til Úkraínu og hryðjuverkasamtökin í Palestínu. 

Haraldur G Borgfjörð, 31.5.2024 kl. 02:06

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Halla Hrund talar fjálglega um að forseti eigi að vernda auðlindinar

en ekkert dæmi er um að fyrrverandi forsetar hafi talið sig hafa vald til þess

og miðað við hversu mikið er talað um þennan málskostsrétt forsetans þá mætti halda að hann vísaði málum til þjóðarinnar í hverjum mánuði en ekki einu sinni á hundrað ára fresti

Grímur Kjartansson, 31.5.2024 kl. 07:07

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er athyglisvert að fylgjast með hvernig forsetinn er valinn út frá skoðanakönnunum. Nú er búið að greina kjarnann frá hisminu og eftir standa þrjú falleg úlfabros á vegum WEF. Það er enginn annar sjáanlegur tilgangur með þessum framboðum en að tryggja framsal Íslands. Það hefur sennilega aldrei í sögu Íslendinga verið meiri þörf á alvöru forseta sem getur á ögurstundu stöðvað hið gerspillta alþingi og núna.

Kristinn Bjarnason, 31.5.2024 kl. 07:23

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Góður pistill og sannur. Íslendingar eru rolur.

Júlíus Valsson, 31.5.2024 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband