Föstudagur, 17. maí 2024
Jaðarinn
Þegar talað er um jaðarflokka er oft hægt að tala um flokka framtíðarinnar.
Í Danmörku var Danski þjóðarflokkurinn lengi kallaður jaðarflokkur. Hann fékk mikið fylgi og loks völdu Sósíaldemókratar og aðrir að taka upp stefnu hans í útlendingamálum til að minnka fylgishrunið. Danski þjóðarflokkurinn hefur misst nánast allt fylgi sitt síðan, en hann mótaði stefnuna.
Í Svíþjóð eru Svíþjóðardemókratar á svipaðri vegferð en hafa þó ekki enn misst fylgi sitt til eftirherma. Hættan á því er þó til staðar.
Í Hollandi blasir við hvernig jaðarinn var í raun framtíðin.
Á Íslandi fylgist ég aðallega með Miðflokknum og hvernig aðrir flokkar dansa í kringum hann, ennþá smeykir við að afrita stefnu hans í útlendingamálum en enda fyrr eða síðar á að gera það þegar þeir sjá hvernig fylgið færist til.
Svipaðar sögur má segja frá Þýskalandi og Frakklandi, og víðar.
Auðvitað tala fjölmiðlamenn og formenn ríkjandi flokka um jaðarflokka þegar þeir hafa misst sjónar á viðhorfum kjósenda. Þetta er ekki hlutlaust hugtak sem þýðir eitthvað ákveðið. Þetta er tálbeita til að lokka kjósendur frá ljósinu.
Þar með er ekki sagt að allir flokkar sem kallast jaðarflokkar eigi skilið athyglina. En þarna ætti opinber umræða, án stimpla og fordóma, að koma til leiks og sía út hismið frá kjarnanum. Engri slíkri umræðu er hins vegar til að skipta. Við erum með valdið, sem stendur saman, og samkeppnina, sem er alls konar.
Þær eru eitthvað að bresta þessar blessuðu stoðir. Almenningur er smátt og smátt að vakna til meðvitundar. Vonum að það gerist áður en allt lýðræðislegt vald hefur verið gleypt af alþjóðastofnunum með svolítið aðrar áherslur en venjulegt fólk.
Geert Wilders tókst að mynda hægristjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Yfirvöld allstaðar eru í einhverjum bergmálshelli núna, þar sem þau fá bara að heyra í einhverjum fámennum en veruleikafyrtum hópum.
Sýnist mér.
Þessir fámennu og veruleikafyrrtu hópar stjórna fjölmiðlunum. Sem er verra.
Niðurstaðan er að hvern sem ég spyr, þá kannast enginn við þau viðhorf sem þeir heyra um í fjölmiðlum, en langar að vera sammála þeim. Þó þau séu framandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.5.2024 kl. 22:44
Ásgrímur,
Ítrekað sannast að sú samsæriskenning að yfirvöld stundi engin samsæri sé röng. Núna skulum við fylgjast með því hverjir eru ennþá að tala um "aðgerðir gegn loftslagsbreytingum" og hvernig þeim fer að fækka. Slíkir einstaklingar eru ekki kosninga- né embættishæfir.
Geir Ágústsson, 19.5.2024 kl. 05:54
Það mun vart vera umdeilanlegt að loftslagið er að breytast af mannavöldum. Hitt er svo allt önnur umræða hvernig beri að bregðast við þessum breytingum, það má svo vissulega deila um það.
Hörður Þormar, 19.5.2024 kl. 11:30
Hörður,
Ég sé að þú tekur Björn Lomborg línuna á þetta sem ég tel vera skárri en margt annað. Hann les vísindagreinarnar að baki háfleygum yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna og finnst að fjárfestingar í aðgerðum "gegn loftslagsáhrifum af mannavöldum" vera einhverju þá mestu mögulega sóun á auðlindum okkar sem um getur. Ég ítreka: Hann trúir því innilega að mannkynið sé að valda hnattrænni hlýnun og hækkandi sjávarmáli en finnst að peningum sé mun betur varið í allt annað en aðgerðir gegn losun á koltvísýringi. Svo sem í lyfjum og varnargörðum.
Geir Ágústsson, 19.5.2024 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.