Föstudagur, 16. febrúar 2024
Glasið er fullt, elskan
Ég er faðir orkumikillar og hugmyndaríkrar 6 ára stúlku. Hún vill gera allt sjálf og skammar mig jafnvel fyrir að hjálpa henni þegar hún þarf í raun og veru hjálp. Þetta er svo sannarlega lúxusvandamál sem ég ber ánægður á herðum mínum.
Um daginn vildi hún hella appelsínusafa í glas. Fernan var ný og því nokkuð þung. Að lyfta henni upp og og halla og hitta í glasið og hella rólega og allt þetta krefst samhæfingar og ákveðins styrks. Hún hellti í glasið og þegar það var við það að fyllast þá varaði ég við að hella ekki of miklu í það því þá gæti glasið yfirfyllst. Hún hætti ekki við það og vildi fylla það alveg að brúninni. Það tókst næstum því, en ekki alveg. Eitthvað af safa lak út fyrir og á borðið. Við þurrkuðum það í sameiningu og urðum sammála um að hella ekki alveg svona miklu í glasið næst.
Núna er Ísland fullt. Innviðir eru sprungnir fyrir löngu. Það er orkuskortur. Ríkissjóður er rekinn á yfirdrætti. Biðtímar eftir þjónustu, leikskólaplássi og læknisaðgerðum eru alltof langir. Húsnæðismarkaðurinn er sprunginn og ræður ekki einu sinni við innlenda flóttamenn og hvað þá erlenda.
Hvað gera yfirvöld þá?
Taka þau til sín varnarorð um að það sé að flæða úr glasinu og á borðið og jafnvel gólfið?
Nei, auðvitað ekki.
Þau skilja ekki það sem 6 ára krakkar skilja.
Hvers vegna ekki?
Því get ég ekki svarað.
Spítalinn ekki upplýstur um ástand flóttafólksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Því ekkert af þessu lið sem á alþingi situr
hefur unnið æærlega vinnu og öll þeirra vinna
hefur verið að sitja á rasskatinu og vona það besta.
Er nema vona að illa fari.
Sigurður Kristján Hjaltested, 16.2.2024 kl. 19:57
Þú hefur sennilega verið farinn að segja glasið fullt löngu áður en þú leitaðir hælis í faðmi Evrópusambandsins. Fyrir suma dugar nefnilega að botninn sé lítillega rakur til að þeir segi glasið fullt. Og þeir telja að það hljóti að vera skilningsleysi að enginn hlusti á þá. Sennilega hefur dóttir þín ekki hætt að hella þekkjandi það að það að hrópa úlfur! úlfur! er uppáhalds iðja þín. Jafnvel talið öruggt að glasið gæti ekki yfirfyllst fyrst þú varaðir við því.
Vagn (IP-tala skráð) 16.2.2024 kl. 21:53
Ástandið á Íslandi í dag minnir um margt á Sturlungaöldina
og þó menn standi ekki í vígaferlum þá skortir ekki illindin og flokkadrættina
Okkur þótti farsælast að binda endi á óöldina sem ríkti með því að framselja yfirráð yfir Íslandi í hendur erlends valds - ef til vill verður það svo aftur
Grímur Kjartansson, 16.2.2024 kl. 23:37
Því skyldu einlægir ættjarðarvinir ekki vara barnalegu landa sína við hættunni sem þeir skynja betur; hafandi séð skolla kyngja ömmunni og hefur samt ekki fengið nóg!!!
Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2024 kl. 06:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.