Lýðræðið og kjósa rétt

Þetta lýðræði er leiðinlegt og til óþurftar og mætti jafnvel leysa af með gervigreind, ekki satt?

Nú er vestrænt lýðræði auðvitað bara skugginn af sjálfu sér. Völd ókjörinna embættismanna eru í sífellu að aukast. Stjórnmálamaður getur varla tekið ákvörðun nema hafa fengið sérstaka nefnd til að skrifa fyrir sig skýrslu. Vald þings streymir til erlendra og alþjóðlegra stofnana. Stjórnmálaflokkarnir eru oft óaðgreinanlegir. Fjölmiðlar og yfirvöld reyna að berja á óþægilegri tjáningu. Skattar eru á rjúkandi uppleið: Skattar til að breyta veðrinu, halda uppi útlendingum og fjármagna vopnakaup fyrir spillta forseta. Verðbólga er framleidd til að færa kaupmátt frá launþegum til fjármagnseigenda. 

Í sumum ríkjum hafa menn séð í þessu sóknarfæri, og koma hér hratt í huga Argentína, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland og Holland. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar koma fram á sjónarsviðið. Þeir gagnrýna báknið, skattana, fólksinnflutninginn og valdatilfærsluna. Undantekningalaust eru allar slíkar skoðanir stimplaðar sem einhvers konar öfgaskoðanir hættulegra öfgamanna. Popúlista! Hægrimanna! Hægri-öfgamanna! Hægri-öfga-popúlista!

En það dugir ekki lengur til. Uppnefnin eru ekki nóg. Kerfisflokkarnir sjá að fylgið er að renna af þeim.

Þetta er auðvitað óþolandi. Við þessu þarf að bregðast. Ekki á leikvelli lýðræðisins samt. Nei, á forsendum báknsins. Þökk sé flókinni og mótsagnarkenndri löggjöf er yfirleitt hægt að grafa upp einhvers konar lögbrot á hvern sem er. Hér er enginn óhultur, og sérstaklega ekki þeim sem gengur vel að hamast á bákninu. 

Kerfisflokkarnir geta sjálfum sér kennt um vandræði sín. Þeir hafa í mörg ár hunsað almenning og kjósendur. Að það komi upp valkostir við þá er einfaldlega vegna eftirspurnar frá kjósendum. Flokkur sem þjónar kjósendum sínum vel þarf ekki að óttast samkeppni. Flokkur sem telur það vera hlutverk sitt að breyta veðrinu með skattheimtu fær á baukinn.


mbl.is Vilja að flokkurinn verði bannaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband