Hver er umdeildur og hver ekki?

Forsætisráðherra Slóvakíu, sem er í lífshættu eftir skotárás fyrr í dag, hefur lengi verið umdeildur stjórnmálamaður. Umdeildur segja blaðamenn. Hvaða stjórnmálamaður er ekki umdeildur? 

Ég veit lítið sem ekkert um forsætisráðherra Slóvakíu. Hann virðist vera vinstrimaður af gamla skólanum, harður í horn að taka, ódrepandi í stjórnmálum. Hvað eftir annað veita kjósendur honum umboð til að halda áfram í stjórnmálum og hann tekur sér ýmislegt fyrir hendur.

Umdeildur, kannski. En er það stimpill sem er sérstaklega hannaður fyrir þá sem dansa ekki í takt við þá sjálfsmorðsvegferð efnahags og samfélagsgerðar sem flest Vesturlönd eru á? 

Blaðamaður DV kemst svona að orði:

Gagnrýnendur hans hafa miklar áhyggjur af því að hann færi Slóvakíu frá vesturs til austurs, líkt og kollegi hans Viktor Orban í Ungverjalandi rær öllum árum að.

Ég skil. Óhlýðni við Evrópusambandið og Bandaríkin, kannski? Er það skilgreiningin á því að vera umdeildur?

Annars blasir við að þetta lýðræði fer í taugarnar á mörgum. Ítrekað eru kjósendur staðnir að því að kjósa vitlaust, og velja vitleysinga. Þeir létu sér meira að segja ekki segjast í Eurovision-símakosningunni. Óþolandi kjósendur sem þarf kannski að taka aðeins á. Leyfa þeim bara að kjósa um eitthvað kjaftæði á meðan raunverulegar ákvarðanir eru teknar af ókjörnum embættismönnum.

Þar með er ekki sagt að forsætisráðherra Slóvakíu sé ekki umdeildur. En hver er það ekki? Katrín Jakobsdóttir, ráðherra stjórnlauss innflutnings hælisleitenda? Bjarni Benediktsson, ráðherra vopnakaupa og skuldasöfnunar? Kannski það séu hin óumdeildu mál sem allir eru sammála um. Þeir sem vilja annað eru hættilegur öfgamenn, og auðvitað umdeildir.


mbl.is Robert Fico: Umdeildur forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband