Skipta tónlistarmenn einhverju máli?

Tónlist er góð afþreying. Hún getur róað, hraðað, fengið hugann til að slaka á eða fara á fulla ferð. En skiptir hún einhverju máli nema sem afþreying og mögulega meðal til að hafa áhrif á hugann? 

Hvað með hugsanir? Skoðanir? Hafa tónlistarmenn einhverju hlutverki að gegna þar?

Já, auðvitað, ef þeir vilja.

Margir tónlistarmenn eru raunar mjög stórvirkir greinendur á samfélagið og miðla greiningu sinni með tónlist sem er frábært ef vel tekst til.

En er eitthvað í tónlist dagsins í dag sem býður upp á slíkt?

Ég viðurkenni að hafa frekar staðnaðan tónlistarsmekk. Ég hlusta ennþá á Metallica og The Prodigy. Við slíka hlustun nýlega datt mér í hug að ég væri mögulega undir miklum áhrifum frá þessum tilteknu hljómsveitum.

Tökum sem dæmi lagið The Law frá The Prodigy. Á yfirborðinu er kallað á uppreisn gegn lögum yfirvalda (fuck´em and their law). Lagið kom út á miklum umbrotatímum í bresku samfélagi, en las svo nýlega að þetta var líka tímabil þar sem yfirvöld voru að reyna koma í veg fyrir ákveðnar samkomur ungmenna og lagið beint ákall um að spyrna fótum gegn slíkum tilraunum. Kannski svolítið eins og tónlistarmenn hefðu átt að gera á veirutímum ef þeir væru ekki svona hræddir. 

Annað dæmi er frægt lag Metallica, Master of Puppets. Þetta lag talar um stjórn á öðrum, hvort sem það er fíkn eða valdboð, og ákall um að rífa sig frá slíkri stjórn. Metallica hefur líka ráðist á þörf okkar til að vera í endalausum stríðum og reyna takmarka frelsi annarra til orða og gjörða.

Kannski eru breyttir tímar í dag. Stærstu nöfnin í tónlistinni vilja kannski ekki vera á milli tannanna á fólki (bara í innkaupakerru þess). Er það rangt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef fólk er svo ósjálfstætt, svo reikult í skoðunn sinni að það láti aðra segja sér hvaða skoðun það á að hafa þá hafa tónlistamenn mögulega áhrif. Tíðarandinn er ekki skapaður af tónlistarmönnum, þeir eru bara túlkendur hans.

Lennon og Dylan eða aðrir sköpuðu ekki 68 kynslóðina, hún var sjálfsprottin og þeir voru bara hennar málpípur.

Sá sem lætur aðra segja sér hvaða skoðun hann eða hún á að hafa eru aumkunarverðir afglapar.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.5.2024 kl. 19:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarni,

Á meðan ég er sammála þessu þá er auðvitað til sú hugsun að ef einhver byrjar að ýta af stað snjóbolta og annar hvetur marga til að sjá gagn í því þá myndast stór hreyfing úr lítilli. Svo er auðvitað ákveðið vandamál í því hvað fjölmiðlar bera á torg takmarkað úrval hugmynda og hvernig er hægt að auka úrvalið þar.

Geir Ágústsson, 20.5.2024 kl. 20:02

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tónlistamenn eru menn, auðvitað, og misjafnir eins og þeir eru margir.  Hvað þeim finnst er auka-atriði.  Þó það vilji laumast í textana: https://www.youtube.com/watch?v=qr_F_XQrukM

og hér: https://www.youtube.com/watch?v=dNt4NIQ7FTA

Og hér: https://www.youtube.com/watch?v=YyAumYg5Hxc

Höfðar til einhverra.

Tónlist sem slík finnst mér aftur hafa staðnað.  Rokk alveg sérstaklega, virðist hafa verið eins síðan 1982.

Þeir á Xinu hafa verið iðnir við að grafa upp eldgamalt rokk, og það hljómar alveg eins og nýja stöffið.

"tik tik tik hvísl hvísl" músíkin er nýjust, held ég.  Ekki minn tebolli.

Gervigeind skapar svo ekkert: https://www.youtube.com/watch?v=wPlOYPGMRws tekur bara það sem fyrir er og vinnur með það.  Þetta er semsagt gervigreind sem hljóðfæri.  Sem er ein leið til að gera þetta.

Hafa ber í huga: Það sem við heyrum í útvarpinu eða er veitt til okkar af algoritmanum á spotify er ekki einu sinni 1% af því sem er til.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.5.2024 kl. 21:42

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Áhugaverðar pælingar hjá ykkur. Sannleikurinn er sá að rokk er ekki staðnað, það er til fullt af skrýtnu rokki sem nær engri hlustun og kemst varla í útgáfu. Ég  og Sverrir Stormsker erum dæmi um hægrisinnaða tónlistarmenn sem hlutu slaufun áður en slaufun varð til sem slík. Ég var ekki sammála femínismanum og Stormsker líka og fleiri.

Jafnvel Útvarp Saga spilar bandarískt popp, rapp og slíkt, smávegis af gömlu íslenzku frá 1960 til 1990, og þannig, en bara í þætti Rúnars Þórs heyrist eitthvað sjaldgæft, og þó kemst heldur ekki allt þangað inn. Hinar útvarpsstöðvarnar eru allir með róbótaval, 99% nákvæmlega sama tónlistin, fólk heilaþvegið.

Ungt fólk er áhrifagjarnt, og 99% af ungu fólki hlustar á eitthvað sem er miðað á þeirra aldurshóp og jafnaldrarnir hlusta á. Það er allt síað af mönnum eins og Gísla Marteini, eða erlendum markaðsfræðingum. 

Svo er til hellingur af hljómsveitum og tónlistarmönnum sem gera nýja og spennandi hluta, en síast í burtu, eins og í Músiktilraunum, margt gott þar.

Ef maður les bækur sem eru 30-50 ára þá er meira frelsi oft þar að finna. 

Guðjón Hreinberg hefur fjallað um þetta. Fólki er stýrt inná ákveðnar brautir, öll menningin er þannig líka - vinstrimafían, það sem henni er skaðlaust nær vinsældum.

Í okkar markaðshagkerfi sem lýtur kommúnisma og þjóðfélagsverkfræði er minna frelsi en fyrir nokkrum áratugum. Hugur mannsins hefur skroppið saman og við erum að líkjast vélmennum æ meira.

Lesið greinar eftir Arnar Sverrison sálfræðing og bloggara. Hann vitnar í rannsóknir sem sýna að fólk verður sífellt heimskara á Vesturlöndum. Það er vegna auðrónanna sem stjórna okkur og forheimska, setur rusl á markaðinn, mótar skólakerfið og slíkt.

Ef tónlistarmarkaðurinn væri ekki í hlekkjum myndu fleiri verða vinsælir. Það ríkir einokun í dag. Bubbi Morthens er einn stærsti einokunarkóngurinn, hann græðir á því og er löngu hættur að gagnrýna nema það sem ríkjandi pólitíkusum hentar.

RÚV hleypir engum að nema þessum síuðu. Netið er fullt af allskonar dóti að vísu en tónlistarmenn ná ekki sömu stærð og áður vegna magnsins sem er í umferð.

Frelsið verður að helsi.

Ingólfur Sigurðsson, 21.5.2024 kl. 16:08

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ingólfur,

Þig vantar pillu af jákvæðni sé ég. Ég er að klára bók þessa dagana sem svo sannarlega er slík pilla:

https://www.amazon.com/Humankind-A-Hopeful-History/dp/B088JQXX99/

Þarna er að finna mjög öfluga röksæmdafærslu fyrir því af hverju fólki líður eins og það vinni tilgangslausa vinnu, hvernig börn eru ekki að læra í skólum annað en að aðlagast stundaskrá og reglum, hvernig fólk hjálpast að þegar þess þarf og hvað er mikilvægt að einfaldlega leika sér, svo eitthvað sé nefnt. Tilgátan er nokkurn veginn sú að fólk er eins og þú telur að það sé - spádómur sem lætur sjálfan sig rætast: Ef þú vantreystir þá uppskerð þú svik, ef þú trúir á það góða þá færðu gott til baka.

Geir Ágústsson, 21.5.2024 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband