Almannakvarnir ríkisins

Þetta gengur ekkert betur hjá þeim núna en á veirutímum að verja almenning. Almannakvarnir ríkisins, sem mala almenning, eru ýmist á eftir áætlun eða með ranga forgangsröðun, ítrekað og jafnvel kerfisbundið.

Í kvörninni sitja núna Grindvíkingar sem héldu mögulega að einhvers konar hamfaratryggingar næðu til þeirra en í staðinn var það bara pappírsvinna og bið. Bið eftir gjaldþroti jafnvel. Eða taugaáfalli. 

Á tímabili var Grindvíkingum bannað að fara heim til sín. Þeir hótuðu lögsókn og þá hurfu þær takmarkanir. Kannski hefði mátt enda veirutíma fyrr með svipaðri aðferðafræði. Kannski þarf að lögsækja ríkið til að leysa út tryggingafé sem er svo auðvitað löngu horfið í bruðl hins opinbera.

Á eldfjallaeyju sem lendir í brjáluðu roki, brotsjó og snjóflóðum er ekki til ein króna í varasjóði til að hjálpa fólkinu í landinu. Ekki ein. 

Almannakvarnir ríkisins ættu mögulega bara að leggja upp laupana. Björgunarsveit skipuð sjálfboðaliðum gerir eflaust meira fyrir fólk, enda á staðnum en ekki á bak við eitthvað púlt á sjónvarpsskjá í miðri borg.

Ég óska Grindvíkingum svo sannarlega góðs gengis í baráttu þeirra við bæði náttúröflin og yfirvöldin, þar á meðal Almannakvarnir ríkisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hjálpar ekki að ríkið eyðir alltaf varasjóðnum samstundis í kokteirlpartý og útlenda flakkara.

Það er eiginlega magnað hve vel fólk treystir ríkinu ennþá.

Gefur afar slæma mynd af fólki, reyndar...

Ásgrímur Hartmannsson, 4.1.2024 kl. 16:15

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er eiginlega magnað hve vel fólk treystir ríkinu ennþá.

Gefur afar slæma mynd af fólki, reyndar...

Kristinn Bjarnason, 4.1.2024 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband