Fimmtudagur, 21. desember 2023
Í fréttum: Ekkert gos
Nú er það helst í fréttum á Íslandi að ekkert eldgos er lengur í gangi. Það getur að vísu breyst, en gæti haldist óbreytt.
Þetta finnst yfirvöldum vera ástæða til að banna fólki að snúa heim til sín, og banna því að leggja við bílastæði Bláa lónsins og labba frekar stuttan spöl að kólnandi hrauni.
Yfirvöld loka líka vegum í nágrenni hins kólnandi hrauns.
Ákveðin tilhneiging hefur farið vaxandi í tengslum við ferðamannagosin undanfarin ár á Reykjanesi, samhliða því að enginn hefur meiðst vegna hrauns en þeim mun fleiri vegna langra og lélegra gönguleiða sem fólki er gert að nota. Sú tilhneiging er að treysta fólki sífellt minna. Um leið er áhætta þeirra sem vilja sjá gos eða kólnandi hraun aukin. Undanfarið hefur svo bæst við að gera fólk heimilislaust með stuttum fyrirvara en til lengri tíma.
Hér er ekki hægt að segja að menn séu að styðjast við vísindin því vísindamenn eru hreint ekki sammála.
Hér er miklu fremur verið að innleiða yfirgengileg varfærnisjónarmið sem virka auðvitað öfugt. Þegar öllu er lokað og fólk skilur ekki af hverju þá reyna sumir að svindla og koma sér kannski í hættu þannig. Í stað vaktaðra göngustíga og útsýnissvæða er einfaldlega reist girðing.
Þetta fer hreinlega að minna á veirutímana með límmiðunum á gólfinu til að sýna í hvaða átt á að labba, auk samkomubannsins auðvitað. Tímar þar sem var bannað að fara í kirkju, í klippingu eða í ræktina en í fínu lagi að troðast í áfengisverslun. Tímar þar sem var grímuskylda í flugvélum nema þegar matar og drykkjar var neytt.
Handahófskennt, tilgangslaust og íþyngjandi.
Það er sem sagt helst í fréttum að það er ekkert gos, fullt af lokunum og fólk á vergangi. Manngerðar hamfarir en ekki náttúrulegar.
Of snemmt að lýsa yfir goslokum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Athugasemdir
Ríkið hefur verið duglegt við það undanfarið að laxera yfir eigin orðs´tir, sem þú var ekki beysinn fyrir.
En fólk lepur það upp. Svo margt fólk lætur ríkið bókstaflega laxera uppí sig, í gegnum trekt.
Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2023 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.