Fimmtudagur, 11. janúar 2024
Hlýjasta ár sögunnar!
Árið 2023 var hlýjasta ár sögunnar, eða frá því mælingar hófust. Svona byrjar frétt og ekki er það góð byrjun enda hrópandi mótsögn inni í einni og sömu setningunni.
Þegar víkingar flökkuðu á milli svæða við Norður-Atlantshafið var sennilega hlýrra en í dag. Þeir ræktuðu jörðina og ráku sauðfé um láglendi Grænlands. Þeir ræktuðu korn á Íslandi. Þeir sóttu sér vínþrúgur til Englands.
Síðan kólnaði og varð að tímabili sem stundum er kallað Litla ísöld í Evrópu. Ekki var það góður tími. Síðar hlýnaði eitthvað og þá varð allt betra.
Núna er mögulega svolítil hitauppsveifla að ná hámarki sínu og vel það því kuldamet eru að falla og ísbreiður að þykkjast, og allt á sama tíma og Kínverjar og Indverjar slá met í kola- og olíunotkun sinni og sífellt fleiri vanþróuð ríki byggja upp orkuinniviði sína með jarðefnaeldsneyti. Það að Vesturlönd séu að skattleggja sig í gjaldþrot til að ná ómögulegu markmiði breytir í hinu stóra samhengi engu.
Háleit markmið um græna orku eru að bráðna samhliða vaxandi kulda. Kjarnorkan er fyrir alvöru komin aftur á borðið. Skaðsemi vindmylla er að verða greinilegri. Orka sem er framleidd með vindi og sól nýtist illa nema hún sé nýtt á sama tíma og hún er framleitt. Þannig þarf að nota rafmagn frá sólarorku þegar það er sem bjartast. Ljósin eru þá kveikt á daginn og slökkt á kvöldin.
Íslendingar luku sínum orkuskiptum fyrir mörgum áratugum með því að virkja vatnsföll og jarðhita. Engu að síður á núna að taka af þeim bílinn í nafni loftslagsbreytinga, og með tíð og tíma líka kjötið, flugmiðana og ódýran innflutning. Þeir láta þetta yfir sig ganga - breytingarnar taka langan tíma og rétt eins og froskur sem er rólega soðinn lifandi þá taka menn ekki eftir neinu. Fyrr en auðvitað að það verður of seint, eins og í tilviki bænda í Hollandi og Þýskalandi og á Írlandi. Blaðamenn nenna ekki einu sinni að segja frá þjáningum þeirra, hvað þá hlusta á þá.
Árið 2023 var kannski hlýjasta ár sögunnar, og sagan í því samhengi þá skilgreind sem nokkrir áratugir af hitastigsmælingum. Áfram byggja ríki upp sína innviði og sjúga inn í þá óheyrilegu magni af jarðefnaeldsneyti. En núna eru teikn á lofti um kólnun og því ekki góð hugmynd að losa sig við traustan bensínbíl og sitja fastur í dauðum rafmagnsbíl. Nei, það þarf stærri bensíntanka, ekki minni, og meiri olíu, ekki minni.
2023 hlýjasta ár sögunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:27 | Facebook
Athugasemdir
Vð hér á Fróni erum að fara í orluskifti. Úr vatnsafli þæi olíu.
Annars eru þetta mjö góðar fréttir ef satt er, að það sé að hlýna. Hiti er lífvænlegur, kuldi er það ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2024 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.