Þriðjudagur, 2. apríl 2024
Leiðbeiningar vantar í grænu mótsagnakenndu þvælunni
Ég hlusta af miklum áhuga á nýjustu leiðbeiningar yfirvalda hverju sinni. Kannski eru þær nothæfar. Kannski bæta þær samfélagið. Kannski er vit í þeim. Oftar en ekki verð ég við fyrir vonbrigðum, en gott og vel.
Mig vantar hjálp við að skilja heildarmyndina aðeins betur og tek dæmi.
Okkur er sagt að bíllaus lífsstíll sé góður. Og vissulega hefur hann kosti. Bíll sem keyrir ekki þyrlar ekki upp svifryki, dælir ekki út úr sér mengun og gerir götur öruggari. Minnkandi umferð eykur öryggi gangandi vegfarenda, sérstaklega þeirra sem þurfa að labba yfir umferðargötur. Það er ýmislegt unnið með því að fækka bílum á götunum.
Okkur er líka sagt að flokka rusl í sífellt smærri einingar: Plast, pappa, pappír, málm, lífrænt og svona mætti lengi telja. En til að losna við þetta rusl þurfum við að ferðast langar vegalengdir með það eftir að hafa nýtt stórt flatarmál upphitaðs húsnæðis til að varðveita það. Til að losna við ruslið þarf með öðrum orðum að keyra með það í mörgum tilvikum.
Eru andstæðingar bílanotkunar og stuðningsmenn ruslaflokkunar ekki að tala saman? Boðskapur þeirra leiðir til tveggja gjörólíkra niðurstaðna.
Kannski ættu menn að spóla aðeins til baka og segja:
Haltu þínum bíl, sem við munum ekki gera óaðgengilega dýran fyrir þig að kaupa og reka, og hentu meira og minna öllu þínu rusli í sama dallinn. Við sjáum um að flokka og þú getur nýtt upphitað húsnæði þitt og bílinn í eitthvað sem færir þér verðmæti.
Og á meðan finnum við upp vél sem flokkar ruslið þegar það kemur til fagmannanna, og gerir það betur en þú (eins og dæmin sanna).
Ég er samt ekki mjög bjartsýnn á slíkan lausnamiðaðan hugsunarhátt. Hvað er þá til ráða, fyrir utan að borga erlendum verkamönnum með reiðufé til að henda ruslinu á bak við næsta tré? Ekkert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Svo ég vitni í lýríska heimspeki-hópinn Skunk Anansie:
THEY WANT YOUR SOUL AND YOUR MONEY YOUR BLOOD AND YOUR VOTES.
Allt annað er auka atriði.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2024 kl. 17:27
Já svei mér þá ef leftistarnir þar til fyrir 3 árum höfðu ekki bara rétt fyrir sér um margt. Núna hafa þeir reyndar gengið í sérstakar áherslusveitir (einsatzgruppen) nútímans en þeir skildu eftir sig mikið af góðum boðskap.
Geir Ágústsson, 3.4.2024 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.