Horfa á, skoða, velta fyrir sér, hugleiða, en hvað með að gera?

Eru eldgos það eina sem fá íslenska stjórnmálamenn til að standa upp úr hægindastólnum og bregðast við? Þegar eldgos ógnaði Grindavík var hægt að reisa varnargarða án þess að sóa tíma í umhverfismat á auðri víðáttu, endalaus kæruferli, rammaáætlanir, stofnanaflakk pappírsvinnu og hugleiðingar um afdrif gæsastofnsins. 

En þegar kemur að því að laga gatið á botni ríkissjóðs gerist ekkert. Þegar kemur að því að bregðast við orkuskortinum, sem nú þegar er skollinn á, gerist ekkert (nema jú að menn vilja færa orkuna eitthvað til). 

Einu sinni bar ég ákveðna virðingu fyrir þeim sem gáfu kost á sér í ábyrgðarstöður, hvort sem það voru frambjóðendur til formanns nemendafélags eða til sveitarstjórna og þings. Þetta fólk var jú að flagga skítugu nærfötunum sínum og setjast viljandi ofan í suðupott opinberrar umræðu í þeirri von um að fá að vinna góð verk.

Núna er sú virðing nánast búin að snúast um 180 gráður og orðin að algjörri óbeit. Einstaklingar sem stíga fram og lýsa hæfileikum sínum til að stjórna eru ekki einstaklingar með breið bök og hugsjónir. Þeir eru athyglissjúkir framapotarar sem stefna fyrst og fremst á að fá þægilega innivinnu, góð laun og mikla athygli. Þeir eru flestir hverjir lamaðir af hræðslu við blaðamenn og fámenna en háværa hópa og auðvitað alla á samfélagsmiðlum. Með réttu ætti að vísa hverjum þeim sem býður sig fram í stöðu stjórnmálamanns inn í barnaskóla þar sem þeir fá kennslu í lífsleikni og lestri og hvetja í staðinn einstaklinga sem hafa sannað sig í raunveruleikanum til að stíga fram.

Þá yrðu skýrslurnar eitthvað færri og auðvitað nefndirnar sem skrifa mörg orð um niðurstöður sem er búið að panta fyrirfram. Launakostnað ríkis og sveitarfélaga mætti skera niður um 50% með því að moka út möppudýrunum. Lausnir yrðu settar í framkvæmd þegar vandamálin skjóta upp kollinum í stað þess að leyfa vandamálum að þróast í ólæknandi myglusveppi á samfélaginu. 

Það yrði eitthvað!

En bjartsýni mín er vitaskuld hófsöm og áfram stefni ég að því að treysta fyrst og fremst á sjálfan mig og það tengslanet sem ég tel mig hafa byggt upp eða fæddist inn í, og hafa til vara úrræði sem þröngva mér ekki í fang hins opinbera.

Því sá sem er háður möppudýrum og blaðurstéttum er illa staddur. Nema hann sé hælisleitandi, auðvitað.


mbl.is Hælisleitendakerfið kostar 16 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég sé að þú hengir grein um kostnað við hælisleitendur við pistilinn sem segir aðeins hálfa söguna. Þetta er væntanlega beinn kostnaður en ég held að hliðaráhrifin séu ennþá dýrari þar sem þjóðfélagið er sett illilega á hliðina. Það er unnið mjög stíft að því að rústa hér öllu sem hefur verið byggt upp á löngum tíma. Er ekki kominn tími til að gefa þessu fólki langt frí?

Kristinn Bjarnason, 7.2.2024 kl. 07:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristinn,

Þetta er alveg rétt hjá þér. Ráðherrar þvert á hið pólítíska litróf hafa lýst yfir áhyggjum en samt gerist ekkert. Það er eins og þeir telji Íslendinga ekki lengur ráða yfir landamærum Íslands.

Jón Magnússon spyr réttilega: Veit einhver hver heildarkostnaðurinn er? Hann nefnir tölur eins og 30 og 40 milljarða með spurningamerki. Kannski það. Kannski miklu meira. Nú fyrir utan kostnað sem verður ekki mældur: Erlendi starfsmaðurinn á Keflavíkurflugvelli sem hefur ekki lengur efni á leigumarkaðinum í samkeppni við ríkisvaldið og er kominn í sófann hjá vini sínum. Kosta hans þjáningar eitthvað?

Geir Ágústsson, 7.2.2024 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband