Miðvikudagur, 7. febrúar 2024
Stundum er betra að tæta pappír en endurskoða
Svo virðist sem allir ráðherrar séu sammála því að Ísland sé að drukkna í hælisleitendum og að þetta sé að valda hruni á ýmsum innviðum á Íslandi og auðvitað að tæma nú þegar tóman ríkissjóð.
Þá er talað um að endurskoða eitthvað. Það hljómar tímafrekt.
Er ekki betra að henda einfaldlega öllum pappírunum í tætarann og byrja upp á nýtt? Rifja upp að Ísland er sjálfstætt ríki með fulla stjórn á eigin landamærum? Svona eins og á veirutímum, þegar mismunun gagnvart þjóðerni var talin vera hið besta mál.
Þegar ég flutti til Danmerkur fyrir 20 árum var að vaxa stjórnmálaflokkur sem varaði við vandamálum stjórnlauss innflutnings á fólki sem lagðist meira og minna á bótakerfið. Íslenskir fjölmiðlar kölluðu þennan flokk hægri-öfgaflokk og annað slíkt.
Í dag hefur stefnuskrá þess flokks í innflytjendamálum ratað inn í stefnuskrár allra annarra flokka, þar á meðal jafnaðarmannaflokkanna og jafnvel flokka lengra til vinstri. Enginn minnist lengur á Danska þjóðarflokkinn (Dansk Folkeparti). Vinsældir hans urðu jú til þess að útrýma séreinkennum hans. Í dag eru meira og minna allir flokkar í Danmörku danskir þjóðarflokkar.
Þetta gerðist ekki af því menn fóru að hugsa sig aðeins um. Nei, kjósendur töluðu. Þeir kusu þá sem vildu stíga á bremsuna. Aðrir flokkar sáu sig tilneydda til að snúa við blaðinu.
Þar með er ekki sagt að Danir séu einhverjir rasistar. Þvert á móti. Þeim vantar duglegt fólk. Þeir hleypa inn flóttamönnum samkvæmt samningum sem í gildi eru (ólíkt Íslendingum sem hleypa bara inn öllum sem banka á dyrnar). Ég er að vinna með konu sem flúði frá Úkraínu með börn sín og til að fá að sjá eiginmann sinn þarf hún að ferðast til Úkraínu því hann er þar í ánauð ríkisins. Það gerir hún reglulega (og tekur alltaf með sér sælgæti).
Ég vinn í tæplega 20 manna deild og þar erum við með 9 móðurmál. Fjölbreytileikinn er víða. En skynsemin fær að fylgja með.
Því miður þurfa Íslendingar alltaf að apa upp vitleysuna eftir öðrum og finna á eigin skinni hvað það er heimskulegt. Ég áætla lauslega að Íslendingar séu 20 árum á eftir hinum Norðurlöndunum, ef Svíar eru undanskildir (þeir vöknuðu ekki úr rotinu fyrr en fyrir tæpum 2 árum síðan og kusu þar til áhrifa sinn sænska þjóðarflokk, sem við köllum rasistaflokk í bili).
Viltu hjálpa flóttamönnum í Gasa? Frábært! Ég líka! En nærtækast er að hvetja nágrannaríkin til að gera eitthvað og fá jafnvel einhvern stuðning til þess. Fiskveiðiþjóðin Íslandi gæti þá sent peninga til olíuríkisins Sádi-Arabíu ef menn eru þannig stemmdir. Núverandi kerfi er meira glapræði en að íslenskir skattgreiðendur létti undir með arabískum prinsum.
Vantar íslenskan þjóðarflokk eða ætlar einhver núverandi flokka að verða flokkur Íslendinga (og heiðarlegra útlendinga)? Kemur í ljós.
Aukinn þrýstingur á flutning dvalarleyfishafa til landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo er það allur fjárausturinn
„Það viðgengst viss ruddaskapur þegar kemur að mannúðarheiminum. Keppni í þjáningu, keppni milli staða: ég þjáist meira en þú, þannig að ég þarfnast meiri athygli, þannig að mig vantar meiri pening,“
Enþessu mætti vel snúa upp á hvaða flóttamenn eiga mestan rétt á að fá hæli í stað peningaraðstoðar
https://www.visir.is/g/20242526466d/segir-al-thjoda-sam-fe-lagid-gleyma-sudan-og-vill-570-milljarda-i-ad-stod?fbclid=IwAR0JnhE0H8edoKtS638tOU4jsoE7Hv1UfBz1sOGWaGx1-LveTcCau9Yrh5E
Grímur Kjartansson, 7.2.2024 kl. 21:16
Það eru peningar í flóttamönnum.
Lögfræðingar fá laun út í það endalausa fyrir að eiga við þá, svona til dæmis.
Það eru allskyns fyrirtæki og alþjóðlegar stofnanir sem taka við greiðzlum til að færa þá hingað og þangað.
Vinir vina...
Svo eru þetta svo oft krimmar, sem hræða heimskan almenning sem ekkert getur, sem hentar ríkinu, því á getur það sett á lögreglu, sem getur þá haldið börnum fólks föstum á meðan múslimarnir nauðga þeim.
Og fólkið bregst við með því að biðja um meira.
Það er stefnan.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2024 kl. 16:19
Blessaður Geir.
Varðandi Svíana þá var lekið nýlega innanhúsplaggi frá sænskum krötum, sem var beinskeyttara en eitthvað er miðað við málflutning Svíþjóðarkrata.
Það fer að fjúka í flest skjól hjá Eiríki Bergmann og meinta fræðimennsku hans að tala um bremsur í innflytjendamálum sem hægri poppúlisma.
Mette ykkar Dana lagði línur sem aðrir norrænir krataflokkar munu taka upp, nema Samfylkingin, eða alveg þar til Kristrún kemst í ríkisstjórn.
Þá verður eina spurningin hvert númerið á sokkabuxunum verður sem hún treður uppí Loga og kó.
Á meðan flóttamannaiðnaðurinn stjórnar Rúv, þá þjónar Logi tilgangi, en ekki mínútu eftir að lýðskrumið hefur fleytt Samfylkingunni í valdastóla.
Þá þarf að stjórna, og það ætlar Kristrún sér.
Eina spurningin hvort restin af ráðherraliðinu hennar verði eintóm fífl, það á eftir að koma í ljós, það er hvort hún hafi styrk til að skipta út bjánum fyrir fólk í næstu kosningum.
Á meðan heldur eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins áfram.
Það var sorglegt að sjá hvernig Bjarni lét Jóhönnu Vigdísi vaða yfir sig.
Forystukreppa.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2024 kl. 16:24
Ómar þú tókst nú eftir að að var hannaður sérstakur bakgrunnur fyrir Bjarna í "viðtalinu"
Með skriðdreka sem beindi fallbyssu sinni að Bjarna
Meðan Jóhönnu megin var fjöldskylda á flótta
Annars vil ég minnast aftur á að málefni flóttamanna frá Gasa er hvergi í heiminum til umræðu nema hér og langmest hjá RUV
Grímur Kjartansson, 8.2.2024 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.