Er flóttinn frá grænu glópavitleysunni hafinn?

Margir hafa eflaust rekist á slagorðið

Go woke, go broke

Vísar það til fjölda fyrirtækja sem hafa farið á bólakaf í rétttrúnaðarvitleysuna, sett karlmenn í sundbol, bjór í hendurnar á furðufuglum og offitusjúklinga á forsíður tímarita og sum jafnvel fordæmt viðskiptavini sína. Viðskiptavinirnir hafa í kjölfarið flúið eins og gestir úr brennandi leikhúsi og fundið önnur fyrirtæki til að sinna þörfum sínum.

Núna er kannski bráðum við hæfi að búa til nýtt slagorð sem lýsir því hvernig fyrirtæki sem yfirgefa rétttrúnaðarvitleysuna hagnast vel, eða ávinna sér a.m.k. tiltrú fjárfesta. Hugmynd:

Woke in trash will bring you cash

Þetta dettur mér í hug þegar ég les frétt um afkomu bílaframleiðandans Porsche. Fyrirtækið gefur út afkomuviðvörun og hlutabréfin hækka! Hvað er á seyði?

Sá sem skrifar fréttina segir þetta vera „yet another endless sign our markets are completely broken and unredeemable“, en er það svo? Ég held ekki.

Í afkomuviðvörun sinni nefnir bílaframleiðandinn að áform um að hætta framleiðslu bensínbíla megi alveg endurskoða, gefið auðvitað að löggjafinn hætti við áform um að banna framleiðslu slíkra bíla. Fyrirtækið geti hérna verið „sveigjanlegt“ sem fjárfestar túlka greinilega sem svo að í stað þess að sóa fé í rafmagnsbíla sem seljast ekki muni fyrirtækið halda áfram að bjóða upp á bensínbíla sem seljast. Hlutabréfaverð hækkar í kjölfarið. 

Afkomuviðvörunin gildir þá bara á meðan verið er að snúa sér frá framleiðslu rafmagnsbíla sem seljast ekki og til bensínbíla sem seljast.

Er það ekki möguleg skýring?

Þetta er mögulega viðskiptahugmynd ársins fyrir mörg fyrirtæki: Að yfirgefa rétttrúnaðarvitleysuna og byrja á ný að þjóna viðskiptavinum og selja þeim það sem þeir vilja, ekki það sem þeim er sagt að kaupa eða lokkaðir til að kaupa með skattaívilnunum og niðurgreiddum umhverfisslysum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Corporate Cancer eftir VoxDay lýsir þessu ferli dásamlega. 

Skúli Jakobsson, 13.3.2024 kl. 19:13

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

ESB undirbýr reglugerð sem bannar að gert sé við bíla eldri en 15 ára, en í Kína er skylt að úrelda svo gamla bíla og setja í pressuna.

Svo er komið að það tekur 20.000 mínútur að flýja 15 mínútna hverfið.

Guðjón E. Hreinberg, 13.3.2024 kl. 20:25

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... gleymdi að bæta því við, að keyra má um alla Síberíu á alvöru bílum, allt að sextíu ára gömlum. Þar er í boði frítt land fyrir náttúruvæna, lágir skattar og landamærin vernduð.

Guðjón E. Hreinberg, 13.3.2024 kl. 20:27

4 identicon

Rafvélar eru nú býsan öflugri en heldur prumpu bensín vérar sem hafa þennan dásamlegum hljóm? Porch ætlar kannski að veðja á hljómfegurðina og Tesla kannski á auka basshátalara undir bílnum  til að ná sömu hljómfegurð?

Sveinn Ólafsson (IP-tala skráð) 14.3.2024 kl. 10:23

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sveinn,

Mér finnst fá skemmtilegra en að keyra rafmagnsbíl. Hröðunin er æðisleg og svo eru þeir fullir af skjám og tækni. 

En skemmtun mín má ekki verða á kostnað annarra sem standa undir fjármögnun á innviðum og eru að rústa umhverfi sínu til að grafa á eftir málmum í þessi tryllitæki. Ég fæ því svolítið samviskubit þegar ég sest í rafmagnsbíl- eða strætó og líður eins og umhverfissóða.

Geir Ágústsson, 14.3.2024 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband