Yfirvöld búin að gleyma svolitlu: Veirutímum

Ísraelska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að æðstu ráðamenn hafi leyfi til þess að banna útsendingar katarska fjölmiðilsins Al Jazeera í Ísrael.

Þetta er rökstutt með allskyns óbeinum tengingum. Kannski var blaðamaður Al Jazeera furðulega vel staðsettur til að fjalla um hryðjuverkaárás á meðan hún átti sér stað. Kannski voru blaðamenn Al Jazeera með heimildamenn innan hryðjuverkasamtaka og vöruðu ekki við yfirvofandi viðburðum, eða gerðu það, eða reyndu það, eða voru ekki vissir. Ég veit það ekki.

En ég veit að það hefur ekkert upp á sig að loka skrifstofu fjölmiðils. Ekki lengur.

Í dag eru mjög margar leiðir til að senda út efni og þiggja það með eða án dulkóðunar. Veirutímar gerðu það einfaldlega að verkum að valkostum við þessa hefðbundnu fjölmiðla fjölgaði og samhliða því neytendum slíkra valkosta. Það getur í dag nánast hver sem er komist í hvaða miðil eða sjónarhorn sem er og um leið er hægt að útvarpa hvaða skoðun sem er án þess að þurfa vera í náðinni hjá stofnunum sem kalla sig trausta og ábyrga fjölmiðla, eða yfirvöldum sem fjarstýra slíkum miðlum.

Tími ritskoðunar er einfaldlega liðinn og tel ég mig ekki vera of bjartsýnan að lýsa slíku yfir. Það krefst vinnu og fjármagns að leggja á sig að forðast ritskoðun en markaðurinn er fæddur.

Það er hægt að torvelda aðgengi auðvitað. Í bili gengur vel að telja ýmsum í trú um að það sem birtist ekki hjá RÚV, CNN, BCC og þess háttar miðlum sé ekki frásagnarinnar virði. En stíflan er brostin og risaeðlur í líkama stjórnmálamanna þurfa að læra það og einbeita sér frekar að því að gera það sem er rétt frekar en að reyna bæla niður umfjöllun um það sem er gert rangt.


mbl.is Banna Al Jazeera í Ísrael
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reynzlan af yfirvöldum hingað til:

Þau sjá mistök gerð.
Þau sjá slæmar afleiðingar af þeim mistökum.
Þau endurtaka spömu mistökin.
Þau líta á slæmar afleiðingar sem eitthvað jákvætt og skemmtilegt.

Með það í huga verður ansi langt þar til þau fatta að áróðurinn fer í færri eyru á hverju ári.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2024 kl. 16:07

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Einmitt hratt fækkandi eyru. Ekki nógu hratt fækkandi, en nóg samt til að það virðist taka styttri og styttri tíma að afhjúpa nekt keisaranna, sbr. að það á mögulega að hætta við að gelda stóra hópa ungmenna. 

Geir Ágústsson, 3.4.2024 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband