Ruglingslegur Útúrsnúningur og Vitleysa (RÚV)

Í dag var íslensk kona dæmt í fangelsi af norskum dómstól. Nútíminn segir frá í ítarlegu máli. Hún var kærð fyrir nokkra glæpi og hefur núna verið sakfelld af alvöru dómstól í þróuðu vestrænu réttarríki. Grunur hefur verið staðfestur, ásakanir orðnar að kærum og kærur leitt til sakfellingar.

Einfalt mál fyrir blaðamann að fjalla um?

Nei, heldur betur ekki. Ekki þegar þú vinnur hjá Ríkisútvarpi Útvalinna Viðhorfa (RÚV) sem heldur úti Ruglingslegum Útúrsnúningi og Vitleysu (RÚV).

Hjá slíku apparati verða jafnvel einföldustu atriði að einhverju loðnu og jafnvel vafasömu, svo sem að

Edda Björk var sökuð um að hafa flutt þrjá syni sína í óleyfi frá Noregi til Íslands með einkaflugvél árið 2022.

Hún var sakfelld, ekki sökuð um.

Hún er einnig grunuð um að hafa numið börn af landi brott og haldið í öðru landi og komið þannig í veg fyrir umgengni þess við þann sem hefur forræði yfir barninu.

Hún er sakfelld, ekki grunuð um.

Ég er kannski að lesa of mikið í orðaval blaðamanns en það er eins og skrif hans séu að hluta úr fortíð, þar sem grunur lék á ýmsu og ásakanir voru um annað, og hluta í nútíð, þar sem er búið að sakfella hana fyrir allt sem hún var grunuð og sökuð um.

Kannski ætti ég svo að hrósa RÚV fyrir að hafa yfirleitt fjallað um þetta og vísað í skrif Nútímans, sem var hérna fyrstur með fréttirnar og var fyrsti fjölmiðillinn sem bauð upp á upplýsta umræðu um mál sem var áður bara hávaði úr einni átt.

Og kannski langaði mig bara til að finna fleiri leiðir til að nota RÚV-skammstöfunina. Það út af fyrir sig hefur ákveðið virði fyrir mig, sama hvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er tímasóun að hlusta á RÚV.

Betra að hlusta bara á The Ramones.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2024 kl. 18:28

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það virðist útilokað fyrir RÚV að fjalla um þetta mál á hlutlausan hátt. Jafnvel eftir dómsuppkvaðningu er enn fjallað um málið samkvæmt einhliða upplýsingum konunnar.
Það væri eftir öllu að konan yrði send hingað til landsins og biði síðan eftir að komast í afplánun, í heita pottinum heima hjá sér, þar til dómurinn fyrndist. Það væri trúlegasta útkoman í tálmunarmálum samkvæmt íslensku réttarkerfi.

Ragnhildur Kolka, 11.1.2024 kl. 18:58

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Know your friends. Know your enemy better. Held að einhver hafi sagt þetta. Annars stóðst ég ekki að sjá RÚV fjalla um þetta auðvelda mál. Það kom ekki á óvart að þeirri umfjöllun var klúðrað.

Ragnhildur,

Áhugaverður spádómur! Ég held að ég ræsi mann eða tvo til að hafa augun opin fyrir þessu.

Geir Ágústsson, 11.1.2024 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband