Fimmtudagur, 8. febrúar 2024
Þegar menn ráða ekki við náttúruna
Innviðaráðherra Íslands lét í dag eftir sér þessi orð:
En svo er alltaf til plan, B og C því við ráðum ekki við náttúruna,
Þetta eru frábær orð. Þau minna okkur á að náttúran fær sínu fram. Hún framkallar storma, fellibyli, ísaldir, jarðskjálfta og eldgos. Við ráðum ekki við neitt af þessu. Það sem við getum gert er að hafa plan, B og C.
Ég var nýlega í Hollandi og saug í mig frásagnir heimamanna um síki þeirra og varnargarða sem gera það að verkum að eitt þéttbýlasta land í heimi getur starfrækt alþjóðaflugvöll undir sjávarmáli og einn afkastamesta landbúnað í heiminum sömuleiðis.
Þeir eru með plan, B og C.
Svipaða sögu má segja um mörg önnur svæði. Bangladess kemur þar til hugar. Ég man eftir fréttum sem ég heyrði sem krakki um fellibyli sem réðust á landið og drápu hundruð þúsunda. Slíkar fréttir berast ekki lengur enda hefur íbúum tekist að byggja upp varnir og viðvörunarkerfi til að forðast slíka tortímingu á mannslífum.
En bíðum nú við. Losun manna á koltvísýring er að steikja heiminn! Eða frysta - það fer aðeins eftir því hvenær menn lesa fyrirsagnirnar. Veðrið breytist! Loftslagið! Hvað er til ráða?
Í dag er okkur sagt að ráðið sé að reyna breyta veðrinu. Breyta loftslaginu. Sitji menn á rassgatinu þegar sjávarmálið hækkar þá drukkna þeir. Ekkert plan, B eða C. Notkun á hagkvæmum orkugjöfum mun vissulega halda áfram að gera okkur ríkari og betur undirbúin undir áföll en við veljum að sitja á rassgatinu. Ekkert plan, B eða C.
Auðvitað mun almenningur fyrr eða síðar átta sig á því að mannkynið stjórnar ekki veðrinu og loftslaginu. Hefur í besta falli sömu áhrif og eldfjöll - þekkt eða óþekkt - ofansjávar eða neðansjávar - eða breytir því ekki. Ekki með því að gera sig fátækara og verr undirbúið undir náttúruna.
Mannkynið þarf bara plan, B og C. Og getur búið þau til frekar auðveldlega.
Takk, innviðaráðherra, fyrir að segja óvart eitthvað vitrænt.
Atburðir dagsins kalla á endurskoðað hættumat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.