Reykjavík orðin að austur-evrópskri borg

Reykjavíkurborg hyggst sækja um rúmlega 15 milljarð króna lán til Þróunarbanka Evrópuráðsins. Borgin bætist þar í fríðan hóp skjólstæðinga hjá þessum banka sem meðal annars aðstoðar fátæk svæði að taka við flóttamönnum, fátækar borgir að byggja íbúðir fyrir námsmenn og fátæk héröð að efla heilbrigðisþjónustu sína.

Það kemur vonandi engum á óvart að til að bjarga borginni eftir valdatíma fráfarandi borgarstjóra og þeirra flokka sem héldu honum uppi þurfi hreinlega að sækja um þróunaraðstoð. Mikil er niðurlæging Íslands að svona sé komið fyrir höfuðborginni. 

Um leið virðist jarðtengingin ekki vera komin á. Borgin er ennþá á kafi í gæluverkefnum og því að flækjast fyrir fólki og fyrirtækjum, hvort sem það er með því að sekta fólk fyrir að leggja í innkeyrslunni sinni eða að gera það nánast ómögulegt að losna við sorp.

Það má finna margt sameiginlegt með meðhöndlun borgarfulltrúa í Reykjavík á skattfé og ráðherra í Stjórnarráðinu. Munurinn er helst sá að lánstraust ríkisins er meira og því getur sóunin og geðveikin gengið yfir lengri tíma. Hún byrjaði líka seinna en hjá borginni. Vegferðin er samt sú sama, og afneitunin sömuleiðis. Íslenska ríkið telur sig ekki hafa efni á skattalækkunum en það er til nóg fyrir alla á meðan þeir eru ekki með íslenskt vegabréf. Innviðirnir fá að grotna niður og hallareksturinn fjármagnaður með svimandi arðgreiðslum úr raforkuframleiðslu vegna orkuskorts sem þrýstir uppi verði og framkvæmdabanns sem fyllir alla framkvæmdasjóði og opnar á arðgreiðslur úr þeim. 

Allt eru þetta heimatilbúin vandamál í boði stjórnmálamanna og þar með í boði kjósenda. Það er jú lýðræði, ekki satt? 

Reykjavík er komin á sama stað og fátækar borgir í Austur-Evrópu. Hvenær ætli Ísland verði í heild sinni líkara austur-evrópsku ríki en vestur-evrópsku? Eftir einar kosningar eða tvær? Tekið er við veðmálum í athugasemdum.


mbl.is Sækja um 15 milljarða lán til endurbóta á skólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Í desember 2022 var haldin blaðmannafundur og miklar sparnaðaraðgerðir boðaðar 

"Borgarstjórn reynir nú að bregðast við gríðarlegum hallarekstri með ýmsum sparnaðaraðgerðum."

Flest af þessum hagræðingum hafa reynst loftkastalar m.a. núna síðast


Enginn vildi kaupa sumarhús borgarstjórnar - RÚV.is (ruv.is)

Grímur Kjartansson, 1.3.2024 kl. 09:03

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Sæll Geir, ég tek eftir því að þú sérð heildarmyndina sem er að gera Íslendinga fátæka. Sorglegi parturinn er að almenningur tekur þátt í þessu af fullum krafti og kýs þetta fólk yfir sig í hvert einasta skipti. Nánast allt sem þetta fólk gerir er gegn almenningi. Ég held að það sé full ástæða til að vera skíthræddur. 

Kristinn Bjarnason, 1.3.2024 kl. 09:17

3 identicon

Það er einkennilegt að sveitarfélag sem hefur hlutfallslega langhæstu fasteignagjöld á hvern íbúa í landinu með allar þessar opinberu byggingar og höfuðstöðvar flestra stærstu fyrirtækja landsins innan borgarmarkanna, ásamt auðvitað því að geta sótt arð til OR sem að miklum hluta er greiddur af íbúum annarra sveitarfélaga, skuli ekki vera sjálfbært.

Eitthvað mikið rotin í þessu sveitarfélagi.

Bjarni (IP-tala skráð) 1.3.2024 kl. 18:26

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þarf að draga margt í þessari færslu til baka eftir helgarferð til Gdansk sem er hrein borg í mikilli uppbyggingu, samgöngur virka og tekið er á glæpum. 

Geir Ágústsson, 3.3.2024 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband