Fimmtudagur, 21. desember 2023
Hver er maður ársins?
Núna keppast allir fjölmiðlar við að safna atkvæðum í allskyns kjör sem maður, kona og manneskja ársins. Mögulega líka kvár ársins. Þetta er hið besta mál. Fólki finnst gaman að kjósa og finna einhverja til að halda með í keppni. Þetta er sárasaklaust allt saman. Oft kýs fólk einhvern sem ratar fyrir slysni í fréttatímana í lok ársins. Stundum einhvern sem er duglegur að auglýsa góðverk sín. Stundum raunverulega hversdagshetju. Það er allur gangur á þessu.
Það má samt láta sumar tilnefningarnar koma sér á óvart.
Tökum tilnefningar Vísir.is sem dæmi.
Á þessum lista er einn einstaklingur í fangelsi núna og fær að dúsa þar áfram enda ekki talið óhætt að hleypa honum út vegna ítrekaðra lögbrota og brota á dómsúrskurðum. Svo er þarna annar sem er nýbúinn að tapa máli í dómssal þar sem öll vitni viðkomandi stönguðust hvert á annað og auðvelt að færa rök fyrir því að viðkomandi hafi logið blákalt í dómssal.
Á listanum eru tveir einstaklingar sem hafa unnið til samræmis við starfslýsingu sína og þá helst við að róa niður fólk sem er búið að reka á vergang.
Þarna er tónlistarmaður sem ég hef aldrei heyrt um, manneskja sem finnur týnd gæludýr og önnur sem finnur týnd hjól.
Ég veit ekki. Þetta er ansi þunnt, satt að segja. Mætti ég þá frekar biðja um að Haraldur og ramparnir komist aftur á blað. Nú eða að þeir tveir á listanum sem hafa staðið í kokinu á yfirvöldum fái einfaldlega sérstök verðlaun.
En eins og ég segi, þetta er allt gott og blessað og frekar saklaust í eðli sínu og vonandi hefur fólk gaman að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jesús Kristuru hefur valið mann ársins.
Maður ársins er Rúmeninn sem fórnaði lífi sínu þann 26. nóvember s.l. þegar hann hljóp inn í brennandi húsið að Stangarhyl 3 til að bjarga vini sínum.
Hann lést 28. Nóvember.
Nafn hans hefur ekki enn birst svo ég viti.
Jesús sagði: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jóh. 15:13).
Guðmundur Örn Ragnarsson, 21.12.2023 kl. 19:07
Ég hefði tilnefnt þig.
Þú hefur staðið vaktina með frábærum blogg pistlum og
ættir alveg hiklaust heima á þessum lista.
En gleðileg jólin og gott nýtt ár með fleiri góðum pistlum.
Sigurður Kristján Hjaltested, 21.12.2023 kl. 19:11
Guðmundur,
Þetta er svakaleg frásögn! Já, styð það! Maður ársins!
Sigurður,
Ég þakka tilnefninguna en afþakka. Ég er bara að sinna mínu og á ekki skilið neinar þakkir fyrir það, ekki frekar en opinberir starfsmenn sem eru einfaldlega að sinna sinni vinnu. En takk fyrir hrósið, og pistlarnir halda auðvitað áfram eins og síðan árið 2007 á þessari síðu.
Geir Ágústsson, 21.12.2023 kl. 20:49
Sennilega of seint að bæta Ester í Bónus á listann
Wilhelm Emilsson, 21.12.2023 kl. 23:21
Wilhelm,
Já því miður! Konan sem stóð í hálsinum á háværa öskrandi réttlætiskórnum og 20 þúsund fylgjendum mannleysunnar.
Geir Ágústsson, 22.12.2023 kl. 08:31
Takk fyrir svari, Geir. Ester fengi alla vega mitt atkvæði :0)
Wilhelm Emilsson, 22.12.2023 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.