Orkumálastjóri gleymdi raforkunni

Ég var í sakleysi mínu að horfa á myndband á jútjúb þegar þar birtist allt í einu auglýsing frá forsetaframbjóðandanum Höllu Hrund (sem virðist ekki vera með eftirnafn). Þetta er áhrifamikið og vel unnið myndband með tónlist og talsetningu (sérstaklega miðað við að það var greitt af opinberum starfsmanni, eða hvað?), og þar segir Halla Hrund meðal annars að Íslendingar hafi með seiglu og samvinnu byggt... 

brýr, vegi og hitaveitu.

En gleymdi orkumálastjórinn fráfarandi ekki einhverju þarna? Einhverju enn mikilvægara en jafnvel brúm, vegum og hitaveitum, þótt allt sé þetta nú mikilvægt?

Jú, auðvitað. Hún gleymdi vatnsfalls- og jarðvarmavirkjununum.

Hún gleymdi raforkunni. En mundi eftir hitaorkunni.

En kannski gleymdi hún engu. Hún hefur í starfi sínu sem orkumálastjóri lagt á sig ýmsar krókaleiðir til að koma í veg fyrir fleiri raforkuvirkjanir. Hún vill ekki kannast við það býst ég við.

Brýr, vegir og hitaveita, og stórar, öflugar, arðbærar, umhverfisvænar, verðmætaskapandi vatnsfallsvirkjanir sem mala eigendum sínum gull um leið og þær útvega ódýra orku til heimila og iðnaðar.

Kannski er það jákvæða við þetta framboð að núna losnar stóll hennar fyrir manneskju sem lítur ekki á það sem vinnu sína að hindra orkuframleiðslu, og kannski frekar að koma henni á koppinn með ábyrgum hætti.

Orkumálastjóri sem gleymir ekki mikilvægi orku.

Það má vona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það virðist vera mesta ljósið í svartnættinu að forsetaframboðin losa okkur við svo margt fólk sem þvælist fyrir og er almennt til vansa.

Skemmtilegt, á sinn hátt.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.4.2024 kl. 20:17

2 identicon

Er hægt að segja að Íslendingar hafi með seiglu og samvinnu byggt vatnsfallsvirkjanir þegar erlenda stóriðjan hefur í rúmlega hálfa öld borgað hverja einustu krónu sem fór í bygginguna. Kínverjar séð um verkamenn til að byggja þá stærstu. Og annar stærsti raforkuframleiðandinn að stórum hluta í eigu erlendra aðila?

Það er ekki hlutverk orkumálastjóra og orkustofnunar að koma orkuframleiðslu á koppinn. Rétt eins og heilbrigðisráðuneytið stofnar ekki líkamsræktastöðvar. En þinn 3% frambjóðandi lagar það sennilega, og margt fleira, ef einræðisherrablæti og ritskoðunartendensar hans fá að njóta sín í embætti.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 20:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það er athyglisvert að sjá þig hérna gera lítið úr íslensku hugviti sem liggur innan verkfræðistofa, Landsvirkjunar og fleiri. Sömuleiðis íslensks verkvits, nema þú teljir Kínverja vera sérfræðinga í að bora í gegnum íslenskt hraungrýti. Svo ekki sé minnst á að setja fram allar kröfurnar og að lokum halda þessu gangandi. Það mætti ætla að þú hafir hreinlega ekki hugmynd um hvað þú ert að tala!

En það er rétt, orkumálastjóri kemur engu á koppinn, en gæti nú sleppt því að fela umsóknir ofan í skúffu svo lengi að lagaumhverfið nær að breytast á biðtímanum og gera umsóknarvinnuna "ólöglega".

Það kunna blýantsnagarar betur en flestir.

Geir Ágústsson, 30.4.2024 kl. 20:33

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Það vantar þá helst að það vanti formann Samkeppniseftirlitsins í framboð til að glæða aðeins lífi í íslenskt hagkerfi.

Geir Ágústsson, 30.4.2024 kl. 20:35

5 identicon

Geir, þú mátt halda hvað þú vilt, enda sérsvið þitt og það er örugglega gott að halda þegar ekkert er vitað.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 20:58

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég legg til að þú beinir frekar hæfileikum þínum að því að leiðrétta íslenskar verkfræðistofur sem þykjast vita allt um að skipuleggja, framkvæma og viðhalda vatnsaflsvirkjunum.

EFLA - Vatnsafl

Ef þú vilt máttu setja mig á CC í samskiptum þínum við þær svo ég geti mögulega fræðst eitthvað:

geirag@gmail.com

Geir Ágústsson, 30.4.2024 kl. 21:05

7 Smámynd: Höfundur ókunnur

Rétt - þetta er bara flóttaleið. 

Þú ert að hitt'ann á höfuðið. 

Það má vona að fleiri sjái þetta (5 vikur til stefnu) en líkur mættu vera hagfelldari.

mbl draslið virðist vera að vakna, þetta byrjaði ekki vel

Höfundur ókunnur, 30.4.2024 kl. 21:46

8 identicon

Æææ, þér sem sagt sárnar að Halla hafi sagt Íslendinga með seiglu og samvinnu hafa lagt hitaveitu en nefndi ekki einu orði verkfræðinga. Og til að bæta gráu oná svart minntist ég svo ekki heldur á verkfræðinga. Greyið, hættu að gráta oní bjórinn þinn, það verður fyrr eða síðar minnst á verkfræðinga. Það er ábyggilega til eitthvað fólk sem telur ykkur það gagnlega.

Vagn (IP-tala skráð) 30.4.2024 kl. 22:14

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Að orkumálastjóri hafi ekki nefnt verkfræðinga kemur mér ekkert á óvart. Hún veit sennilega ekki af tilvist þeirra eða vinnu, frekar en þú. Orkumálastjóri nefndi brýr en ekki raforku, og er þó ekki brúarmálastjóri. Þú sérð ekkert af því, en kannski ljósa hárið sé blindandi. 

Geir Ágústsson, 30.4.2024 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband