Tíminn er afstæður

Hvað tekur mörg ár að reisa virkjun á Íslandi? Leggja rafmagnslínu? Byggja brú eða mislæg gatnamót?

Kaldhæðinn maður gæti sagt áratug, eða áratugi, eða jafnvel heila eilífð.

Það þarf jú að fá öll leyfi, fara í umhverfismat sem rennur svo út af því einhver tilskipun frá Evrópusambandinu var innleidd á meðan það lá ofan í skúffu, fara í það aftur, komast í gegnum kæruferlin, fá öll leyfin aftur og svona mætti lengi telja.

En hvað tekur langan tíma að reisa varnargarð til að verja svæði gegn hrauni? Eða sjóða saman hitaveitulínu til að bjarga þúsundum manna frá því að krókna?

Það tekur bara nokkrar vikur, jafnvel bara einhverja daga.

Þó er um að ræða alveg eins framkvæmdir og þær sem taka heila eilífð: Mosa þarf að færa og innviði þarf að leggja með tilheyrandi, tímabundnu raski.

Eldsumbrotin á Reykjanesi ættu að minna Íslendinga á að þeir geta alveg ennþá. Þeir eru ekki orðnir að gagnslausum möppudýrum - ekki allir. Þeir kunna ennþá að bretta upp ermar og framkvæma stórvirki. 

Þeir mega það bara ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og tækniheimur á þotuöld er siðlausari en myrkustu miðaldir ...

Guðjón E. Hreinberg, 9.2.2024 kl. 13:47

2 identicon

Þeir kunna ennþá að bretta upp ermar og framkvæma stórvirki á skömmum tíma.... ef framkvæmdin er á skilgreindu framkvæmdasvæði sem fór í umhverfismat fyrir áratugum síðan og öll leyfi liggja gulnuð og rykfallin oní skúffu. Framkvæmdirnar í umhverfi Grindavíkur og Hitaveitu Suðurnesja hefði mátt fara í hvenær sem er á síðustu áratugum ef einu leyfin sem þurfti lægju fyrir, en það er leyfi frá Grindavíkurbæ eða Hitaveitu Suðurnesja. Mosinn var dauðadæmdur, en aftöku frestað, seint á síðustu öld. Hitaveitan reiknaði fyrir löngu með að þurfa að byggja meira og bæta við lögnum og Grindavíkurbær reiknað með því að byggð teygði sig í átt að Reykjanesbrautinni með íbúðahverfum, gróðurhúsum og iðnaðarhverfum. Jarðraskið var fyrirhugað.

Að reisa virkjun, uppistöðulón og breyta rennsli fljóta, í óþökk landeigenda, nágranna og sveitarfélags getur tekið sinn tíma. Þegar svo umhverfisverndarsamtök eða aðrir með kærurétt bætast í hópinn þá styttir það ekki ferlið. Skiptir þá engu máli þó orkuskortur vofi yfir. Vandamálið eru ekki leyfi ríkisstofnana og umhverfismötin. Aðal vandamálið er oftast að sveitastjórnir sjá ekki að virkjun sé sveitarfélaginu til hagsbóta eftir að ríkið yfirtók skatta og gjöld sem áður runnu í sveitasjóð. Og það geta liðið nokkur kjörtímabil þar til sveitastjórn hliðholl virkjun er kosin.

Vagn (IP-tala skráð) 9.2.2024 kl. 17:34

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Fræddu okkur aðeins um það af hverju Hvammsvirkjun er ekki í smíði í dag. Hvaða bobb kom í bátinn hjá Landsvirkjun?

Geir Ágústsson, 9.2.2024 kl. 18:09

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn Bjarnason með svipaða hugleiðingu:
"Menn geta rétt ímyndað sér hvernig staðan væri í Grindavík ef farið hefði verið að reglum um umhverfismat og öllu sem því fylgir áður en hafist var handa um gerð varnagarðanna."

https://www.bjorn.is/dagbok/ad-njota-vafans

Geir Ágústsson, 11.2.2024 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband