Miðvikudagur, 27. mars 2024
Þrjú hundruð milljónir á bálið
Þolinmæði íslenskra skattgreiðenda og kjósenda er mikil.
Á herðar þeirra hlaðast nú skuldir í vörubílaförmum til að fjármagna glingrið og glamrið hjá ríkinu og sveitarfélögunum.
Verðbólgan er ærandi.
Grunnþjónustan, sem yfirleitt er notuð sem gulrótin til að tæla fé launþega í hirslur hins opinbera, er í molum. Innviðir sömuleiðis. Og það er meira að segja að mistakast að tryggja næga hagkvæma orku.
Um leið fá allir ráðherrar að valsa um og lofa hundruðum milljóna og jafnvel milljörðum í hin og þessi hugðarefni sín.
Það væri kannski hægt að sýna einhverju samúð með réttu hugarfari. Launamaður féflettur til að halda uppi listamanni sem tekst ekki að selja neitt - jæja þá, peningurinn er að minnsta kosti inni í hagkerfinu og þegar listamaðurinn kaupir mjólkurblandað kaffi fyrir ríkisstyrkinn fær einhver eitthvað út úr því. En núna er peningunum einfaldlega hent beint á bálið: Inn í stríð, inn í hirslur erlendra stjórnmálamanna með vafasamt orðspor, í vasa samtaka sem hafa það efst á stefnuskránni að gera kosningar að aukaatriði.
Það liggur við að byrja mæla með skattsvikum - skipulögðum og umfangsmiklum - en auðvitað skil ég ekki eftir mig slík ummæli. Til vara má byrja að skoða hvað er í boði í næstu kosningum og kannski ýta við einhverjum væntanlegum frambjóðendum sem virðast líklegir til að þora að berjast frekar en bara bogna.
Eru þeir til?
Hernaðarandstæðingar fordæma vopnakaupastuðning Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Facebook
Athugasemdir
Við er eftir allt sammála um tilgangsleysi þess að púkka upp á sjálfskipað menningarvita sem telja það sjálfsagðan hlut að almenningur sjái þeim fyrir framflærslu, en hinsvegar sé ég ekkert eftir nokkrum milljónum til að leggja frelsi og lýðræði hjálparhönd.
Eins og ég hef sagt áður, ákafi þinn gegn skattheimtu ríkisvaldsins er í hrópandi andstöðu þinni við þjónkun þína við ríkisofbeldi putins og hans pótintáta.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.3.2024 kl. 23:19
Bjarni,
Ég hafna því auðvitað mjög afgerandi að ég sé á einhvern hátt að sýna þjónkun við ríkisofbeldi Pútín, bara svo sú ásökun geti runnið ofan í næsta ræsi.
Geir Ágústsson, 28.3.2024 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.