Það vantar nýja krísu til að losna við loftslagskirkjuna

Það blasir við að stjórnmálamenn hafa lofað upp í ermina á sér þegar kemur að minnkun á losun manna af koltvísýringi í andrúmsloftið og hafa jafnvel málað sig út í horn. Framleiðsla og verðmætasköpun flýr svæði þar sem orka er dýr og óáreiðanleg og vegferð Vesturlanda er einmitt sú að gera orku dýra og óáreiðanlega (með örfáum undantekningum).

Þegar stjórnmálamenn átta sig á því að þeir hafi verið plataðir þá játa þeir það sjaldan. Til að skera sig úr snörunni þurfa þeir því einhverja ástæðu eða afsökun til að segja: Heyrið mig, allt þetta loftslagstal um loftslagsmál er ennþá alveg rosalega mikilvægt og við þurfum að skoða þau betur en núna er skollin á krísa X og við þurfum að beina öllum kröftum okkar að því að leysa hana. Við getum svo í framhaldinu kíkt aftur á loftslagsmálin, ef einhver man eftir þeim þá.

Í sumum ríkjum hafa menn valið að fara mjúku leiðina framhjá loftslagskirkjunni. Í Svíþjóð, Frakklandi og fleiri ríkjum draga menn í engu úr hamfaratalinu en boða kjarnorku sem valkost við jarðefnaeldsneyti. Á heimsvísu er búist við að uppsett afl í kjarnorkuverum muni hafa þrefaldast árið 2050 miðað við daginn í dag. 

Rússagrýlan hristi líka eitthvað við mönnum. Hollendingar og Þjóðverjar ákváðu allt í einu að opna nýja gaslind í Norðursjó í fyrsta skipti í mörg ár og hraða sér nú að byggja ný gasrör til að mæta nýjum inngönguleiðum fyrir gasið til Evrópu: Í gegnum skip.

En það geta ekki allir smogið sér svona framhjá kolefnisprestunum. Yfirvöld margra ríkja hafa lofað því að leggja stór flæmi lands og sjávar undir tæki til að sjúga orku úr vind og sól. Þau hafa líka lofað að herða svo mikið að notkun jarðefnaeldsneytis að venjulegt fólk missir bílinn sinn og jafnvel hitann í húsinu (eða kuldann á sumrin). Núna fer að renna upp fyrir þeim að:

  • Fátækt fólk þarf að kynda eða borða ef allt er dýrt - getur ekki gert bæði
  • Grænu skattarnir eru ekki að breyta veðrinu og aðgerðirnar hafa ekkert að segja fyrir loftslagið
  • Samkeppnishæfnin fuðrar upp 

Ekki allir stjórnmálamenn hata venjulegt fólk. Fólk er víða byrjað að kjósa stjórnmálamenn sem þessir hefðbundnu hata. Kuldaköst í orkukreppu kosta mörg mannlíf. 

Það sem þessa venjulegu stjórnmálamenn vantar til að forðast atvinnuleysi í framtíðinni er sem sagt einhver krísa X. 

Það getur verið stríð, ný veira eða algjört hrun orkuinnviðanna þegar öll græna orkan er komin í kerfið. Krísan þarf að vera nægilega alvarleg til að réttlæta að öllum gömlu loforðunum sé fleygt í ruslið en ekki svo alvarleg að stjórnmálamönnunum verði kennt um og þeir látnir fjúka (eða settir í gapastokkinn ef því er að skipta).

Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Því fyrr sem stjórnmálamennirnir fá sína afsökun - sína krísu X - því fyrr losnum við við loftslagsráðuneyti, græna skatta og aðra vitleysu.

Lumar þú á hugmynd?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Jakobsson

Burt með millimennina.

https://youtu.be/EUS1m5MSt9k?si=XHCKzpnLki8KOWzO

Skúli Jakobsson, 6.2.2024 kl. 12:43

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það þerf ekki mikið til þess að Frakkinn taki sig til og afhausi sína kolefnistrúarmenn.  Bókstaflega.

Eftir það þá ætti nú mesti vindurinn að fara úr þeim sem eftir eru.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2024 kl. 15:57

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Er ekki "krísa" óþörf. Er ekki nóg að velja skynsamt fólk til setu á Alþingi Íslendinga? Við eigum ekki að taka þátt í þessum nýju illskiljanlegu trúarbrögðum, kristnin er nægt verkefni. 

Júlíus Valsson, 6.2.2024 kl. 17:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Skúli,

Þetta er mjög gott! Að vísu of langt, en gott samt!

Ásgrímur,

Evrópa þarf já kannski að bíða eftir frumkvæði Frakka eins og áður. Þar kraumar eitthvað eins og er ekki hægt að lesa um í fjölmiðlum.

Júlíus,

Efnilegir frambjóðendur þurfa fyrst að lifa af prófkjör flokkanna eða uppstillinganefndir. Þeir fáu sem lifa það af eru svo komnir svo neðarlega á lista að flokkur þeirra þarf rússneska kosningu til að þeir komist inn, og hafa þá á undan sér mokað fjöldanum öllum af algjörlega gagnslausum stólahiturum inn á þingið.

Það vantar nýjan Sigmund Davíð árgerð 2013 eða Davíð Oddsson árgerð 1991.

Geir Ágústsson, 6.2.2024 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband