Sunnudagur, 21. janúar 2024
Tímarnir breytast og vandamálin með
Ég rakst á þessa skemmtilegu litlu setningu í Morgunblaðinu 15. janúar 1998 þar sem blaðamaður var að taka út aðstæður á skemmtistað:
Þarna er að greina svolítið skopskyn.
Þetta var auðvitað vandamál árið 1998: Karlmaður gat ekki bara ætt inn á salernisaðstöðu kvenna til að skoða þar aðstæður og mögulega notendur aðstöðunnar.
Í dag eru breyttir tímar. Blaðamaður getur í dag einfaldlega skilgreint sig sem kvenmann og ætt inn á konurnar. Einkarými kvenna eru ekki lengur einkarými kvenna. Hin svokallaða fötlun blaðamanns er ekki lengur nein hindrun. Hann hefur fengið sinn ramp. Konurnar mega vara sig.
Tímarnir breytast auðvitað. Í kvikmyndinni Starship Troopers baða karlar og konur sig saman og eiga þar afslöppuð samskipti. Kannski er það framtíðin.
Með ákveðinni þróun á samfélaginu verða mögulega innleidd lög framandi menningarheima á Vesturlöndum sem kveða á um limlestingar á kynfærum kvenna og afleiðingalausra morða á samkynhneigðum.
Það er ekkert víst að það sem margir reyna að standa vörð um í dag sé það sem tóri í sögunni. Er það vegna þess að ekkert eitt er í raun betra en annað? Er eitthvað úrelt við frjáls, vestræn samfélög? Tíminn mun leiða það í ljós.
Persónulega ætla ég að leyfa konum að eiga sín einkarými út af fyrir sig, og það með glöðu geði. Eins og blaðamaður Morgunblaðsins árið 1998, en ekki endilega blaðamenn í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Athugasemdir
Það var nú þannig á mínum sokkabandsárum að á karlaklósettinu á skemmtistöðum var ekki þverfótað fyrir kvenfólki sem var þar samankomið í þeim tilgangi sem verður ekki lýst sem öðru en skoðunarferð graðra kvenna og eru karlar miklu berskjaldaðri en konur á slíkum salernum.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.1.2024 kl. 16:57
BTW, þetta var ekki mee too saga, þetta var fuck you too saga.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.1.2024 kl. 17:00
Bjarni,
Kræfar konur, það! Kannski var þeim ekki hent út því margir voru ánægðir að ota sínum sprota að þeim.
Geir Ágústsson, 22.1.2024 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.