Þriðjudagur, 26. mars 2024
Bladamennska.is - brandari punktur is
Blaðamannafélag Íslands er búið að hleypa af stokkunum stóru kynningarátaki um mikilvægi blaðamennsku á bladamennska.is. Þarna má sjá lítil viðtöl við ýmsa þekkta blaðamenn og texta eins og:
Aukin pólarísering, upplýsingaóreiða, falsfréttir, upplýsingaofgnótt og fréttaforðun er meðal þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir. Hvernig hefur hlutverk blaðamanna breyst í þessu nýja umhverfi?
Hvaða bull er þetta? Öll þessi nýyrði þýða ekki neitt. Þau eru bara önnur orð yfir að við erum komin á netið og hægt að skoða mál frá fleiri sjónarhornum.
Áfram er haldið:
Aldrei hefur verið meiri þörf fyrir vandaða blaðamennsku. Aukin pólarísering og upplýsingaóreiða sýnir nauðsyn faglegrar blaðamennsku. Blaðamenn veita aðhald og greina rétt frá röngu. Íslenskir blaðamenn standa vaktina alla daga, allt árið um kring, upplýsa og spyrja krefjandi spurninga, með hag almennings að leiðarljósi.
Aukin pólarísering (sjálfur er ég hrifnari að íslenska orðinu skautun en gott og vel) og upplýsingaóreiða er í boði fjölmiðla og blaðamanna. Þeir töldu sig geta komist upp með það að eilífu að spýja yfir okkur áróðri yfirvalda og spilltra alþjóðasamtaka. Það er oft augljóst þegar blaðamenn eru að reyna draga okkur í dilka. Þeir eru sökudólgarnir, ekki bjargvættirnir.
Blaðamannafélagið ætti að flýta sér að loka þessu hlægilega átaki og læra að skammast sín en til vara að snúa því á haus og biðjast innilegrar afsökunar á vinnubrögðum félagsmanna sinna, bæði fyrr og nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Menn vilja greinilega klappa sér eitthvað á bakið.
Minnir mig á brandarann þarna... "are we the villains?"
Ásgrímur Hartmannsson, 26.3.2024 kl. 16:25
Blaðamenn spilltari en stjórnmálamenn? Er það hægt? Upplýsingaóreiðan kemur frá þeim. En það sem er mikilvægt er, hvað þeir segja EKKI frá.
Birgir Loftsson, 27.3.2024 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.