Eru flokksbundnir Sjálfstæðismenn stærsta ógnin við lýðræðið?

Sem ungur maður á framhaldsskóla- og háskólaaldri var ég flokksbundinn Sjálfstæðismaður, eða þar til ég sagði mig úr flokknum og gekk í Frjálshyggjufélagið sem var stofnað á þessum tíma og var virkt í nokkur ár. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, var að renna úr greipum frjálshyggjumanna innan flokksins og við tók ládeyða sem ég tel að standi enn yfir þar á bæ. 

En ég hef ennþá taugar til flokksins. Hann var hreiðrið sem ég klaktist út í hvað varðar stjórnmál (þótt ég hafi auðvitað áður haft tilhneigingar sem löðuðu mig að þessum flokki frekar en hinum á þeim tíma). Ég fékk að skrifa pistla fyrir heimasíðu Heimdallar sem þá var og hét, frelsi.is, og hugmyndafræðin var lifandi og bæði fræðileg og beintengd við raunveruleikann. Samviska flokksins var hávær og virk.

Spólum 25 ár áfram til tímans til dagsins í dag. Innan flokksins finnast ennþá einstaklingar með sterka réttlætiskennd og tröllatrú á grunnatriðum frjálshyggjunnar. Þeir stíga fram og segja skoðun sína umbúðalaust. Þeir yrðu hressandi valkostur við miðjumoðið í stjórnmálunum í dag. 

Hvað bíður þeirra? Jú, prófkjör. Og hvað gera flokksbundnir Sjálfstæðismenn þá? Senda þá í ruslarennuna.

Það sem var lengi vel eina athvarf raunverulegra frjálshyggjumanna er það mögulega ekki lengur. Undantekningarnar eru a.m.k. orðnar mjög fáar. Lýðræðið þarf á því að halda að kjósendur hafi val. Þeir gátu einu sinni valið á milli en núna bragðast nánast allt eins, a.m.k. hægra megin við miðjuna (sem um leið er nánast komin yst á vinstri jaðarinn). Síur Sjálfstæðisflokksins eru mögulega ein helsta ástæðan fyrir því. Sá flokkur var alltaf tveimur skrefum á undan sinni samtíð: Leyfa frjálst útvarp, bjór, litasjónvarp, frjálsa verslun, almenna verslun með mjólk og kjöt, og listinn er endalaus. En hvar er hann í dag? Jú, að ræða breytingar á löggjöf til að gera það beint, frekar en óbeint, löglegt að versla með áfengi utan við girðingar Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. 

Lýðræði er gott en það væri til bóta að flokksbundnir Sjálfstæðismenn hættu að sía út talsmenn flokksstefnu sinnar. Því hvaða flokkur annar ætlar að bjóða kjósendum upp á val til hægri? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var frelsi einhvern tímann forgangsverkefni Sjálfstæðisflokksins?

Skömmtunarkerfi eftirstríðsáranna árum saman, bann við frjálsum útvarps og sjónvarpsrekstri, áfengissala yfir búðarborðið eins og sjoppurekstur, bjórbann, bann við opnun matvöruverslana um helgar.  Ég er örugglega að gleyma einhverju, en hafi Sjálfstæðisflokurinn sem langstærsti stjórnmálaflokkur landsins frá 1920 þá hlýtur það að teljast ótrúlegt getuleysi eða í besta falli verkleti að það hafi tekið flokkin áratugi að koma þessari meintu frelsisþrá sonno í framkvæmd.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.4.2024 kl. 04:04

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er alveg rétt hjá þér Geir, -að stuttbuxnadeildin sem trúir að Dabbi kóngur hafi komið Íslandi inn í nútímann er algjört skaðræði. Ríkur reglulega upp í rasisma og kærir miðaldra konur fyrir mannúðarstörf. En hefur ekki gert annað síðustu 25 árin en fylla landið af flækingum 

Magnús Sigurðsson, 7.4.2024 kl. 07:28

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ég myndi ekki eyða miklum tíma í að pæla í Sjálfstæðisflokknum, en þetta virkar á mig sem elítuflokkur sem er ótengdur minni atvinnurekendum venjulegu fólki sem er brotna undan vaxtaokrinu.  

Það er furðulegt að fylgjast með mönnum á borði Teit Björn berjast gegn því að það sé frelsi til að veiða með nokkrum önglum á handfærum, vegna þess að það hentar ekki elítunni og á forsendum ráðgjafar sem allir vita og hann einkum frekar en ýmsir aðrir að sé galiln.  

Þegar ég hélt að ekki væri hægt að ganga lengra í að skerða atvinnufrelsið þá berast fréttir af því að Sjálfstæðisflokkurinn sé á bak við að banna takmarkaðar nytjar á þara út af Tröllaskaganum. 

Sjá hér fréttabréf Gunnlaugar Ásgeirsdóttur að heiman, Facebook

Sigurjón Þórðarson, 7.4.2024 kl. 08:22

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sælir allir og takk fyrir athugasemdirnar.

Þið getið verið mér sammála eða ósammála en það er "stuttbuxnadeildin" sem opnaði ólöglega útvarpsstöð á sínum tíma í trássi við lög og sýndi fram á að slíkt væri bara hið besta mál. Það voru Sjálfstæðismenn sem börðust fyrir litasjónvarpi og bjórsölu, afnámi hafta og opnun á alþjóðaverslun. Davíð Oddsson var nú ekki róttækari en svo að færa Ísland frá Austur-Evrópu til Vestur-Evrópu en það var nú samt töluverð framför í því.

En fyrir hverju berjast þingmenn í dag? Þeir þora varla að leggja til að gera fyrirkomulag áfengissölu vestur-evrópskt. Þeir ræða aldrei um einkavæðingu ríkisfyrirtækja eða róttæka lækkun skatta á kostnað millifærslukerfisins. Íslandi vantar veikara regluverk svo það sé sagt hreint út: Að færri hlutir verði leyfis- og eftirlitsskyldir og verði á ný bara eftirlitsskyldir. Þannig gæti Biggi bumba byrjað að steikja kjúkling og selja án þess að spurja um leyfi og þarf svo að sæta eftirliti. 

Þetta og margt annað þarf að laga enda orðið kverkatak á samfélaginu.

Hvað varðar fiskveiðar þá virðast Íslendingar vilja sætta sig við að hið opinbera eigi þar að ráð aöllu og geti bannað og leyft veiðar. Bændur á landi hafa fundið betri leið: Að skipta svæði upp í skika sem hver hefur sinn landeiganda sem ræður því hvað margar kartföflur eru settar í jörðina á vorin.

Geir Ágústsson, 7.4.2024 kl. 09:20

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleymdu ekki hænsnakofunum Geir, -í öllu vestræna sjálfstæðinu.

Íslendingar eru hæns eins og skáldið sagði, -og því verur ekki breytt með því að hella betur upp á þá,

Magnús Sigurðsson, 7.4.2024 kl. 10:23

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Hvað áttu við með fjálshyggjumenn innan Sjálfstæðisflokksins? Skilgreindu frjálshyggju eins og þú sér hana....

Birgir Loftsson, 7.4.2024 kl. 14:38

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Birgir,

Hér er tilraun hjá mér að til að skilgreina frjálshyggju ínfáum orðum án þess að reyna svara hverri einustu spurningu:

https://geiragustsson.blog.is/blog/geiragustsson/entry/2206379/

Geir Ágústsson, 7.4.2024 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband