Fólk sem er vel menntað

Fólk sem er vel menntað hef­ur aukna lýðræðis­lega vit­und og tek­ur betri ákv­arðanir segir Björn Brynj­úlf­ur Björns­son, fram­kvæmda­stjóri Viðskiptaráðs í nýlegu viðtali.

Sennilega standa margir í sömu trú.

Vel menntað fólk reykir síður en annað, hreyfir sig meira, borða hollar, drekkur rauðvín frekar en bjór, lætur bólusetja sig hiklaust og styður við hvaða þau stríðsátök sem yfirvöld hafa valið að klappa fyrir.

Ég er ekki viss. Auðvitað er ekki hægt að alhæfa um alla sem hafa að baki tiltekinn árafjölda í skóla en skólar geta verið tvíeggja sverð. Þeir geta dregið úr gagnrýnni hugsun, stuðlað að hjarðhegðun, þaggað niður í ákveðnum skoðunum og búið til bergmálshella. Vinnustaðir vel menntaðra taka svo við og stuðla að sama andrúmslofti. Ég finn það mjög vel á mínum vinnustað sem er nær eingöngu með háskólamenntað starfsfólk. Allir sprautaðir, kenna Rússum um allt sem aflaga fer og halda að maðurinn sé að breyta veðrinu með bílanotkun.

Það þaggar svo sem enginn niður í mér en ég hef oftar en einu sinni verið kallaður samsæriskenningasmiður og aldrei er það dregið til baka þegar kenningarnar rætast. Þannig er það bara.

Tilgáta mín er þessi: Fólk sem er vel menntað er að leita að öryggi og fyrirsjáanleika. Það telur að menntun leiði til starfsframa og öruggra tekna. Sama hugarfar fær sama fólk til að forðast að rugga bátnum, skapa úlfúð eða skoða aðrar hliðar mála. Það treystir fjölmiðlum og hlustar þegar stjórnmálamenn tala. Það kýs rétt og varðveitir það sem nú þegar er til staðar. 

Ég tengi alveg við sumt af þessu en ekki annað. 

Um leið þekki ég marga sem fóru aldrei alla leið í gegnum háskólanám og eru meðal frumlegustu og klárustu einstaklinga sem ég þekki, og þeir kunna allir að hugsa gagnrýnið og út fyrir rammann, og svo sannarlega að standa á eigin fótum og jafnvel bera uppi aðra. 

Kannski af því að þeir luku ekki námi, en ekki þrátt fyrir það.

Í mörg ár hefur menntun, þ.e. langt bóknám, verið töluð upp sem einhvers konar gjöf í sjálfu sér, og því meira því betra. Kannski er þetta ekki við hæfi lengur. Kannski þarf að byrja efast um gagn og gildi menntunar og byrja að reisa girðingar í kringum hana svo heilaþvotturinn hægi aðeins á sér.


mbl.is Það eigi að meta verðleika til launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill.

Career-ism og að "rugga ekki bátnum" og að sleikja sig upp á toppinn hef ég hvað eftir annað séð í gegnum tíðina.

Bragi (IP-tala skráð) 19.5.2024 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband