Föstudagur, 29. mars 2024
Hvað var drukkið í Suður-Evrópu þegar víkingar drukku vín í Englandi?
Það er sæmilega vel skjalfest að á víkingaöld hafi verið vínrækt í Englandi og jafnvel útbreidd. Rómverjar ræktuðu vínber í Englandi í einhverjum mæli (enda var tilvera þeirra ómöguleg án vínsins og það fylgdi þeim hvert sem er). Vínrækt í Englandi hefur verið takmörkuð seinustu aldir vegna kulda en núna sjá menn möguleikann á að hún geti aukist, vegna hlýinda. Svona rétt eins og kornrækt snéri aftur til Íslands fyrir ekki mjög mörgum árum síðan, og hið sam amá segja um ræktun á grænmeti og jafnvel ávöxtum í Grænlandi. Vonum að þetta haldi allt áfram.
En bíddu nú við, segja spámennirnir þá: Ef England verður aftur nógu hlý til að rækta vínþrúgur í auknum mæli þá verður Suður-Evrópa of heit, og vínrækt leggst þar af!
Spurningin er þá bara: Hvað drukku menn í Suður-Evrópu á víkingaöld þegar víkingar drukku vín í Englandi? Nú eða Rómverjar í Róm þegar hermenn þeirra voru að þurrka út innfædda í Englandi?
Þarf vínrækt í Englandi að þýða að hún leggist af í Suður-Evrópu? Eða má kannski sallarólegur fleygja þessum spádómi í ruslið eins og svo mörgum öðrum?
Verður England ný vagga vínræktunar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Vínrækt byggir á fleiri breytum en meðalhita. Og vínrækt í Englandi hefur verið stunduð þar frá því R$ómverjar voru við völd.
Vagn (IP-tala skráð) 29.3.2024 kl. 18:08
Takk, Vagn. Þetta blasir við. Hvernig vínrækt á Englandi í átt að umfangi víkingaaldar útrýmir vínrækt í Suður-Evrópu síður.
Geir Ágústsson, 29.3.2024 kl. 20:54
Og svo er það spurningin um Golfstrauminn.
Hördur Thormar (IP-tala skráð) 30.3.2024 kl. 09:48
Hörður,
Já, það er stór spurning. Hvað er búið að spá endalokum hans oft og lengi?
Þessi Golfstraumur var jú væntanlega til staðar á hlýindaskeiði víkingaaldar, og kuldaskeiði miðalda (litlu ísöld), og hlýindaskeiði Rómarveldis.
Ætti maður kannski að taka ráð sænskra vísindamanna sem segja að það sé ekkert að óttast?
Forskare: ”Sluta larma om Golfströmmen!” | SVT Nyheter
Geir Ágústsson, 30.3.2024 kl. 11:13
Það er augljóst að Rómverjar sunnan Lundúna suðu allir til dauða á Víkingatímanum.
Allt þetta tal um Rómaveldi fyrir þann tíma er bara samsæriskenning.
Sama gildir um Eyptaland og Afríku almennt.
Í ræðu sem Kata jak hélt um daginn, byggt á vísindalegustu vísindum sem nokkurntíma hafa verið vísinduð, þá er hitastigið við Ísland núna 100°C, sem þýðir að við erum ekkert lifandi heldur, og þetta er allt saman einhver ímyndun.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.3.2024 kl. 11:23
Vín er suðrænn drykkur en öl norðlægur. En hvað snertir rauðvínsdrykkju Englendinga þá vilja a.m.k. sumir sagnfræðingar telja að hún hafi fyrst komist í tísku fyrir alvöru eftir að Plantagenet konungsættin franska komst til valda á Englandi 1154. Drottningin, Elanor af Bordeux átti nefnilega víðáttumiklar vínekrur þar og kváðu þær vera enn í rækt. En þetta gefur tilefni að hugleiðingum um loftslagsbreytingar og tæpast er vafi á því að fyrir breytinguna um eða eftir þrettándu öld, þegar ,,hallæratímabilið" svonefnda hófst á meginlandi Evrópu hafa Engelskir átt auðveldara en síðar var að rækta ber með nægilegum sykri til að af geti orðið vel drekkandi vín. Hverju ætli goðin hafi reiðst þá? En við Íslendingar h0fðum einnig mikið að missa þegar kólnaði svo að menn gáfust upp á að rækta bygg og urðu að híma öllausir nema þá af malti sem flutt var inn með stopulum og hættulegum Noregssiglingum. En nú um þessa mundir þegar fárast er yfir hlýnandi veðurfari verður mér að spyrja: Væri það ekki bara gott mál ef hér hlýnaði svo í veðri að ræktu á byggi sem stenst nútíma kröfur um maltbygg yrði árviss?
Jón Benediktsson (IP-tala skráð) 30.3.2024 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.