Fimmtudagur, 15. febrúar 2024
Hlaupabóla var það víst
Ég gær skrifaði ég af miklum eldmóð lítinn pistil um mislinga, óþarfa ótta við mislinga og hvernig nýjar tegundir af sprautum hræra saman fjölmörgum efnum í eina blöndu til að tryggja að fólk geti ekki valið að sleppa sumum efnum.
Á meðan ég stend við margt af því sem ég skrifaði (sjá mynd) þá ætla ég að leiðrétta sjálfan mig í tveimur veigamiklum atriðum:
- Mislingar eru stórhættulegir og ég fagna því að það sé til sannprófað bóluefni sem veitir raunverulega vörn
- Ég fékk ekki mislinga heldur hlaupabólu, og það var hún sem ég hristi af mér
Ég hljóp sem sagt aðeins á mig og biðst velvirðingar á því.
Eftir stendur nú samt að sífellt er verið að sprauta gegn fleiri og fleiri sjúkdómum. Sumir þeirra eru meira að segja kallaðir hættulausir:
Sýkingin er yfirleitt hættulaus og gengur fljótt yfir en hún er þekkt fyrir að valda alvarlegum fylgikvillum sérstaklega hjá unglingum og fullorðnum.
Hérna er sem sagt verið að lýsa hettusótt. Ég fékk enga sprautu gegn henni, og heldur ekki hlaupabólu (fékk bara sjúkdóminn), streptókokkum og ýmsu fleira. Samanburð á bólusetningakorti mínu og lista yfir bólusetningar barna í dag má sjá hér að neðan (smella þarf á mynd til að stækka hana).
Ég er ekki að mæla á móti bólusetningum né því að börn séu bólusett né því að bóluefnum fjölgi eitthvað þegar menn hafa fundið örugg og góð efni sem svo sannarlega fela í sér minni áhættu en veiran sem þau eiga að stöðva.
En þetta er allt að þróast í ranga átt. Það er látið eins og sprautum fylgi engin áhætta bara af því þær eru á lista einhverra embætta - embætta sem eru ennþá að drepa fólk með nýjasta glundrinu sem að auki er gagnslaust. Sjúkdómar sem fólk fékk einfaldlega og jafnaði sig á eru komnir á par við pláguna miklu.
Í Danmörku, þar sem ég bý, er sprautað til 5 ára aldurs og síðan er ekki sprautað aftur fyrr en við 12 ára aldur og þá er þessi HPV-sprauta sett í krakka. Í Danmörku í bæði stráka og stelpur (á Íslandi bara í stelpur). Ég hafnaði þessari sprautu fyrir son minn og uppskar skammir fyrir en það verður bara að hafa það. Þetta er orðið fínt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:57 | Facebook
Athugasemdir
Hettusótt getur verið hættuleg fullorðnum karlmönnum þegar hún "hleypur í kjallarann", eins og sagt var, og getur gert þá ófrjóa.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.2.2024 kl. 16:14
Hörður,
Það er einmitt heila málið: Margir sjúkdómar leggjast mismunandi á aldurshópa, kyn og þá með einhvers konar bælt ónæmiskerfi. Ég fékk hettusótt sem krakki og hefur það verið afleiðingalaust með öllu fyrir mig. Kannski bóluefnið hefði mátt bjóða sem lélegan valkost við náttúrulegt ónæmi ef ég hefði ekki nein mótefni í mér við kynþroska.
Geir Ágústsson, 16.2.2024 kl. 17:51
Ég og þrjú systkini mín vorum látin fá mislinga sem krakkar þegar pestin stakk sér niður í minni sveit austur á landi síðari hluta síðustu aldar. Foreldrar barna voru hvattir af heilbrigðisyfirvöldum að sjá til þess að börn smituðust, fremur en hitt. þar sem reynslan hafði sýnt að mislingar gætu lagst þungt á fullorna fremur en börn. Þannig áttum við börnin að mynda haldgott ónæmi gegn pestinni. Við urðum ekki mikð veik en vorum þó rúmföst með smá hita og útbrot í nokkra daga. Móðir okkar átti hægt um vik að verða okkur úti um smit með því að fara með okkur í heimsókn á húsmæðraskóla í grendinni þar sem allnokkrar yngismeyjar lágu rúmfastar vegna veikinnar. Engin í hreppnum varð alvarlega veikur af þessari umgangspest en hún lagðist þó verr á fullorna sem urðu lengur að ná sér. Ekki var farið að bólusetja gegn mislingum á Íslandi í þá daga. Ég tel að sóttvarnaryfirvöld ættu að spara sér allan hræðsluáróður gagnvart þessari pest.
Daníel Sigurðsson, 16.2.2024 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.