Sunnudagur, 31. mars 2024
Heyrir upplýst samþykki nú til sögunnar?
Þegar heimurinn meig á sig af hræðslu yfir nýjustu kvefpestinni var gripið til allra örþrifaráða sem menn vissu eftir langa reynslu að virkuðu ekki en voru í hið minnsta í flokknum að gera eitthvað. Má þar nefna að knésetja lítil fyrirtæki, taka andlegan þroska barna úr sambandi, drepa gamalt fólk úr einveru og kynda undir fátækt bæði til skemmri tíma (með atvinnumissi fullorðinna) og lengri tíma (með brottfalli ungmenna úr skóla).
Í alveg sérstökum flokki af gagnslausum aðgerðum voru grímurnar og sprauturnar. Menn vissu vel að grímurnar voru gagnslausar og jafnvel lækning verri en sjúkdómurinn en með grímunum gat fólk að minnsta kosti sent þau skilaboð til umheimsins að það væri hrætt, hlýðið og undirgefið. Svo sagði Donald Trump víst eitthvað um gagnsleysi grímunotkunar og þá vissi allt gott fólk að grímunotkun væri bráðnauðsynleg.
Svo voru það sprauturnar sem voru líka gagnslausar (sumir segja að þær hafi veitt svolitla vernd í nokkrar vikur en menn vita núna að þær veita öfuga vernd). Okkur var lítið sagt frá þeim, jafnvel á meðan rannsóknir á aukaverkunum voru að berast þegar fyrstu stóru sprautuherferðirnar voru gengnar yfir í ríkjum eins og Ísrael og víðar. Okkur var bara sagt að þær væru öruggar og skilvirkar. Þetta jafnast á við að biðja fólk um að gleypa litríka uppþvottatöflu án þess að fá að lesa innihaldslýsingu eða kynna sér aukaverkanir. Fólk lét smala sér í sprautuhallirnar og tók þar með þátt í stórri tilraunastarfsemi án þess að hafa endilega verið upplýst um það.
Enda er upplýst samþykki ekki endilega lengur nokkuð sem við getum tekið sem sjálfsögðum hlut.
Í Bandaríkjunum er núna búið að innleiða tilskipun sem gerir svo margar undanþágur frá kröfunni um upplýst samþykki að það er í raun búið að taka slíkt samþykki úr sambandi. Um þetta má lesa á ZeroHedge/Brownstone Institute og tilskipunin er hér.
Í tilskipuninni má meðal annars lesa um þá skoðun yfirvalda að formleg veiting undanþága í sífellt fleiri tilvikum sé ekkert stórmál - undanþágur hafa verið veittar í mörg ár! Án afleiðinga á traust fólks á lýðheilsuvísindum! En hvað með að fylgjast mjög vel með þátttakendum í rannsóknum sem fara fram án upplýsts samþykkis? Nei takk, slíkt eykur jú hættuna á gagnaleka og því að menn komist í persónulegar upplýsingar.
En kannski það sé rétt sem heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum segja í raun: Upplýst samþykki er ekki meginreglan nú þegar, og það að segja frá því formlega og skrifa inn í löggjöfina breytir engu.
Næst þegar lúðrakallið í sprautuhallirnar heyrist þá legg ég til að þú staldrir við og biðjir að minnsta kosti um að fá heiðarlega lýsingu á því sem er að gerast, á vegum hvers og til hvers. Annars hættir þú á að verða að gagnapunkti í rannsókn sem þú tókst þátt í án upplýsts samþykkis og öllum er svo skítsama um þegar afleiðingarnar banka upp á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.