Tilgangslausar vottanir á kostnað neytenda og skattgreiðenda

„Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekk­ert gera fyrr en öll leyfi eru komin.“

Þetta sagði Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, í viðtali árið 2011. Óhætt er að fullyrða að þessi þróun hafi haldið áfram á fullri ferð síðan þá. Sífellt er líka bætt við kröfulistann sem endar á að vera fjármagnaður af neytendum og skattgreiðendum.

Ein af nýjustu vitleysunum er svokölluð jafnlaunavottun. Henni er svo lýst:

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. ... Með innleiðingu hans geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun. Jafnlaunastaðalinn ÍST 85 ...

(Ég hætti að lesa þegar ég sá að það er til íslenskur „jafnlaunastaðall“. Hjálpi mér!)

Núna hefur alþingismaður afhjúpað þessa svokölluðu vottun sem gagnslausan pappír og ætlar að berjast fyrir því á þingi að þessi vottun hætti að vera barefli í höndum ríkisins og verði þess í stað að valkvæðri peningasóun fyrir fyrirtæki og opinbera aðila, eða jafnvel afnumin með öllu.

Mikið var hressandi að sjá það!

Það er nefnilega svo að þegar hið opinbera hefur innleitt eitthvað að þá er nánast ómögulegt að losna við það. Herskarar ráðgjafa, opinberra embættismanna og svokallaðra sérfræðinga fá sitt lifibrauð af því að selja þjónustu sína til að uppfylla hinar ónauðsynlegu kröfur, og vitaskuld spyrna þeir við fótum. Þeir sem hafa eytt stórfé í ekki neitt vilja ekki sjá þá eyðslu tapast í klósettið. Hagsmunir hafa myndast sem er auðvitað reynt að halda í.

En minnumst nú orða Helga í Góu. Einu sinni var hægt að opna rekstur og þurfa svo að sæta eftirliti. Núna þarf að vera milljónamæringur til að geta byrjað að steikja kjúkling. Síðan, ef vel gengur, þarf að votta sig hægri og vinstri til að forðast sektir. Loks þarf að þola kvartanir viðskiptavina sem halda að hækkandi verðlag megi skrifa á eitthvað annað en aukinn kostnað og minnkandi samkeppni.

Er ekki bara best að gerast opinber starfsmaður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Góðu fréttirnar í þessu eru að það er þó einhver þarna að berjast fyrir hagsmunum okkar, en ekki gagn þeim eins og venjulega.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.5.2024 kl. 20:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Var ekki jafnlaunastefna einu sinni kölluð sósíalismi?

Guðmundur Ásgeirsson, 21.5.2024 kl. 21:05

3 identicon

Við skulum ekki gleyma regnbogavottun...leikskólar í Reykjavík hampa því eins og hverju öðrum verðlaunapening. Enn eitt bullið þegar alls konar vottanir eru annars vegar. En menn borga glaðir af almannafé í svona þvælu.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2024 kl. 22:25

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef rétt er munað þá er jafnlaunavottunin eina afrek Viðreisnar á örstuttri setu í ríkisstjórn. Ja, fyrir utan aðkomuna að verstu útlendingalöfgjöf á norðurhveli jarðar.

Ragnhildur Kolka, 21.5.2024 kl. 22:42

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er af mörgu að taka en ég held að

KYNJAKRÓNUR
Handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð

Hafi nú verið verri en Jafnlaunavottunin


Kynjakrónur. Handbók um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð (stjornarradid.is)

Grímur Kjartansson, 22.5.2024 kl. 07:20

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Get tekið undir það, Grímur, en "Kynjakrónur" er alfarið í eigu Samfylkingarinnar ekki Viðreisnar.

Ragnhildur Kolka, 22.5.2024 kl. 10:45

7 identicon

WEF konurnar þrjár sem eru í forsetaframboði styðja eflaust allt þetta reglugerðar-fargan í nafni "jafnréttis", loftslagsbreytinga, - fullkomnun heimi sem þær þykjast sjá fyrir sér.

Bragi (IP-tala skráð) 22.5.2024 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband