Pútin-viðtalið sem allir (og enginn) eru að tala um

Um daginn var tekið viðtal við forseta Rússlands. Það var tekið af vestrænum blaðamanni, Tucker Carlson, og fyrsta viðtalið af þeirri tegund síðan Pútin sendi rússneska hermenn yfir landamæri Úkraínu í febrúar 2022. Viðtalið teygði sig í yfir 2 klukkustundir og fór um víðan völl. Blaðamaður spurði meðal annars hvernig kristinn maður gæti fyrirskipað dráp á fólki og hvers vegna hann héldi ungum, bandarískum blaðamanni í fangelsi. Blaðamaður hló hátt þegar Pútin sagðist ekki muna hvenær hann talaði seinast við Bandaríkjaforseta. Ákveðin vanvirðing, en hafði engar afleiðingar.

Þetta var athyglisvert viðtal. Það byrjaði á hefðbundinn hátt. Blaðamaður spurði spurningar er snéri að líðandi stundu. Forsetinn stoppaði þá blaðamann í sporunum og spurði:

Erum við í spjallþætti eða að í alvarlegum samræðum?

**********

Are we having a talkshow or a serious conversation?

Eftir þessa spurningu byrjaði viðtalið smátt og smátt að breyta um eðli. Svör forsetans voru löng þótt hann hafi ítrekað sagst vera að forðast smáatriðin. Smátt og smátt gaf blaðamaður leyfi fyrir löng svör án þess að trufla. Hann fékk líka að spyrja að vild, jafnvel eftir tvær klukkustundir af viðtalstíma.

Menn geta haft allar heimsins skoðanir á forseta Rússlands, blaðamanninum bandaríska eða því sem fór fram. En þarna fór fram langt viðtal þar sem margt kom fram. Flest kannski endurtekning fyrir þá sem hafa fylgt málum eftir, en kannski mikið af nýju efni fyrir aðra (viðtalið hefur fengið tugmilljónir áhorfa og ekkert lát þar á).

Það var auðvitað viðbúið að CNN, BBC og aðrir miðlar (sem sögðu eitthvað, frekar en ekkert) reyndu að afskrifa viðtalið strax sem drottningarviðtal (viðtal sem forðaðist óþægilegar spurningar) eða viðtal fullt af sögufölsunum

En hvað fundu margir að viðtalinu?

Jú, það var svo langt!

Í mjög litlu fréttainnslagi á BBC (innan við 5 mín.) er kvartað yfir þessu í nokkur skipti. Um leið kvartar blaðamaður BBC yfir því að hafa ekki fengið að taka viðtal við Pútin, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. 

Setjum okkur aðeins í spor Rússlandsforseta: Blaðamaður vill taka við hann viðtal, en það þarf að vera stutt. Bara spurningar og svör. Engar langar ræður um söguna, eins og forsetinn sér hana, eða aðdraganda að einu né neinu. Viðtal þar sem er þjarmað að og öll frávik frá beinu svari meðhöndluð sem útúrsnúningur eða leið til að afvegaleiða umræðuna. 

Skiljanlega hafnar maður sem hefur frá mörgu að segja, rétt eða rangt, slíkri viðtalsbeiðni.

Blaðamenn eru vitaskuld ekki með á nótunum. Svokallað "long-form interview", sem mætti einfaldlega þýða sem viðtal sem tekur langan tíma, eru undirstaðan að velgengni margra vinsælla hlaðvarpsþátta, og þarf þá fyrst og fremst að nefna Joe Rogan í því samhengi. Það er einfaldlega eftirspurn eftir dýpri samtölum, kæru blaðamenn!

Blaðamenn eru ekki komnir á þennan stað. Þeir vilja hraða vinnslu af spurningum og svörum og grípa fyrirsagnir úr slíku spjalli. Þeir eru ekki að hlusta. Þeir eru ekki að eiga í alvarlegum samræðum. Þeir eru að reka spjallþætti. Og kannski kæra sig ekki allir um að setjast í slíka gryfju.

Við blaðamenn vil ég því segja: Prófið að taka löng viðtöl, og ef þið þurfið að taka með ykkur vatnsbrúsa þá verður bara að hafa það. Margir mögulegir viðmælendur láta ekki bjóða sér annað.

Tel ég það vera lærdóminn af viðtali Tucker Carlson við Vladimír Pútin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þú gleymir hér að flestir ef ekki allir blaðamenn á Vesturlöndum sem vilja taka viðtal við Putin eru aktívistar og amatörar að því leyti að þeir eru að reyna að láta viðtalið koma út með ákveðnum hætti. Gera á tilraun til að láta P og R líta illa út og eðlilega hafna menn því að tala við slíka amatöra. Sá part af viðtali við P fyrir nokkrum árum og þá var amatörinn stöðugt að grípa fram í. Amatörar halda að þeir séu harðir við viðmælendur sína ef þeir grípa stöðugt fram í og leyfa viðmælanda ekki að klára. Það er fúsk. 

Flestir fjölmiðlamenn í dag eru kjánar sem lítið sem ekkert skilja.

Helgi (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 07:29

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þetta er bara mjög svipað því þegar Utanríkisráherra mætti í fréttatíma RUV um daginn - engar útskýringar leyfðar 

Hversvegna ert þú ekki að bjarga fólki frá Gasa var spurningin
og svo fylgt eftir með að einherjum 3 konum hefði tekist að "bjarga" fólki þaðan

Engar útskýringar voru leyfðar bara HVAÐ ætlar þú að gera til að bjaraga fólkinu

Nú er það að vísu skjalfest hvað konurnar gerðu
"Í viðtali við þær á mbl.is kom fram að það kostaði um $5.000 á mann að koma fólki frá Gasa"

Grímur Kjartansson, 12.2.2024 kl. 08:56

3 identicon

Gott framtak hjá Tucker og lærdómsríkt fyrir hann sjálfan að þurfa að hlusta og fá lítið að sjórna samtalinu. Fyrsti halftíminn var sögukennsla eins og Putin túlkar hana, hollt fyrir vesturlandabúa að heyra Pólitíkus/ráðamann útskýra mál af einhverri dýpt. Viðtalið var alls ekki gallalaust og ekkert sérlega mikið nýtt kom fram annað en það að þegar að leiðtogi Rússlands er borinn saman við leiðtoga vesturlanda þá er augljóst hversu illa er komið fyrir vesturlönd (Biden, Blinken, Sunak, Bojo, Macron, Von der Leyen, Gutieres,osfr ... hvert fíflið á fætur öðru!).  

Bragi (IP-tala skráð) 12.2.2024 kl. 21:17

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar.

Já, fyrirsagnablaðamennirnir svekkja sig svo sannarlega á að hafa ekki fengið að taka viðtalið sem 200 milljónir manna hafa horft á á X/Twitter. Þeir þola heldur ekki vinsældir manna eins og Joe Rogan og Jordan Peterson, sem gefa út margra klukkutíma langa þætti sem eru engu að síður gleyptir í stórum stíl af milljónum einstaklinga.

Annars kemur mér á óvart að enginn hafi talað um hvað Pútin er laslegur og hafi jafnvel sent klón af sér í viðtalið. Kannski svoleiðis falsfréttir geti tekið sér hlé í bili.

Kannski er þetta viðtalið sem endaði stríðið í Úkraínu. Maður vonar!

Geir Ágústsson, 13.2.2024 kl. 08:45

5 identicon

Bragi og þú vilt meina að putin sé ekki fábjáni, morðóður gegnheill drullusokkur sem ætti að skjóta í hnakka við fyrsta tækifæri?

Þvílíkt fífl.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.2.2024 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband