Miðvikudagur, 13. desember 2023
28. fundur Lygara, öskrara, grínara, glæpamanna og alþingismanna
Loksins kláraðist 28. fundur Lygara, öskrara, grínara, glæpamanna og alþingismanna, eða LÖGGA28 eins og það er oftast kalla (á ensku COP28). Vestræn ríki halda áfram að lofa því að taka af okkur ódýra orku, banna bílana okkar, láta okkur flokka sorp sem síðar er einfaldlega brennt eða breytt í eitraðan varning, hækka á okkur skattana og hræða börnin svo þeim langi jafnvel ekki að lifa, hvað þá að dreyma um að eignast eigin börn í framtíðinni.
Afgangur heimsins hlær með og fær jafnvel einhverja peninga út á það en heldur annars áfram af kappi að útvega ódýra orku eða fara úr engri orku í einhverja orku með notkun hagkvæmasta eldsneytisins.
Um daginn horfði ég á langt viðtal John Stossel við Bjorn Lomborg, og mæli með því að fólk sem sækist eftir jarðtengingu geri það líka. Lomborg trúir að vísu öllum þessum skýrslum um hlýnun Jarðar af mannavöldum en sér þó ekki ástæðu til að steypa okkur í gjaldþrot með því að henda miklu fé á eftir lausnum sem skila engu, á kostnað annarra lausna sem hafa margfalda ávöxtun í formi mannslífa og verðmætasköpunar.
Auðvitað munum við að lokum þurfa að hætta notkun jarðefnaeldsneytis. Eftir einhverja áratugi verður orðið erfitt að finna ódýra olíu og jafnvel ódýrt gas. Eftir nokkrar aldir verður líka orðið lítið um aðgengilegar kolanámur. Í millitíðinni rannsökum við aðrar gerðir orkuöflunar sem verða mögulega hagkvæmar seinna, og höldum áfram að þróa tækni sem er mögulega ekki hagkvæm fyrir alla en góð fyrir suma. Ekki spurning.
En allt þetta tal um ævintýraleg markmið fyrir árið 2030 eða 2040 eða jafnvel 2050 er ekkert nema aðför að venjulegu vinnandi fólki.
Kjósendur geta gert eitthvað til að spyrna við fótum. Þeir gætu til dæmis vopnað sig með grein dr. Helga Tómassonar, prófessors í hagrannsóknum og tölfræði, í Morgunblaðinu í gær. Ég hengi hana hér við fyrir þá sem eru ekki áskrifendur eða í hugsandi hópum á samfélagsmiðlum þar sem svona efni er vitaskuld dreift og deilt.
Kjósendur geta líka kosið. Það er ekki endilega frábært framboðið af flokkum en innan margra má finna einstaklinga sem hafa séð í gegnum þokuna, og skemmdarverkin.
LÖGGA28 laðaði að venju að sér einkaþotur og milljarðamæringa sem eiga hlutabréf í loftslagsiðnaðinum. Opinberir starfsmenn láta sig heldur ekki vanta enda hægt að uppskera vel í dagpeningum, flugpunktum og gistingu á lúxushótelum. En þetta er leiksýning. Því miður munu vestrænir stjórnmálamenn halda henni áfram þegar heim er komið, og þú færð að borga, en aðrir snúa sér aftur að dagvinnu sinni.
Upphaf endaloka jarðefnaeldsneytis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Staðan er þannig, að þeir sem vita ekki að þetta er allt lygi hljóta að vera heiladauðir.
Ásgrímur Hartmannsson, 13.12.2023 kl. 16:47
Ásgrímur,
Ég er mögulega of gjalfmildur en mörgum finnst jafnvel enn þann dag í dag alveg skiljanlegt að bíllinn sé núna farinn að taka mat úr ísskápnum vegna kostnaðar, en að slíkt viðhorf breytist vonandi sem fyrst.
Geir Ágústsson, 13.12.2023 kl. 22:04
Getur verið að Lomborg kjósi það að efast ekki um loftslagsbreytingar af mannavöldum, en einbeita sér að því að hafa áhrif á hvernig er tekist er á vi vandann? Þeas að þjóðir fari rökréttari leiðir í aðlögun að breytingum.
Bragi (IP-tala skráð) 15.12.2023 kl. 14:20
Bragi,
Það er mjög fín samantekt á allri hans vinnu og góðu skrifum.
Geir Ágústsson, 15.12.2023 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.