Þegar menn slaufa sjálfum sér

Tugir útskriftarnemenda (af mörg þúsund) gengu út af útskriftarathöfn Duke háskólans í Bandaríkjunum í dag þegar grínistinn Jerry Seinfeld, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við Ísrael vegna stríði þeirra á Gasa, hélt ávarp fyrir nemendurna.

Þetta þykir mér vera hið besta mál, þ.e. að fólk slaufi sjálfu sér, yfirgefi svæðið og fari með réttlætiskennd sína eitthvert annað. Hingað til hefur verið vinsælla að valda skemmdum, trufla, eyðileggja og vera með læti, en núna sýnir ungt fólk gott fordæmi og einfaldlega fer - yfirgefur svæði sem er því ekki að skapi.

Meira mætti gera af þessu. Finnst þér einhver sjónvarpsþáttur vera leiðinlegur eða óviðeigandi? Ekki horfa á hann! Er einhver grínisti að móðga þig? Labbaðu út! Finnst þér einhver söngvakeppni vera menguð af þátttöku einhvers í henni? Fylgstu með einhverju öðru!

Allt þetta gæti jafnvel átt sér stað án þess að menn auglýsi með miklum látum á öllum miðlum hvað þeir eru að horfa á eða ekki, en fá þá að vísu ekki hrós fyrir að hafa réttar skoðanir.

En vonum að hin friðsæla útgáfa haldi áfram og að háværa útgáfan þverri út.


mbl.is Gengu út þegar Seinfeld var kynntur á svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband