Hvað er skynsöm skoðun? Þumalputtaregla

Ég er að þróa með mér þumalputtareglu til að komast að því, með fljótlegum hætti, hvaða afstaða í málum er sennilega sú skynsamlega. 

Hún er eitthvað á þessa leið:

Þegar Íslendingar hópa sig saman með skilti og eru með skrílslæti eða af því yfirvöld segja þeim að gera það þá er sennilega skynsama skoðunin sú að vera á öndverðum meiði við þann hóp.

Ýmis mál ræsa þessa reglu og þótt ég reyni nú að mynda mér mína eigin skoðun þá virðist hún oft afhjúpa sig sjálf - sem andstæð skoðun við hópinn. Sem dæmi má nefna:

  • Mál Eddu Bjarkar og barnanna
  • Málefni Palestínu-Araba á Íslandi
  • Sprautuveislurnar í íþróttasölunum
  • Kvennafrídagurinn
  • Búsáhaldabyltingin

Lesendur mega gjarnan bæta við þennan lista.

Á þessu eru auðvitað veigamiklar undantekningar, svo sem þegar Íslendingar þjappa sér saman til að aðstoða landsmenn sína þegar náttúruöflin minna á sig og þegar fólk hittist til að veifa fána á 17. júní.

En skrílslætin afhjúpa oftast einhvers konar hjarðhegðun og skort á jarðtengingu sem á augabragði breytir friðsömu úthverfaliði sem býr í húsi með bílskúr í Gyðingahatara, fasista, strengjabrúður erlendra stofnana og já, skríl.

Ekki fyrir mig, takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband