Hlaupaskór og steypuskór

Það eru margir hlutir sem vekja upp hugrenningar um mafíuna. Kannski ekki alltaf mafíuna eins og hún starfar en starfaði í raun, en kvikmyndir og sögur geta stundum búið til ákveðna ímynd af einhverju, rétt eða röng (samanber hornin á hjálmum víkinga - hreinn skáldskapur).

Einn slíkra hluta sem vekja upp hugrenningar um mafínua eru skór úr steinsteypu. Fórnarlömb mafíunnar voru sett í slíka skó og síðan fleygt í vatn til að drekkja þeim. Sennilega gerðist þetta einhvern tímann. Kannski sjaldnar en við höldum.

steypuskor

Við á Vesturlöndum erum núna á fullu að binda á okkur steinsteypuskó. Markmiðið er kannski ekki sjálfsmorð. Markmiðið er kannski að læra synda í slíkum skóm. Það mun samt ekki ganga og afgangur heimsins hlær að vitleysunni. 

Tökum lítið dæmi sem mér barst í skeyti um daginn:

Á Íslandi hafa menn lengi dælt koltvísýringi upp úr jörðinni og notað til að gera gosdrykki svalandi og allt það. Sú borhola annar ekki lengur eftirspurn. Það þarf því að flytja inn koltvísýring. Koltvísýringur er notaður víðar en til framleiðslu á gosdrykkjum, svo sem til að örva vöxt í gróðurhúsum.

Á sama tíma er stórfé eytt í að fanga koltvísýring á Íslandi til að dæla honum í jörðina. 

Það er auðvelt að sjá fyrir sér vörubíla, með erlendan koltvísýring á leið í gróðurhúsin, keyra framhjá dýrum mannvirkjum sem fanga innlendan koltvísýring og dæla ofan í jörðina. 

Á öðrum fætinum er hlaupaskór en á hinum er steypuskór.

Núna veit ég vel að hið opinbera á Íslandi er illa rekið. Ég veit að það er engin heildarmynd í gangi, svo sem að halda úti öflugu atvinnulífi og líflegri verðmætasköpun. Ráðuneytin vinna hver í sínu horni og tala ekki saman, og hið sama má segja um opinberar stofnanir sem geta ekki einu sinni skipst á gögnum. 

En þetta er allt miklu, miklu verra en ég hélt.

Því miður.

En það er hægt að draga eitthvað jákvætt út úr þessu, sem er sú fullvissa að stjórnmála- og embættismönnum er alls ekki hægt að treysta fyrir einu né neinu. Menn þurfa ekki lengur að vera í neinum vafa um það og geta sofið rólega á nóttinni án togstreitu í höfðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Tilgangurinn með ráðuneytum er ráðuneyti.

Eins og ónefndur einstaklingur hefði sagt.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.5.2024 kl. 20:51

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svo má minnast á nýsamþykkt útboð á EES svæðinu um loftmyndatökur af Íslandi. Félagið Loftmyndir mótmælir þessum fjáraustri því þeir hafa myndað allt landið, jafnvel í betri upplausn en útboðið gerir kröfu um, og sá gagnabanki sé öllum aðgengilegur. Hér eru smákóngar komnir í hár saman og niðurstaðan verður eflaust sú að almenningur borgar tvíverknaðinn.

Ragnhildur Kolka, 15.5.2024 kl. 11:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ragnhildur,

Það er alveg stórkostlegt ævintýri: Að borga meira fyrir minna, til að fá lítið fyrir mikið. Lyktin af ókeypis rauðvínsflöskukassa finnst langar leiðir.

Geir Ágústsson, 15.5.2024 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband