Fimmtudagur, 14. mars 2024
Ógeðsdrykkur
Fyrir ekki löngu síðan ákvað sex ára dóttir mín að fara í smávegis tilraunastarfsemi. Hún var með eplasafa í glasi og blandaði í hann ýmsum öðrum hráefnum, sem hvert og eitt bragðast vel og blandast sum hver vel. Blandan hennar varð samt ekki góð og hún gat ekki innbyrt hana. Hún hafði tekið hráefni, sem hvert og eitt er gómsætt eða þolanlegt þegar það er geymt í fjarlægri skúffu, og blandað saman og úr varð ógeðsdrykkur. Sóun á góðu hráefni fannst mér en hún lærði af þessu og hefur ekki farið á þessa vegferð síðan. Þroskaskref, í stuttu máli.
En að öðru.
Stanslausar fréttir eru nú sagðar í íslenskum fjölmiðlum um tilefnislausar líkamsárásir, hnífastungur, áreiti á unglingsstúlkur og slagsmál leigubílstjóra um viðskiptavini sem eru í kjölfarið féflettir. Er eitthvað á seyði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Athugasemdir
Empirismi gagnast ekki öllum.
Ragnhildur Kolka, 15.3.2024 kl. 08:42
"Garður er granna sættir".
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 15.3.2024 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.