Sunnudagur, 4. febrúar 2024
Vantar ekki sjöundu kröfuna?
Það er auðvelt að vera ungur með hugsjónir. Ungt fólk á Íslandi hefur tekið mörg málin inn á sig og látið í sér heyra. Ekkert að því auðvitað. Að vísu grjóthélt það kjafti þegar yfirvöld voru að eyðileggja fyrir þeim framtíðina með því að loka skólum og banna því að stunda félagslíf, en látum það liggja á milli hluta.
Það sem Ísrael er að gera í Palestínu er alveg skelfilegt. Auðvitað kölluðu hryðjaverkaárásir Hamas (undir fagnaðarlátum Palestínumanna) á viðbrögð en það er eitthvað annað og meira að gerast. Þjóðarmorð jafnvel.
Íslenskir nemendur hafa tilkynnt sínar sex kröfur en vantar ekki sjöundu kröfuna?
Vantar ekki að skora á Egyptaland að opna flóttamannabúðir frekar en að reisa múr sem lokar flóttamenn inni? Eða Jórdaníu, Sádi-Arabíu og önnur nágrannaríki? Er virkilega einhver lausn í því fólgin að dreifa flóttamönnum um alla Evrópu? Að hætta á glæpaöldu í kjölfarið, ef hún er ekki hreinlega hafin nú þegar? Að gera það að eina úrræði fólks á flótta að enda í einhverju framandi samfélagi sem skilur ekki viðhorf þeirra til kvenna og barna (svo ég orði hlutina mjög varfærið)? Samfélagi sem flóttamennirnir fyrirlíta jafnvel vegna lifnaðarhátta og ýmissa viðhorfa sem við á Vesturlöndum tökum sem sjálfsögðum hlutum (svo sem að það sé ekki í lagi að pynta samkynhneigða fyrir kynhneigð sína).
Ef rússneskt herskip réðist á Færeyjar og Færeyingum yrði stökkt á flótta þá er ég viss um að Íslendingar tækju við þeim opnum örmum (hið gangstæða er reyndar líklegra vegna þátttöku Íslendinga í strengjabrúðustríði Bandaríkjanna í Úkraínu). Þeir eru úr samskonar samfélagi, tungumálin eru svipuð og menningarárekstrar yrðu engir (þeir nota meira að segja íslenska kokkteilsósu og kaupa hana í Bónus í Færeyjum). Má ekki óska flóttamönnum frá Palestínu sömu möguleika? Að sjálfsögðu.
Mér finnst að þetta mætti verða sjöunda áskorun unga fólksins svo flóttamenn þurfi ekki að tvístrast fjarri heimahögum inn í samfélög sem þeir geta sýnilega ekki fótað sig í. Það væri sigur fyrir alla.
Nemendur í Hagaskóla í verkfall fyrir Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég var eimitt að hugsa um það í morgun
hvort unga fólkið upplifði átökin í Palestínu
líkt og afar þeirra og ömmur
upplifðu stríðið í Víetnam
Var að vísu að hlusta á lagið 19 með Paul Hardcastle, en 19 var meðalaldur USA hermanna sem féllu í Víetnam
Grímur Kjartansson, 4.2.2024 kl. 15:19
Krakkar nota allar afsakanir til að sleppa skóla, jafnvel að taka þátt í áróðri fyri hönd hryðjuverkamanna gegn sjálfum sér.
Bpörn eru eins og extra vitlaust fullorðið fólk.
Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2024 kl. 15:36
Obbin af þessu fólki kom frá því svæði sem kallað er Levant: Líbanon, Sýrland, Jórdanía og jafnvel Írak,en fluttist til Ísrael þegar fjölgaði gyðingum á svæðinu. Það væri því eðlilegast að þessi lönd tækju við þeim aftur. En þeir sem flúðu átøkin 1948 og komust til þessara landa er enn haldið þar í flóttamannabúðum og hafa ekkert ríkisfang.
Planið er að hreinsa svæðið af gyðingum frá Ánni til Hafs og nú með aðstoð skólabarna á Íslandi.
Ragnhildur Kolka, 4.2.2024 kl. 20:11
Ragnhildur,
Kannski hefði verið hægt einhvern tímann að segja við Arabaheiminn: Hey, hérna er skraufþurr eyðimörk. Mega Gyðingarnir fá hana út af fyrir sig? Sagan þróaðist eitthvað öðruvísi. Þökk sé Ísrael gátu Arabaríkin samt losað sig við sína Gyðinga. Hvar er þakklætið?
Geir Ágústsson, 6.2.2024 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.