Allt í nafni útblásturs

Af hverju eru orkureikningar víða að hækka í verði?

Af hverju er matur víða að hækka í verði?

Af hverju eru flugmiðar að hækka í verði? 

Af hverju kostar í sífellu meira að setja bensín á bíl eða hreinlega kaupa bíl?

Svarið er í öllum tilvikum það sama: Grænir skattar sem eiga að breyta veðrinu.

Þetta vissum við, en ekki vissi ég að flugvélar þurfi nú að vera matar- og vatnslausar til að koma í veg fyrir breytingar á veðri, nema það sé bara afsökun? Með orðum upplýsingafulltrúa flugfélags:

Þá segir Guðni ennfremur að reynt sé eftir fremsta megni að meta þörfina fyrir hvert flug en um leið er lagt áhersla á að bera ekki meiri vörur en þeir þurfa til þess að stuðla að minni eldsneytisnotkun og þar með minni kolefnislosun.

Við erum að spara peninga með því að lágmarka eldsneytisnotkun - þess vegna mega farþegar okkar vera svangir og þyrstir svo tímunum skiptir.

Með því að bera við kolefnislosun vonast hann til að sleppa við frekari skammir. Og sennilega virkar sú aðferðafræði því margir trúa því í raun að mannkynið sé að breyta veðrinu með því að brenna jarðefnaeldsneyti.

Auðvitað skil ég vel að flugvélar sem eru léttar brenna minna eldsneyti en þær sem eru þungar og að það bitni á verðmiðanum. Hérna þarf auðvitað að gæta jafnvægis. Það má samt ekki gleyma því að farþegar eru að borga fyrir flugmiða í þunga flugvél - flugvél fulla af vatni, mat og bjór. Að fljúga henni án vatns, matar og bjórs eru því vörusvik.

Annars þarf ég að fara tileinka mér þetta kolefniskjaftæði sem afsökum fyrir hinu og þessu. 

Styrkja Rauða krossinn? Nei, þeir losa of mikið kolefni með hjálparsendingum sínum.

Aðstoða nágranna minn með ruslið? Nei, sjáðu bara kolefnisfótsporið í neyslu hans!

Láta gott af mér leiða? Nei, miklu frekar að spara kolefnisfótspor mitt með því að ég eyði laugardegi á náttbuxunum heima.

Nei, auðvitað fer ég ekki að láta svona. Um leið finnst mér við hæfi að segja að þeir sem vilja draga úr kolefnisfótspori mannkyns séu óvinir mannkyns, og engir vinir flugfarþega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður Geir.

Þetta með nágrannann toppar samt allt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.1.2024 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband