Sunnudagur, 18. febrúar 2024
Norræn jafnaðarmennska skýtur upp kollinum á Íslandi
Það blasir við að stefna íslenskra stjórnvalda í svokölluðum útlendingamálum er glapræði. Klókir stjórnmálamenn hafa hér tækifæri til að lokka til sín kjósendur með því að benda á það. Kjósendur eru að bíða eftir raunsæi hérna.
Núna hefur formaður Samfylkingarinnar stigið fram og boðar aðgerðir. Það er góð stefnubreyting. Ef ég tæki upp á því aftur að kjósa þá myndi ég að vísu aldrei kjósa Samfylkinguna en fyrir þá sem eru í sífellu að flakka á milli Pírata, Viðreisnar, Samfylkingar, Sósíalistaflokksins, Vinstri-grænna, Flokks fólksins og jafnvel Framsóknar er valið orðið nokkuð skýrt.
Að því gefnu auðvitað að í kjölfar orða komi aðgerðir: Lagafrumvörp og þess háttar.
Aðrir vinstriflokkar þurfa nú að velta því fyrir sér hvort þeir taki líka upp fána norrænnar jafnaðarmennsku eða þurrkist út. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn þurfa líka að girða sig í brók ef þeir ætla ekki að líta út eins og linkindur í samanburði við formann Samfylkingarinnar. Best væri auðvitað að fá svolitla samkeppni í því hvernig á að sauma fyrir götin á íslenskum landamærum, ríkissjóði og tómum hirslum sveitarfélaganna.
Fyrir 20 árum sáu danskir jafnaðarmenn það sem sumir þeirra íslensku sjá í dag: Ekki er hægt að halda úti velferðarkerfi samhliða því að fólki er mokað inn í það. Þeir sem koma þurfa að standa á eigin fótum og verða greiðendur skatta en ekki neytendur. Þeir sem flytja inn í samfélagið þurfa að aðlagast því, en ekki öfugt. Þetta er norræn jafnaðarmennska og þótt ég sé enginn jafnaðarmaður þá fagna ég því samt ef hún nær til Íslands.
Ekki sérstök stefnubreyting | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góðir puntar !
Gott að Samfylkingin er að fatta það sem aðrir hafa sagt í nokkur ár.
En mun hún styðja aðgerðir ef lagt er fram frumvarp á Alþingi.....
Birgir Örn Guðjónsson, 18.2.2024 kl. 13:21
" Lagafrumvörp og þess háttar."
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi fjölmargar tillögur um breytingar til að koma skikki á þessi mál en ekki komið neinu í gegn.
Ef fólk hefur ekki fengið hæli þá hefur því bara verið reddað ríkisborgararétt.
Ég held að Pussy Riot meðliminir hafi ekki einu sinni sótt um heldur hafi bara einhverjum Pírat þótt ofsalega siðugt að afhenda þeim ríkisborgararétt - sem er varanlegur samkvæmt stjórnarskrá
Grímur Kjartansson, 18.2.2024 kl. 14:04
Kannski Kristrún sé að ná að jarðtengja samfó eftir loftbelgjaflug Loga. Að flokkurinn verði aftur kjósanlegur sem málsvari alþýðunnar með hagsmuni almennungs að leiðarljósi en ekki tilgerðarlegur flokkur góða fólksins með woke-isma sem sitt helsta markmið.
Hælisleytendur kosta ríkissjóð 20 milljarða á ári. Það er nýr Landspítali á 4 ára fresti, nýr þjóðarleikvangur annað hvert ár, ný þjóðarhöll á hverju ári.
Svo er það spurning hvað varð um allt þetta fólk sem fyrir nokkrum árum lýsti sig tilbúið til að hýsa hælisleiteitendur? Hefur etthvað af þess dyggðasreytingaliði svo mikið sem boðið einum hælisleytenda í mat?
Það auðvelt að vera voða góður á kostnað anarra.
Svo er það önnur spurning hvort rétt sé að taka við flóttafólki sem gerir það að sínu fyrsta verki, nýkomuð til landsins, að Ísland komi allri þeirra stórfjölskyldu til landsins. Ekki beiðni heldur krafa.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.2.2024 kl. 14:15
Á meðan íslensk yfirvöld strá eirðarlausum Aröbum yfir lítil sveitarfélög fagna menn því í Danmörku að loksins, eftir 20 ár af því að hætta innflæði og reyna þess í stað að tengja innflytjendur við samfélag sitt og atvinnulíf, að þá eru innflytjendur loksins byrjaðir að koma sér inn á atvinnumarkaðinn.
Væsentlig del af beskæftigelsesboom skyldes én gruppe - TV 2
Geir Ágústsson, 18.2.2024 kl. 14:19
Ég treysti þessari manneskju ekki neitt.
Á hinn bóginn finnst már spaugilegt að Samfó sé nú að verða að Þjóðernissinnuðum Jafnaðarflokki.
Viðeigandi á allan hátt.
Hitler yrði stoltur.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2024 kl. 16:32
Grímur,
Það er ekki sama hvaðan gott kemur. Ef Sjálfstæðismenn vilja herða á landamærunum eru þeir rasistar og fasistar. Ef Samfylkingin stingur upp á því þá er hún að verja velferðarkerfið.
Birgir og Ásgrímur,
Trúverðugleiki Samfylkingarinnar er auðvitað lítill. Það er helst hægt að treysta henni fyrir rækilegum skattahækkunum. En kannski orðræðan fari aðeins að breytast, Íslendingum í hag.
Bjarni,
Réttu litla puttann (hleypir inn karlmönnum sem hafa skilið fjölskyldur sínar eftir á átakasvæði) og þú missir handlegg.
Geir Ágústsson, 18.2.2024 kl. 18:45
Helsta andstaðan við breytingar á flóttamannareglum hjá Samfylkingunni var Helga Vala nú er hún farin og þá er hugsanlega hægt að leysa þetta í sátt
Píratar eru aldrei ánægðir með neitt en Viðreisn sér ef til vill sóma sinn í að viðurkenna að það verður að finna einhverja viðunandi lausn
Grímur Kjartansson, 18.2.2024 kl. 19:22
Grímur,
Þetta var ljómandi góð greining. Sjáum hvað setur.
Geir Ágústsson, 18.2.2024 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.