Laugardagur, 17. febrúar 2024
Unga fólkið og loftslagið
Í mjög fróðlegri yfirferð fer blaðamaður í þessu myndbandi yfir þrjátíu spádóma um framtíð loftslagsins undanfarna áratugi. Það er búið að spá því óteljandi sinnum að jöklarnir séu að hverfa, að snjór heyri sögunni til, að eyjur fari undir sjó og svona mætti lengi telja. En líka að jörðin sé að frjósa og ísöld væntanleg.
Við þekkjum öll þessa spádóma sem endurnýja sig eins og gömul tíska. Nema kannski unga fólkið. Blaðamaður er með áhugaverða tilgátu:
Kannski það útskýri af hverju það er aðallega ungt fólk á þessum loftslagsmótmælum. Af því það hefur ekki lifað undanfarin 50 ár af þessum spádómum þá gerir það kannski ráð fyrir að seinasta spáin sé sú eina og þar með að hún sé rétt.
Þetta er ágæt útskýring. Ungt fólk veit skiljanlega ekki að það er búið spá hamförum mjög oft og hefur engan áhuga á einhverri leiðinlegri fortíð.
Ætli þetta gildi um fleira en bara loftslagsspádóma?
Þegar ég var ungur maður þá lét ég lokka mig til að styðja við innrás Bandaríkjanna í Írak. Ég vissi lítið um sögu Bandaríkjanna, Breta og fleiri Vesturlanda í Miðausturlöndum og hvernig þetta svæði hefur verið undir stanslausum afskiptum vestrænna hermanna svo áratugum skiptir. Núna veit ég betur. Það getur verið gagnlegt að kynna sé aðeins söguna og gleyma sér ekki í hávaðamáli dagsins.
En kannski þarf fyrst að vera ungur og vitlaus og láta plata sig í nokkur mótmæli. Þá það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sýndu börnunum "Waterworld" og/eða "Split Second," og segðu þeim að þetta var framtíðasýn manna vei bakk in ðe eydís.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2024 kl. 14:54
Horfi með ánægju á allt með Rutger Hauer. Svo má ekki gleyma myndinni 2012.
Geir Ágústsson, 17.2.2024 kl. 16:16
Aðal veður ræman er samt alltaf "The Day After Tomorrow."
Ekta poppkorns-kvikmynd.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.2.2024 kl. 16:52
Mad Max myndirnar skýra þetta allt best. Best að byrja að safna bensíni og hundamat
Wilhelm Emilsson, 17.2.2024 kl. 22:49
Það voru dellufréttir í gamla daga en þær eru bara miklu fleiri í dag svo það er von að ungt fólk viti hvorki upp né niður
Því var slegið upp víða í heimsfréttum að Hollendingar teldu að Golfstraumurinn mundi snúast við og allt mundi fara til fjandans - einu sinni enn
Nú hafa vísindamenn í Svíþjóð komist að þveröfugri niðurstöðu og telja að vegna loftslagsbreytinga muni krafturinn í Gólfstraumnum bara aukast við loftlagshamfarinar
Forskare: ”Sluta larma om Golfströmmen!” | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 17.2.2024 kl. 23:22
Ágætt að kíkja á ectintion clock.
https://extinctionclock.org/
Bragi (IP-tala skráð) 18.2.2024 kl. 12:58
https://sermitsiaq.ag/node/249209
Sverrir (IP-tala skráð) 19.2.2024 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.