Samsćriskenningar fjölmiđla

Ţađ er erfitt ađ skilja alla umrćđu um Rússland. Einn daginn eru ţeir ađ tapa í stríđi, ţann nćsta ađ sćkja fram. Ţeir eru ýmist á kúpunni eđa ađ raka inn seđlum. Eina stundina eru ţeir óskipulagđir, ţann nćsta ađ eyđileggja evrópska innviđi án ţess ađ skilja eftir sig nein sönnunargögn. Ţeir eru vinalausir en samt í fararbroddi samtaka sem hafa ekki undan ađ taka viđ nýjum međlimum.

Auđvitađ fer margt í gegnum fingur forsetans ţar í landi, oft vafasamt, glćpsamlegt og hrottafengiđ, en slíkt er hvorki einsdćmi né í mörgum tilvikum fréttnćmt miđađ viđ margt annađ sem fer fram í heiminum. 

En tökum dćmi, sem stendur mér ađ sumu leyti nćrri: Eyđilegging á gasleiđslu á milli Eistlands og Finnlands, hin svokallađa BalticConnector gasleiđsla. Hún var byggđ áriđ 2019 og hleypir svolitlu gasi á milli ríkjanna tveggja. Ţegar hún rifnađi vegna akkeris ţá slokknađi ekki á einu ljósi í hvorugu landi. Gasverđ hćkkađi kannski, stađbundiđ, til skamms tíma. 6 mánuđum seinna var búiđ ađ laga leiđsluna.

Myndi Rússland, eđa Kína ef ţví er ađ skipta, virkilega leggja á sig háleynilega ađgerđ til ađ framkvćma svona algjörlega áhrifalaust skemmdarverk og hćtta öllu í leiđinni? Hćtta á hefndarađgerđir? Á fordćmingu?

Miklu líklegra er ađ skipstjóri hafi klúđrađ sínum málum og freistađ ţess ađ láta sig hverfa til ađ lenda ekki í vandrćđum, nokkuđ sem er vel ţekkt (enda slípa menn stundum allar áletranir af akkerum sínum til öryggis ef ţađ veldur einhverjum skađa).

En hvađ segir blađamađur okkur?

Í um­fjöll­un Wall Street Journal er tekiđ sem dćmi kín­verska skipiđ New­new Pol­ar Bear, en rann­sak­end­ur töldu skip­verja hafa skoriđ á gas­leiđsluna Balticconn­ector síđasta haust ţar sem hún ligg­ur frá Finn­landi og suđur til Eist­lands yfir Kirjála­botn. Skip­inu stýrđi rúss­nesk áhöfn.

Kannski má deila um orđiđ „skoriđ“ hérna. Akkeri geta krćkt sig á rör og ef skipiđ heldur áfram ađ sigla ţá er hćgt ađ rífa gat á röriđ. Oft eru rör grafin í hafsbotninn til ađ minnka líkur á ţessu, en ekki í tilviki BalticConnector. Sennilega var röriđ hannađ til ađ standast einhvers konar átök viđ bćđi akkeri og troll fiskiskipa en ađ skip dragi á eftir sér akkeri án ţess ađ nokkur verđi var viđ ţađ ţekkist eins og íbúar Vestmannaeyja fengu ađ kynnast í vetur.

Svo ég ćtla ađ leyfa mér ađ blása á ţessa samsćriskenningu. Hún er byggđ á fjarstćđukenndum forsendum og af töluverđri vanţekkingu. Ţađ er af nćgu ađ taka ef menn vilja skamma Rússa fyrir eitthvađ, en verum raunsć: Rússagrýlan ber ekki ábyrgđ á öllu sem aflaga fer. Á sumu, vissulega, en ekki öllu.


mbl.is Rússnesk fingraför sjást víđar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband