Eyðublaðið segir nei

Fjarheilbrigðisþjónusta er sniðug. Ekki öll heilbrigðisþjónusta krefst þess að mæla eða skoða eitthvað. Oft duga orðin ein og sér. Þetta á til dæmis við um sálfræðiaðstoð. Fjarheilbrigðisþjónusta getur tengt saman sérfræðing og sjúkling þvert á landamæri og jafnvel heimshluta. Hún hefur færst mjög í aukana og fjölmörg fyrirtæki bjóða upp á lausnir.

Ég þekki íslenskan sálfræðing með kand.psyk. gráðu úr dönskum háskóla og búsettur í Danmörku og langar gjarnan að bjóða Íslendingum (á Íslandi) upp á sálfræðitíma. Er nú þegar með skjólstæðinga í mörgum ríkjum, eigið fyrirtæki og tíma aflögu. 

Það eina sem þarf að gera er að sækja um ýmis leyfi hjá Landlækni. Þá vandast málið! Eyðublöðin eru óleysanleg þrautaganga. Hérna er lítið dæmi:

Umsækjendur sem stundað hafa nám innan EES eða í Sviss þurfa, auk staðfests ljósrits af prófskírteini að skila inn: ...
Vottorði frá lögbæru stjórnvaldi í landi sem gaf út vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem staðfestir að nám viðkomandi uppfylli skilyrði tilskipunar 2005/36/EB, um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi, samkvæmt reglugerð um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi heilbrigðisstarfsmanna frá öðrum EES-ríkjum, nr. 510/2020 (letter of confirmity). Stundum eru upplýsingar í þessum lið og liðnum á undan í einu skjali sem kallað er Certificate of Current Professional Status (CCPS)

Ekkert mál, er það nokkuð? Danskur háskóli er jú háskóli sem starfar samkvæmt fyrirmælum Evrópusambandsins. En hann telst víst ekki til hins lögbæra stjórnvalds og kannast ekki við að hafa slíka stöðu. Einhver konar fagráð sálfræðinga í Danmörku kannast ekki við þessa Evrópusambandstilskipun og hvaða vottorð er verið að tala um. Og ráðuneytið stendur á gati. Þetta litla vottorð fæst einfaldlega ekki gefið út af neinum. Fjarheilbrigðisþjónustan er því sjálfdautt verkefni.

Það er kannski ekki skrýtið að það vanti sálfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi. Eyðublöðin halda þeim rækilega í burtu. Kannski er það ásetningurinn?


mbl.is Ræddu um tækifæri í fjarheilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband