Laugardagur, 3. febrúar 2024
Ráðherra veit ekki hvað snýr upp né niður
Ráðherra hælisleitenda vill nú ekki meina að stofnanir sem heyri undir ráðuneyti hans séu að yfirbjóða venjulegt fólk á leigumarkaði til að koma þar fyrir hælileitendum og flóttamönnum.
Voðalega er þetta loðið svar sem um leið stangast á við upplifun íbúa í Reykjanesbæ undanfarið ár eða svo:
Nú síðast berast fréttir af því að leigusalar kjósa að leigja Vinnumálastofnun húsnæði frekar en íbúum sveitarfélagsins. Jafnvel virðist hagkvæmara að leggja niður rekstur hótels, segja öllu starfsfólki upp vinnunni og leigja ríkinu herbergin.
Af hverju eru menn að tala með loðnum hætti? Eru ekki til gögn um þróun leiguverðs, fjölda leiguíbúða á markaði og allt þetta? Sundurliðað eftir staðsetningu og fleiru. Það má jú varla lána vini sínum aðgang að hluta bílskúrs án þess að þurfa skrá það í gagnagrunna ríkisins. Gögnin eru til. Er ekki einfaldlega hægt að fletta upp í þeim?
Ekki vantar heldur stofnanirnar sem taka saman gögn á ýmsa vegu um þróun hins og þessa: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Þjóðskrá, Seðlabanki Íslands, Hagstofan. Geta þessar stofnanir ekki upplýst okkur um eitthvað?
Ef ekki þá kemst ráðherra auðvitað upp með að vita hvorki hvað snýr upp né niður og getur þannig haldið blaðamanni í skefjum.
Um daginn fékk ég senda mynd frá vini mínum sem átti erindi í Borgartúnið. Myndinni, sem ég birti í þessari færslu, fylgdi skilaboð í þá veruna að allt þetta mætti leggja niður, nema kannski mötuneytið. Ætla ég að taka undir þá hugmynd.
Hafnar því að ríkið yfirbjóði leiguhúsnæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Athugasemdir
Ef ég reyni að setja mig í spor leigusala sem hefði val á milli þess að leigja einhverjum Jóni Jónssyni eða ríkinu (fyrir hönd einhvers annars mögulega), fyrir nákvæmlega sama verð, þá væri valið frekar einfalt. Að sjálfsöðu vill hann frekar leigja aðilanum sem hefur ótmarkaða greiðslugetu og er hægt að treysta því fyrirfram án frekari athugunar að muni alltaf borga leiguna skilvíslega. Leigusalanum er sennilega sama hvort Jón Jónsson finnur sér annað húsnæði eða hvað verður um hann, þetta er bara viðskiptaákvörðun og þó að leiguverðið sé það sama felast ákveðin viðbótarverðmæti í því að fá ríkisábyrgð á leigusamninginn.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2024 kl. 14:57
Mér sýnist það koma alltaf betur í ljós að Ríkið vinnur ekki fyrir almenning í landinu. Það mætti sennilega skera niður um 50% allsstaðar (nema hjá Landspítala HS) án þess að nokkur maður tæki eftir (nema í minnkun útgjalda).
Það er svo alveg merkilegt hvernig hugtökin "persónuvernd" og "gegnsæi (transparency)" eru á skjön við veruleikann. Yfirvöld gera allt til að koma í veg fyrir að almenningur hafi aðgang að upplýsingum sem skipta máli um hvað Ríkið er að gera (td útgjaldaliði). Og "persónuvernd" þýðir í rauninni að yfirvöld eiga og mega vita allt um einstaklinginn, en þú mátt ekki vita neitt um nágranna þína eða yfirvöld.
Bragi (IP-tala skráð) 3.2.2024 kl. 15:11
Bragi. Reglur um persónuvernd eiga aðeins við um einstaklinga en ekki lögaðila og þar af leiðandi ekki ríkið eða stjórnvöld. Þvert á móti gilda sérstök upplýsingalög um hið opinbera sem kveða á um rétt almennings til aðgangs að upplýsingum þaðan, en þó vissulega með ákveðnum takmörkunum sem má svo hafa skoðun á hversu miklar eigi að vera. Útgjöld ríkisins eru meðal þess sem á almenningur á ótvíræðan rétt á upplýsingum um.
Ég get aftur á móti tekið undir með þér að hugtakið "gagnsæi" er hálfgert skrípi sem er oft misnotað til dyggðaskreytingar. Til dæmis kemur gagnsæi eitt og sér ekki í veg fyrir spillingu, sem oft fær að þrífast óáreitt fyrir opnum tjöldum eða lítið falin. Sama má segja um hugtakið "fjármálalæsi" sem fer ofboðslega í taugarnar á mér. Þó vissulega sé mikilvægt að vera læs á fjármál virðist það alls ekki geta komið í veg fyrir fjárhagserfiðleika vegna óhóflegra og fyrirvaralausra hækkana á þeim kostnaði sem óhjákvæmilega fylgir því að reyna að draga fram lífið.
Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2024 kl. 15:40
Guðmundur,
Ég hef fulla samúð á því. Að vísu er sá hængur á að ekki er víst að umgengni við húsnæðið sé betri hjá þeim á spena ríkisins en þá er kannski bara hægt að senda aukareikning fyrir lagfæringum ef samningurinn er vel skrifaður.
Guðmundur og Bragi,
Upplýsingalög á Íslandi eru bara til skrauts. Ég hef séð hvernig fyrirspurnum til opinberra stofnana er svarað með útúrsnúningi, með því að vísa í lög hingað og þangað án þess að svara neinni spurningi eða bara hunsaðar.
Geir Ágústsson, 3.2.2024 kl. 15:51
Geir og Guðumdundur.
Þetta er nákvæmlega eins og þetta lítur út fyrir mér. Ef ég ætti eign í útleigu þá væri þetta aldrei spurning, svo fremi sem ég ætti við siðferðisbrest að eiga.
Hitt sem er spurningin sem þarf að svara: Hver voru leigukjör þess sem samningurinn var felldur niður hjá og þeim sem tók við? Spurningin snýst ekki um upphafspunktinn heldur framtíðargreiðslur.
Sindri Karl Sigurðsson, 3.2.2024 kl. 16:47
Ef við myndum læeggja ráðuneyti þessa manns niður með öllu sem því fylgir, myndum við geta greitt Grindavík út á 3-6 árum.
Ríkið sóar svo miklum fjármunum að við gætum verið með geimferðaáætlun, og jafnvel geimstöð á Mars.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.2.2024 kl. 17:05
Sindri,
Þetta eru einmitt gögn sem ættu að vera mjög aðgengileg. Til dæmis virðist þurfa að skrá leigusamninga rafrænt hjá HMS. Þau gögn enda því í gagnagrunni sem má fletta upp í.
Leigumál | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hms.is)
Ásgrímur,
Grindvíkingar eru bara á biðlistanum eins og allir aðrir. Fyrsti forgangur stjórnmálamanna er að láta sig líta vel út í augum blaðamanna og útlendinga. Næsti forgangur er að auka líkurnar á endurkjöri. Íslendingar eru í besta falli í þriðja sæti.
Geir Ágústsson, 3.2.2024 kl. 17:54
Þegar hann tilkynti sigrihrósandi að skuldir ríkisins væru ekki enn komnar í þá upphæð sem reiknað hafði verið með....missti spyrjandinn andlitið og ég líka,þvílíkur hroki,eyðsla á almanna fé er honum slétt sama um,eins og dæmin sanna.
Kv. Björn.
vaskibjorn, 3.2.2024 kl. 17:56
Kostnaður vegna hælisleitenda er 16 milljarðar á ári. Það er nýr Landspítali á 5 ára fresti, nýr Laugardalsvöllur annað hvert ár, ný þjóðarhöll á hverju ári. Er yfir einhverju að kvarta?
Bjarni (IP-tala skráð) 4.2.2024 kl. 09:17
Svo má spyrja sig hverjir eru að fá þessa 16 milljarða. Hvar er Kveikur?
Bjarni (IP-tala skráð) 4.2.2024 kl. 13:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.