Þriðjudagur, 9. janúar 2024
Mótmælin sem aldrei urðu eða voru rekin af fasistum
Það er athyglisvert að fylgjast með stóru fjölmiðlunum þessa dagana. Ég er búinn að heimsækja heimasíður margra þeirra í dag. Þeir eru allir sammála um að segja ekki frá umfangsmiklum mótmælum bænda í Þýskalandi, sem stífla nú þjóðvegi og heilu miðbæina með vinnutækjum sínum. Ekkert að frétta, væntanlega.
Hin þýska DW getur auðvitað ekki komist hjá því að fjalla um ástandið og miklar áhyggjur þýskra ráðherra af ástandinu, en vilja gera fasista ábyrga fyrir öllu, auðvitað. Yfirvöld eru jú flekklaus og fasistar og hægri-öfgasinnar skyndilega svo áhrifamiklir að þeir geti flæmt bændur af ökrum sínum og inn á vegi og inn í miðborgir.
Þetta minnir á bændamótmæli Hollands fyrir ekki löngu síðan, og mótmæli vöruflutningabilstjóra í Kanada á veirutímum. Frá öllu þessu sögðu fjölmiðlar ekki en ef þeir gerðu það þá var það til að útskýra hlutverk fasista, föðurlandssvikara og samsæriskenningasmiða.
Brandarinn er samt búinn, kæru fjölmiðlar og svokallaðir virðingaverðir stjórnmálamenn. Viðsnúningurinn er hafinn. Og hann er ekki í boði fasista. Hann er í boði borgara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Facebook
Athugasemdir
Rétt Geir
Viðsnúningurinn er hafinn.
Almennir borgarar hafa fengið nóg af vóki og gervivísindum. Ég hef alltaf spurt sjálfan mig, hvenær Þjóðverjar fái nóg, hvenær þeir fái nóg af afiðnvæðingunni, nóg af afætum og hælisleitendum, græningjum og hálfvitum í ríkisstjórn.
Þjóðverjar hafa núna fengið nóg af kjaftæðinu.
Viðsnúningur hins þýska almennings er hafinn.
Þar með einnig almennings í rìkjum Vestur Evrópu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 10:15
Hlustaðu á ARD, ZDF eða ARTE, þar getur þú heyrt viðtöl við bændurna á traktorunum í miðborg Berlínar og víðar, einnig um verkfall eimreiðastjóra hjá járnbrautunum sem stendur víst til n.k. föstudags.
Hörðurn Þormar (IP-tala skráð) 10.1.2024 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.